Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 33

Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 33
SPEGILLiNN 29 er hætt við að þeir kæmu í veg fyrir framgang svo skæðra keppinauta. Þá kem ég að túrismanum. Það kemur æ skýrar í Ijós hversu þjónslund Islendinga er háþróuð, eins og reyndar á sér stað hjá öllum þjóðum, sem hafa miklum einstaklingshyggjumönnum og fóst- urlandselskurum á að skipa. Allra nýjustu skýrsl- ur sýna, að 30% þjóðarinnar vinnur við ,,þjón- ustu“, en það ar hæsta prósentutala sem fyrir- finnst á byggðu bóli. Þessvegna eigum við að •leggja ofurkapp á að auka ferðamannastrauminn og til þess höfum við alla möguleika. Þegar sjávarútvegurinn hefur verið lagður nið- ur, getum við notað alla minni bátana til sjó- stangaveiði, ekki aðeins fyrir stutt vormót, eins og verið hefur, heldur allan ársins hring og efast ég ekki um að sægarpar okkar hefðu ánægju af að vera þjónar auðugra sportveiðigæja. Þegar veður hömluðu veiðum, yrðum við að hafa á boð- stólum góða skemmtan handa kúnnunum. Við skulum ekki fara í neinar grafgötur með það hvers karlmennirnir óska sér til dundurs í landlegunum. Þar er auðvitað kvenfólk. Það er tómt mál að tala um túrisma án kvenfólks, engin þjóð hefur náð árangri í túrisma án þess. Þar með er ekki sagt að við þurfum að setja á stöfn opinbert vændi, eins og tíðkast í þessum opinberu túristalöndum, Italíu, Frakklandi, Sviss, Hollandi og Spáni, svo dæmi séu nefnd. Það er ekkert hægara en að skipuleggja pent símavændi, baðhúsavændi og samvinnuvændi, eins og nú tíðkast hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum og meðal engilsaxa. Og svo mikið er álit mitt á íslenzku stúlkunum, að á örskömmum tíma yrði ísland eftirsóttasta túristaland á norðurhveli jarð- ar, og þá þyrftum við engu að kvíða. Og svo langar mig til að minnast á fyrrverandi og einu nýlenduna okkar, Grænland. Alla sína ævi barðist einn gáfaðasti landi okkar fyrir því að við endurheimtum þetta land, vegna þess að hann vissi hvers virði það vár. Það eru til óyggj- andi, þjóðfræðileg rök fyrir því, að Grænland sé okkar eign og hefðu Israelsmenn þótzt góðir, ef krafa þeirra til Palestínu hefði verið reist á jafn- sterkum rökum og krafa okkar til Grænlands. En nú vill svo til, að ekki hefur heyrzt á þetta mál minnzt svo árum skiptir og finnst mér það raunar eini Ijóðurinn á utanríkispólitík Viðreisnar. Það er ekki eina að Grænland sé gífurlega auðugt af málmum (gætum leigt fiskimiðin), sem gæti orðið undirstáða stóriðju, ef ánnað brygðist, heldur líka hitt, að ekki telst sú þjóð þjóð með þjóðum sem ekki örvar þjóðarstolt sitt með landakröfum. Svo er ekki nóg með þetta sem hér að framan segir. Til Grænlands gætum við sent alla okkar verðandi atvinnuleysingja, það pakk sem tekki reyndist nýtilegt sem bankastarfsfólk eða túrista- þjónarar. Tillaga mín er því sú, að þegar svo verð- ur komið, að við þurfum ekki lengur á Bandaríkja- mönnum að halda, sem kaupendum fiskafurða m.m., þá setjum við þeim tvo kosti. Annaðhv.ort hernema þeir Grænland fyrir okkur, eða þá að þeir verða á brott með herinn af fslandi. En ekkert blöskrar mér eins mikið og það, að við skulum ekki geta selt lýsið okkar. Fylgjast þeir sem um það eiga að sjá alls ekki með tíman- um, eða hvað? Þegar Japanir komust í sölukreppu með lýsið sitt hérna um árið, voru þéir ekki lengi að redda sér út úr þeim vanda. Þeir gerðu sér lítið fyrir og bættu lýsið með kynörvandi efnum og síðan er lýsi einhver öruggasti útflutningur þeirra. Væri nú ekki athugandi að athuga þessa leið vegna alls óselda lýsisins okkar? En það verður að ganga mjög vel frá þeim möguleika að lýsið kómist á innlendan markað, það er að segja að ganga vel frá því að lýsið komist ekki á innlend- an markað, ella yrðu þá gjaldeyrisútflutningstekj- ur okkar af skornum skammti. Gjört að Varðbergi 28. dag nóvembermánaðar anno 1968. Hegri Hagræðis

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.