Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 3
Merk tmamót: Rauð æskulýðseining á 8. þingi Æ.5.Í. Tillaga borin upp til samþykktar. 8. þing ÆSÍ var haldið um síðustu helgi, 14.—15. apríl. Rót- tæk öfl voru í mildum meiri- hluta á þinginu. Voru gerðar ályktanir margar og umfangs- mifalar m. a. um herstöðvamálið og baráotuna gegn heimsvaWa- stefnunni, landhelgismálið, hús- næðismál, aukið nemendavald í skólum, trúarbragðajafnrétti (eða niðurlagningu Þjóðkirkjunnar) og mætti svo lengi telja. 12 aðiWarsambönd voru msett til leiks á fyrra degi með 5 full- trúa hvert. Þar var um að ræða Fylkinguna, SUJ, SUF, SUS, Æskulýðsnefndir SFV og AB, SHÍ, SÍNE, LÍM, SÍKN, UMFÍ og INSÍ, alls 60 fulltrúar. Á síð- ara degi bættist í hópinn frítt lið fimm ungra meyja frá Sam- bandi bindindisfélaga í skólum og urðu þingfulltrúar þá alls 65 talsins. Þá barst einnig bréf frá ungtemplurum (ÍUT) um að þeir vildu ekki lengur vera með. í>ess má geta ,að fulltrúar Lands- sambands íslenzkra menntáskóla- nema (LÍM) voru sammála SUS í öllum atk væðagre iðslu m á þinginu. Þótti mörgum sú af- staða skjóta skökku við þá rót- ræku vinstri stefnu, sem mörkuð v#**4«*ÍÖasta-' LÍM-þingi. , Eitt fyrsta mál ið sem kom til afgreiðslu þingsins var um 4. grein laganna en eins og Hún var í lögum ÆSÍ hljóðaði hún þannig: „Samþykktir um flokks- pólitísk málefni eru ekki leyfðar á vettvangi ÆSÍ." Skoðanir manna voru mjög öndverðar um þetta mál, enda þótt nær allir væru óánægðir með þessa grein, eins og hún var. Sjálfstæðismenn- irnir ungu vildu fá samþykkta í staðinn tillögu, sem fól í sér neitunarvald fyrir hvert aðildar- félag og í reynd hvern þingfull- trúa, þannig að þeir gætu vísað frá hverri þeirri tillögu sem þeim þætti „fara í bág við stefnuskrá aðildarfélags". Tillaga Þorsteins Vilhjálmssonar (SÍNE) um að fella 4. greinina hrein- lega út úr lögunum naut stuðn- ings meirihluta þingfulltrúa og um tveggja þriðju greiddra at- kvæða (33:17). Þrátt fyrir þenn- am stóra meirihluta fundar- manna náði þetta ekki fram að ganga þar sem % kjörinna þing- fulltrúa (hvort sem þeir eru við- staddir eða ekki) þarf til Iaga- breytinga. Að ráði varð því að greiða atkvæði svohljóðandi til- lögu: Tillögu sem brýtur í bága við birta stefnuskrá aðildarfélags skal vísað frá, ef viðkomandi að- ildarfélag krefst þess og a. m. k. þriðjungur viðstaddra fundar- manna styður þá kröfu. Fl.jótlega kom til kasta nýju Iaganna, sem voru afgreidd áður en kom að afgreiðslu ályktana og stjórnarkjöri. SUS-fuIltrúar kröfðust frávís- unar á tillögu Sveins R. Hauks- sonar (SHÍ) og Cecils Haralds- sonar (SUJ), þ. e. þann hluta hennar sem fjallaði um NATO og herinn. 57 þingfulltrúar voru viðstaddir þegar tillagan kom til atkvæða. Fráwíwjrr SöSara fékk 'Ttri«1ev*ðfrTI1htpr-^veins og Cecils var síðan samþykkt með margföWum meirihluta atkvæða. Hún hljóðaði þannig: 8. þing ÆSÍ samþykkir eftir- farandi sem höfuðbaráttumál nœsta starfstímabils: 1. Bandaríska NATO-herinn burt af íslandi, Afnám erlendra herstöðva á íslandi. NATO burt af íslandi, ísland úr NATO. 2. Aukinn stuðning íslenzkrar cesku við alþýðu þriðja heirns- ins í . baráttunni gegn arðráni og kúgun heimsvaldastefnunnar. 8. þing ÆSÍ felur stjórn og utanríkisnefnd ÆSI að leggja á- herzlu á þessi baráttumál í starfi sínu og í því sambandi að veita stuðning þeim samtök- um, sem vinna að þessum bar- áttumálum, þ. á m. Samtökum herstöðvaandstceðinga og Víet- namnefndinni á íslandi. Mikill tími fór í umræður um landhelgismálið ogvoru sam- þykktar um það ítarlegar álykt- anir sem Halldór Á. Sigurðsson (SHÍ) la,gði fram (ekki varð þverfótað fyrir löngum greinar- gerðum sem komu rétt á fætur tillagnanna); engan fulltrúa til Haag o. s. frv., en fyrir þessu máli verður gerð grein síðar hér í blaðinu. Þá voru gerðar fjöl- margar ályktanir á sviði félags- mála, um nemendalýðræði, æsku- lýðsmál, mennta- og skólamál. Sérstaka athygli vekur ályktun um húnsæðismál sem Erling Ól- afsson (SHÍ) gerði tillögu um, þar er skorað á „yfirvöld að grípa til róttækra ráðstafana til þess að koma í veg fyrir að fjárplógsmenn noti ■ sér hústiæð- isskort sér til framdráttar og gróða", með bygingu leiguhús- næðis og hvatt er til þess að einstakar stéttir eða hópar ein- (angri sig ekki í þjóðfélaginu, t.d. með byggingarframkvæmd- um, „að ungt fólk hafi meiri samvinnu um þessi mál og leysi þau í sameiningu". Geysimikið starf var unnið á þinginu, og veitti efaki af því, þar sem allur undirbúningur af hálfu stjórnar og undirbúnings- nefndar varðandi hina ýmsu málaflokka var í lágmarki. í undirbúningi þingsins munu SHÍ- og SÍNE-fulltrúar hafa haft samband við Fylkinguna og SUJ auk æskulýðsnefnda AB og SFV nm vinstri samstöðu á þinginu og þá fyrst og fremst varðandi ályktunina um NATO, herinn og heimsvaldastefnuna, svo og stjórnarkjör. Uppstillinganefnd átti langa og' stranga fundi. Upphaflega voru hugmyndir þar víðs fjarri þeim anda sem ríkti á þinginu, en smám saman nálguðust þær hugmyndir vinstri manna um framboð. Tillagan, sem kom frá uppstillinganefnd (Friðgeir Björnsson (SUF) o. fl.) var um fjóra vinstri menn og tvo Heim- dellinga, þ. e. Jón Magnússon (SUS) og Kjartan Gunnarson (LÍM). Á hinn bóginn lagði Jón Ásgeir Sigurðsson (SÍNE) fram lista vinstri manna. Það fram- boð til stjórnar vannst og er stjórn ÆSÍ 1'973—’75 skipuð eftirfarandi mönnum: Gunnlaugur St-eáátvsson (SUJ), form., BaWiur Krist.jánsson (SÍNE), Erling Ólafsson (SHÍ), Hallgrímur Guðmundsson (ÆNSFV) 1 Jónas Sigurðsson (ÆAB), Jón Ragnarsson (INSÍ), Rannveig Haraldsdóttir (Fylfa- ingin). Framboð J. Á. S. o. fl. um formann utanríkisnefndar tapað- ist hins vegar er kosið var á milli Elíasar Snælands Jónssonar (SUF) og Sveins R. Haukssonar (SHÍ), en atkvæðin féllu 26:25. Aftur á móti vannst meirihluti í utanríkisnefndinni (skipuð 3 NATO-andstæðingum) en hún var eftir harða og jafna kosn- ingu skipuð eftirfarandi mönn- um: Cecil Haraldsson (SUJ), Skúli Möller (SUS), Sveinn R. Hauksson (SHÍ), Þorst. Vilhjálmsson (SÍNE), auk formanns, sem er Elías Sn. Jónsson (SUF). Stúdentablaðið mun í næstu blöðum gera grein fyrir þeim samþykktum í málaflokkum, sem ekki verður komizt yfir að birta í þessu blaði. Málin rædd. Nokkur mótatkvæöi. ÁLYKTANIR Æ.S.I. UM LANDHELGISMÁLIÐ Formaður SHÍ talar um hnatt- ræna yfirsýn. 1. Þing Æskulýðssambands Islands, haldið 14.-15. apríl 1973 fagnar útfærslu íslenzku fiskveiðilögsögunnar í 50 sjó- mílur og þeirri viðurkenningu sem útfærslan he.fur hlotið víða um heim. Þingið telur einsýnt að Is- lendingar hafi fullan rétt til allra þeirra aðgerða, sem nauðsynlegar kunna að reyn- ast til að tryggja lífshagsmuni þjóðarinnar, og leggur áherzlu á, að þann dýrmæta rétt til einhliða ákvarðana megi aldrei láta niður falla, né framselja í hendur erlendra aðila. Telur þing ÆSÍ því fráleitt að Is- lendingar láti hvers konar full- trúa sína mæta fyrir Alþóð- lega dómstólnum í Haag þar sem þá er beint eða óbeint viðurkennd lögsaga dómsins um landhelgismálið. Á þessum forsendum hvetur þingið ís- lenzku þjóðina til að standa sem einn maður á rétti sín- um. 2. Þing ÆSl haldið 14.-15. apríl 1973, skorar á Alþingi og ríkisstjórn Islands að efla landhelgisgæzluna svo sem unnt er og hvika hvergi fyrir brezkum og vesturþýzkum lög- brjótum. 3. Þing ÆSl, haldið 14.-15. apríl 1973, tekur af alefli und- ir þá verndunarstefnu í fisk- veiðimálum, sem birtast í frumvarpi því til laga er nú liggur fyrir Alþingi og fjallar utn „veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fisk- veiðilandhelginni“. Telur þing- ið að útávið styrki frumvarp se mþetta mjög aðstöðu Is- lendinga í landhelgismálinu og skorar á Alþingi að samþykkja meginatriði þess fyrir þing- lausnir. I þessu sambandi vill ÆSl benda alvarlega á þann háska fyrir málstað Islendinga, sem því fylgir að fresta af- greiðslu þessa frumvarps til næsta löggjafarþings. Fari svo verða íslendingar búnir að reka einhliða fiskverndunar- stefnu gagnvart útlendingum í 2 ár, án þess að láta þá stefnu taka svo að heitið geti til sjálfra sín. 4. Þing ÆSl, haldið 14.-15. apríl 1973, styður einarðlega öll meginatriði ályktunar Al- þingis „um samstarf Islend- inga, Norðmanna og Færey- inga að fiskveiðum og fisk- sölu“. Þing ÆSt skorar því á „rík- isstjórnina að beita sér fyrir viðræðum milli Islendinga, Norðmanna og Færeyinga um samstarf þessara þjóða að skynsamlegri hagnýtingu fiski- miðanna á Norðaustur-Atlanz- hafi, verndun fiskistofna og að fisksölumálum“. Hiklaust og vandlega verði athugað með hvaða hætti Grænlendingar, og jafnvel Skotar og íbúar Ný- fundnalands, geti orðið aðilar að slíku samstarfi. Þingið leggur megináherzlu á þá jákvæðu þýðingu, sem Fraohald á 11. síðu. STÚDENTABLAÐIÐ — 3

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.