Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 12
Til lesenda Þeir lesendur# sem ekki hafa fengið blaðið sent heim reglulega að undanförnu# eru vin- samlega beðnir að láta skrifstofu stúdenta- ráðs vita. Síminn er 15959. Gj af apr ógramm og f erðamál rætt við Skúla Thoroddsen, framkvæmdastióra FS — A undanförnum mánuöum og þá sér f lagi fyrir kosningar til Stádentaráös, var mikiö rætt um óreiöu f bókhaldi FS af íhalds- stúdentum i Ht. Hvaö segir þú um þessa ófrægingarherferö fhalds- ins? — Meðóreiðutalinuhygg ég,að Vaka hafi ætlað að koma meö kosningamál, sem þeir svo ekki gátu rökstutt þegar til kastanna kom. Þeir vissu sem var, að árs- uppgjör fyrir 1977 og 1978 lá ekki fyrir, og gripu i þetta hálmstrá i þeirri von aö geta klekkt á vinstrimeirihlutanum. En eins og I ljós kom og var staöfest af Stef- áni Svavarssyni á fundinum um FSfyrir kosningar, þáfólstþetta i breytingum á bókhaldskerfi. Það kom I ljós um siðir, að enginn að- ili innan Reiknistofiiunar Háskól- ans kunni á vinnslu bókhaldskerf- is þess sem fólst i gjafapró- grammi IBM, nema Þorvaldur Baldursson, sem skipulagöi tölvuvinnslu bókhaldsins i upp- hafi, en hætti siöan hjá Reikni- stofnun. Segja má, að FS hafi ekki brugðið nægilega skjótt viö vegna þessara mannaskipta, en búast hefði mátt við að Reiknistofnun útvegaöi annan mann i staðinn. Er loksins var gengið i þetta bók- haldsverk, kom i ljós að þetta gjafaprógramm IBM var mein- gallað, enda sýndi sig, að þegar hætt var aö skipta við Reikni- stofnun H1 og reikningar ársins 1977 unnir upp aö öllu leyti, tók 3 vikur að ganga frá vinnslu bók- halds til endanlegs undirbúnings ársreikninga. Gerter ráðfyrir að ársreikningar fyrir 1978 liggi fyrireigisi"ðar enum miðjanmai. Vegna þess, að hægt hefur verið að ganga frá þessu á svo stuttum tima, sé tekið miö af eölilegri tölvuvinnslu, er ljóst, að ekki var um neina bókhaldsóreiðu að ræöa. Allir reikningar stofnunar- innar eru lika færöir daglega á mjög nákvæman og skipulags- bundinn hátt. Ef einhverjir vilja kalla það óreiöu aö menn átti sig ekki strax á vanköntum nýs kerf- is — þá þeir um það. — Hver er staöa stofnunarinn- ar i dag? — Rekstur FS hefur gengið mjög vel frá áramótum. Hagnað- ur hefur veriö af rekstriallra ein- inga fyrir utan mötuneyti og aö sjálfsögöu Gamla Garð. Hvað eftir annaö hefur orðið aö feila niður leigu vegna ástands hússins og viðgerða ástaðnum. Auk þess eru gjaldfallnar afborganir, vext- ir og visitöluálag af lánum vegna Hjónagarða 27 milljónir króna, ó- greiddar, þó tekist hafi um sinn að koma i veg fyrir lögmæt upp- boð á Hjónagörðum. Þá hefur FS loks fengið staðfest að ekki beri að greiöa fasteignaskatta af Stúdenta görðunum. — Fyrr I vetur var skipuö nefnd af menntamálaráöherra, er leggja skyldi drög aö rekstrar- grundveDi FS. Hvaöer titt af puöi nefndarinnar? — Ljóster, að rlkisstjórnin hef- ur bæði skilning og vilja til að leysa rekstrarvandamál FS I framtiðinni. Nefnd sú, er Ragnar Arnalds skipaöi, hefur sett sér það markmiö að skila áliti fyrir 20. maí, þannig aö hægt sé að fryggja fjárhagslegar þarfir FS viðfjárlagagerö þessa árs. Engin ástæða er til að ætla annað en að máliö veröi tekið föstum tökum og aö FS geti I framtiöinni sinnt hlutverki sinu lögum samkvæmt. Skúli Thoroddsen ,,Það mælti mín móðir” — Nýlega var gefinn út lltill bæklingur um feröamál stúdenta og samvinnu FS viö Alþýöuorlof þar sem lýst var þeim möguleik- um sem námsmönnum stæöu nú opnir. Hvernig er þessu samstarfi háttaö? — Það er enn á byrjunarstigi og ekki farið að reyna á það. Ver- ið er að opna möguleika á sviði feröamála sem hafa verið fyrir hendi I áratugi, en hafa legið ó- nýttir. Það að FS tekur málið upp þýðir I raun að hægt sé að sam- stilla krafta íslensku náms- mannahreyfingarinnar og SINE. Veriö er að safna öllu saman i einn stað. Auk þess vonumst við til að námsmannahreyfingin geti út frá ákveðnum fastapunkti unn- ið að lausn fargjaldamála, með stuöningi verkalýös- og sam- vinnuhreyfingarinnar. — Hvernig er fargjaidamálun- um háttaö I augnablikinu? — Fargjöld á flugleiöinni Is- Íand-Skandinavla, eru ein dýr- ustu flugfargjöld sem um getur og þvl er það þýðingarmikið hagsmunamál þeirra náms- manna er verða aö stunda nám sitt erlendis, aö flugfargjöld verði lækkuö allverulega. Vitaö er að sætanýting Flugleiða er ekki al- gjör á þeim árstima er menn fara til náms eða koma heim i orlof. Þvi er það kappsmál, að fá náms- mannaafslátt lækkaðan verulega frá þvi sem nú er. Þaðer sorglegt til þess að vita, að námsmenn erlendis þurfi að eyða stórum hluta námslána sinna i fargjöld, til þess að kom- ast til náms eriendis, sem hlýtur að vera þjóöfélaginu hagkvæmt. 1 dag gildir 25% námsmannaaf- sláttur til viöbótar almennum sérfargjöldum, ef um þau er að ræða. Benda má á. aö hin háú fa rgjöld eru veruleg hindrun I vegi erlendra námsmanna er hug hafa á að leggja leiö sfiia til ís- lands. Þá hindra þau felenska námsmenn I þvi að fara út fyrir landsteinana. Þess vegna mætti hugsa sér þann möguleika að komiðverði á fót, i samvinnu viö islenska aðila á sviði flugmála, reglubundnum námsmannaleigu- flugum, t.d. viku- eða hálfsmán- aðarlega I júll-ágúst. Það er vissa mín og ég byggi hana á þeim undirtektum sem þessar hug- myndir hafa fengiö jafnt hér heima og erlendis, að fullbókað yrði I sllkar ferðir. Þar væri um að ræða námsmennogannaö ungt fólk, sem ella færi hvergi. — Astand og horfur almennt? — Hvað snertir ferðamálin, þá bind ég miklar vonir við að innan þriggja ára fáist viðunandilausn I ferða- og fargjaldamálum náms- manna. Stofnunin sjálf, þarf aö gera stórátak — það vantar t.a.m. Ibúðir á Hjónagörðum fyrir 120 fjölskyldur. Þaðvantar Stúdenta- garða fyrir a.m.k. 200 manns og þó slikt húsnæði kæmist upp þá værum við langt frá þvl marki sem var er Gamli Garður var byggður, þ.e. að 25% stúdenta ættu kost á Garðvist. Dagvistarmálin eru öll I mol- um. Við höfum orðið að mismuna námsmönnum eftir þvi hvar þeir hafa lögheimili, þar sem sveitar- félög eins ogt.d. Sauðárkrókur og Isafjörður, svo nefnd séu dæmi um stærri sveitarfélög, hafa neit- að að taka þátt i kostnaði við rekstur dagheimilisplássa. Þrátt fyrir þetta, er ég bjart- sýnn á að sú þýðingarmikla þjón- ustustoftiun sem FS er, vaxi veru- lega á komandi árum, með bætt- um rekstraraðferðum og skiln- ingi stjórnvalda og allra stjórn- málaflokka, á nauösyn þessarar stofnunar og þjóðhagslegri hag- kvæmni hennar. Einar Már Guðmundsson: Hrekkjalómar hrekkjalómarnir í hverfinu með hálfmána undir augunum og hárið einsog stráhatta í vindinum eru að gera bjölluat hjá gömlum kellingum sem hanga yfir blöðunum einsog elskendum og dást að sólskinsbörnum með kornfleksbros á vörunum en grípa svo til símanna og kvarta við vestræna samvinnu yfir rófustuldi úr görðunum (1) en brátt verða þeir ungu mennirnir sem óska eftir herbergjum og segjast aldrei hafa haft nein kynni af vandræðaunglingum löngu búnir að gleyma er þeir stálu vindlingum og frónkexi úr verslunum hringdu kirkjuklukkum í myrkrinu rispuðu með túkalli málningu af bílunum og gerðu bjölluat hjá gömlum kellingum. 1: hér á höf. llklega viö að sami maður (mig minnir Magnús Þórðarson) réð þessum firmum, vestrænni sam- vinnu og velvakanda, en þar var ekki svo óalgengt að kvartað væri yfir óknyttum ungiinga. Öfgamenn í fararbroddi? Fimmtudaginn 15. mars birtist i Morgunblaöinu fimm dáika grein undir fyrirsögninni: „Öfga- menn Fylkingarinnar I farar- broddi”. Tilefni greinarinnar voru kosningar til Stúdentaráðs Háskóla islands, sem fram fóru þennan sama dag og var höfund- ur hennar Auðunn Svavar Sigurðsson, fyrsti maður á lista Vöku, félags hægrimanna. Greinin fjallaði aðallega um tvö hugtök, sem hægrimönnum eru mjög hugstæð um þessar mundir, þ.e. frjálshyggju og alræðis- hyggju. Fór höfundur þar troðnar slóðir og er þvi ekki ástæða til að ræða það sérstaklega hér. Hins vegar langar okkur til að fara nokkrum orðum um slðasta hluta greinarinnar, en þar brá fyrir heldur frumlegri dráttum. Þar fjallaði Auðunn um stúdentapólitlkina. Harmaði hann hnignandi gengi Vöku, en hún hefur tapað öllum kosningum I Ht siöastliðin 7 ár. Hlýtur það að teljast harla undarlegt, þegar það er haft i huga skv. Auöunni, að Vaka hafði allan timann frjáls- hyggjuna aö vopni, en vinstrimenn aðeins alræðishyggj- una. Að mati hans er vinstri- meirihlutinn I höndum Fylk- ingarinnar. Ogekki nóg meðþað, heldur er Fylkingin meö meiri- hluta I stjórn SHI. Þetta hljómaði vissulega vel I eyrum Fylkingar- manna, en Fylkingin á ekki nema nokkra fulltrúa I Stúdentaráði, sem telur 30 manns, 2 af 6 mönn- um I stjórn SHl. Það fer varla milli mála að Sjálfstæðisflokkur- inn er þar fjölmennari. Ólýðræðislegar að- ferðir? Þessar ýkjur um áhrif Fylk- ingarinnar hefðu verið frekar meinalausar ef Auöunn heföi ekki fullyrt leynt og ljóst aö þeim hafi hún náð með ólýðræðislegum aö- ferðum. Nefndi hann háskólasellu Fylkingarinnar til vitnis þar um. Þar er kunnara en frá þurfi að segja, hve mjög hægrimönnum er I nöp við allar sellur, ööru nafni grunneiningar og selluskipulag 1 stjórnmálasamtökum. 1 Fylking- unni eru allir félagsmenn 15 — 10 manna sellum og er þeim skylt að mæta reglulega á fundi I þeim, annars missa þeir atkvæðisrétt sinn. Þetta er til þess gert að I samtökunum rlkti virkt lýðræði, þ.e. lýöræði sem byggist á þekk- „Þessar ýkjur um áhrif Fylkingarinnar hefðu veriö frekar meinalaus- ar, ef Auðunn hefði ekki fullyrt leynt og ljóst, að þeim hafi hún náð með ólýðræðislegum aðferðum”. ingu og þátttöku allra félags- manna. Stóru stjórnmála- flokkarnir hafa engan áhuga á sliku lýöræði. Þeir vilja aöeins fá kross á réttum stað á kjörseðlin- um á f jögurra ára fresti, aö öðru leyti á almenningur að fylgjast með I gegnum sjónvarp og blöð. Lyðræðfeást þessara flokka kem- ur vel I ljós þegar teknar eru meiri háttar pólitlskar ákvarðan- ir. I grein sinni virtist Auðunn Svavar lita á það sem brot á lýð- ræðisreglum af hálfu Fylkingar- innar, að heyja „skipulega og markvissa baráttu”, fyrir skoð- unum sinum innan Háskólans. Hann reyndi ekki aö rökstyðja mál sitt frekar, enda var óhægt um vik. Það mælir ekkert gegn þvi að skoöanahópar innan stúdentahreyfingarinnar skipu- leggi sig. Það er þvert á móti æskilegt, þvlaö þá eru meiri likur á að hinn almenni stúdent hafi veður af þeim. Hins vegar for- dæmum við allt laumuspil og pukur á þessu sviði, eins og það er fram hefur komið i samskiptum Vöku og Sjálfstæðisflokksins. Fylkingarfélagar i Ht Umsóknarfrestur tíl 1. júni Frestur til að sækja um stöðu ritstjóra viSStúdentablaðið hefur verið framlengdur til 1. júni. Stjórn SHl

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.