Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 50
34 24. september 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is > ENRON VERÐUR KVIKMYND Kvikmyndaframleiðandinn Laura Ziskin hefur tryggt sér kvik- myndaréttinn að leik- riti um ris og fall orkurisans Enron eftir Lucy Prebb- le. Þegar er uppselt á allar sýningar í leik- húsinu Royal Court í London þar sem verkið verður frum- sýnt en það verður einnig sett upp á Broadway. Úrvalið sem kvikmyndaþyrstum kvikmyndahúsagestum býðst um helgina er nokkuð fjölbreytt. Þeir allra yngstu ættu að finna sitthvað við sitt hæfi því ofur- stjarnan Algjör Sveppi mætir til leiks í sinni fyrstu kvik- mynd; Algjör Sveppi og leitin að Villa. Eins og nafnið gefur til kynna kemur eitthvað fyrir besta vin Sveppa, Villa, og hann ákveður að hafa uppi á honum ásamt nokkrum góðum hjálparhellum. Sverr- ir Þór og Vilhelm Anton Jóns- son leika aðalhlutverkin ásamt Ingó Veðurguði og Ragnhildi Steinunni. Til að gera góða kvik- myndahelgi aðeins betri fyrir smá- fólkið má einnig benda á frumsýningu Bion- icle-teiknimyndarinnar. Þeir sem aðeins eldri eru ættu ekki heldur að þurfa að kvíða helginni. Táningsdrengir eiga eflaust eftir að flykkjast á Jenni- fer‘s Body þar sem Megan Fox er í aðalhlutverki en hún er eflaust einhver þekktasta leikkonan meðal ungu kynslóðarinn- ar um þessar mundir. Hinir aðeins fágaðri og eldri geta skellt sér á Funny People þar sem leikstjóri The 40 Year Old Virgin, Judd Apatow, situr við stjórnvölinn. Aðal- leikarar eru Adam Sandler, Eric Bana og Seth Rogen. Sveppi og Megan Fox mæta til leiks FJÖLBREYTT ÚRVAL Öll fjölskyldan ætti að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi í kvikmynda- húsum borgarinnar; unglingurinn getur séð Jennifer‘s Body með Megan Fox, smáfólkið Algjöran Sveppa en fullorðna fólkið gætt sér á poppkorni yfir Funny People. Mennirnir sem eiga peningana virðast hafa tröllatrú á að sann- kallað Sherlock Holmes-æði muni ganga yfir heiminn þegar kvik- mynd Guys Ritchie um þennan breska leynilögreglumann verður frumsýnd um jólin. Í það minnsta er sterkur orðrómur á kreiki í Hollywood um að þegar sé byrjað að undirbúa kvikmynd númer tvö um þessa þekktustu persónu Art- hurs Conans Doyle. Handritshöf- undar sitji nú sveittir við skrift- ir og að menn ætli sér að hamra járnið á meðan það er heitt. Frá þessu grein- ir kvikmyndatímaritið Empire. Fram kom í fjölmiðl- um fyrir skemmstu að flogið hefði verið með Brad Pitt til Lund- úna og að hann hefði brugðið sér í hlut- verk prófessors Moriartys, sem er erkióvinur Sherlocks Hol- mes, í nokkr- u m senu m . H i ns vega r bendir allt til að þær tökur verði hreinlega ekkert notaðar í mynd- inni. Og því verði einfaldlega ráðist í gerð Sherlock Hol- mes 2. Þetta þykir auðvitað nokkuð djarft af fram- leiðendum kvik- myndarinnar þar sem Guy þykir ákaflega mistæk- ur leikstjóri eins og dæmin sanna. Sem betur fer er fyrrverandi eiginkonan Mad- onna víðs fjarri og Robert Dow- ney Jr. leikur aðalhlutverkið. Þannig að í raun ætti þetta að vera nokkuð örugg gullnáma. Holmes 2 í vinnslu ERKIÓVINIR Robert Downey Jr. og Brad Pitt verða væntan- lega erkióvinir þegar og ef Holmes 2 verður gerð. Downey verður Sherlock en Pitt prófessor Moriarty. Miklar vonir eru bundnar við gaman- myndina The Other Guys sem skartar grínkónginum Will Ferrell og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum. Leik- stjóri er Adam McKay en þeir Fer- rell og McKay gerðu saman Anchor Man og Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby. Sem báðar kitluðu hláturtaugarnar svo um munaði. The Other Guys segir frá tveimur frekar mislukkuðum lögreglu- mönnum sem fá óvænt tækifæri til að feta í fót- spor hetjanna sinna þegar eitthvað skelfilegt kemur fyrir. Illmennið verður leikið af breska gaman- leikaranum Steve Coogan en meðal annarra leikara má nefna Evu Mendez og Michael Keaton. Ekki er hægt að segja að væntingarn- ar hafi eitthvað dvínað í gær þegar til- kynnt var að Dwayne „The Rock“ John- son og Samuel L. Jackson hefðu bæst í hópinn. Þeir munu að sjálfsögðu leika ofurlöggurnar sem Wahlberg og Fer- rell reyna að herma eftir. Tökur eru hafnar en ráðgert er að myndin verði frumsýnd eftir tæpt ár eða í byrjun september 2010. Forvitnileg viðbót við Ferrell-mynd SKEMMTILEGUR LEIKARAHÓPUR Samuel L. Jackson, Mark Wahlberg, Will Ferrell og Michael Keaton auk Steves Coogan og Evu Mendez leika aðalhlutverkin í nýrri gamanmynd sem heitir The Other Guys. Þriðja kvikmynd banda- ríska leikstjórans Judds Apatow, Funny People, verður frumsýnd á morgun. Í símaviðtali við Fréttablað- ið segir hann að jafnvel al- varlegustu augnablik lífsins séu fyndin. Judd Apatow sló í gegn með sinni fyrstu mynd, The 40 Year Old Virg- in og fylgdi henni vel á eftir með Knocked Up. Hann er í dag einn áhrifamesti leikstjóri og framleið- andi gamanmynda í Hollywood en í Funny People kveður við alvar- legri tón, þótt grínið sé aldrei fjarri. Myndin fjallar um vinsælan leik- ara og uppistandara (Adam Sand- ler) sem þykir full sjálfselskur og upptekinn af frægðinni. Eftir að hann kemst að því að hann er hald- inn banvænum sjúkdómi kynnist hann ungum og upprennandi grín- ista (Seth Rogen) og býðst til að ger- ast aðstoðarmaður hans. Fyndin en alvarleg mynd „Mig langaði að gera mynd um alvarlegt viðfangsefni þar sem atburðir gerast hjá náunga sem horfir á lífið með gamansömum augum, fyndna mynd um viðfangs- efni sem er vanalega ekki mjög fyndið,“ segir Apatow. Hann vill ekki meina að það sé erf- iðara að semja dramatísk atriði heldur en fyndin. „Jafnvel alvar- legustu augnablik lífsins eru fynd- in. Mér finnst vera þunn lína á milli gríns og dramatíkur, að minnst kosti í mínu lífi. Ég hugsa aðallega um að semja eitthvað sem kemur frá hjartanu, þannig að ef ég sem bara um eitthvað sem er satt og rétt þá kemur það oftast út á fyndinn hátt.“ Slapp með skrekkinn í skjálfta Aðalpersóna Funny People kemst afar nálægt dauðanum í myndinni. Apatow slapp sjálfur með skrekk- inn þegar stór jarðskjálfti gekk yfir Kaliforníu árið 1993. „Ég hafði nýkeypt mér hús en ég flutti ekki strax inn í það því ég vildi mála það fyrst. Eftir jarðskjálftann skoðaði ég húsið og sá að þakið yfir svefn- herberginu hafði hrunið og múr- steinar voru úti um allt,“ segir hann. „Ég hefði örugg- lega dáið ef ég hefði verið þarna þessa nótt. Ég kunni betur að meta lífið eftir að þetta gerðist, en bara í svona fjóra daga á eftir,“ segir hann og hlær. „Ég hef áhuga á fólki sem lærir lexíu en lætur lærdóm- inn síðan fjara út, einfaldlega vegna þess að það er auðveldara að lifa líf- inu þannig. Það er að hluta til það sama og myndin gerir. Hún sýnir einhvern fara í gegnum reynsluna við að veikjast, fá síðan heilsuna á nýjan leik og vita ekki hvernig hann á að vinna úr því. Hann áttar sig ekki á því hver forgangsatrið- in eiga að vera því að jafnvel þótt þú læknist af sjúkdómi ertu allt- af jafnklikkaður og áður. Þetta er mikil áskorun fyrir fólk og maður sér ekki oft fjallað um þetta í bíó- myndum. Venjulega í myndum þá er náunginn leiðinlegur, veikist og verður síðan dýrlingur en hlutirnir eru bara flóknari en svo.“ Sandler kom á óvart Adam Sandler, sem fer með aðal- hlutverkið, hefur framleitt og samið handritið að mörgum vinsælum myndum. Apatow er ánægður með hversu mikill fagmaður hann var. „Hann sagðist í byrjun ætla að leggja sjálfan sig í mínar hendur og láta mig um þetta. Hann stóð við lof- orðið og það kom mér mjög á óvart. Við höfum verið vinir í tuttugu ár en ég hef aldrei unnið svona náið með honum. Mér fannst flott hversu þroskaður hann er orðinn.“ Vill heimsækja Ísland Apatow er kvæntur einni af aðal- leikkonum myndarinnar, Leslie Mann. Samt virðast hjónabönd ekki vera hátt skrifuð í myndum hans og hann hefur skýringu á því. „Ég myndi ekki borga fyrir að sjá bíómynd um tryggt hjónaband. Það kemur ekkert grín út úr hamingju- sömum aðstæðum heldur miklu frekar úr vandamálum. Fólk spyr mig af hverju persónurnar í mynd- unum mínu séu vanþroskaðar karl- rembur. Ég vil sýna fólk í kring- umstæðum þar sem það veit ekki hvernig það á að haga sér. Venju- legt fólk er bara ekki skemmtilegt í bíómyndum.“ Spurður hvort hann hefði ein- hvern tímann áhuga á að heim- sækja Ísland hafði Apatow þetta að segja: „Ég hefði mjög gaman af því að koma til Íslands. Ég hef beðið lengi eftir þessu boði,“ segir hann hress. „Eitt það skemmtilegasta við að gera svona myndir er að maður getur ferðast um heiminn og og kynnt myndir í mismunandi lönd- um. Ef það er einhver kvikmynda- hátíð þarna sem þarf á ræðumanni að halda er ég til.“ freyr@frettabladid.is Stutt á milli gríns og drama JUDD APATOW Bandaríski leikstjórinn hefur sent frá sér myndina Funny People. FRAMLEIÐANDINN APATOW: Funny People (2009) Year One (2009) Pineapple Express (2008) Step Brothers (2008) Forgetting Sarah Marshall (2008) Knocked Up (2007) Superbad (2007) Talladega Nights (2006) The 40 Year Old Virgin (2005) Anchorman (2004) JONAH HILL PAUL RUDD SETH ROGENLESLIE MANN JASON SEGEL WILL FERRELL APATOW-GENGIÐ Judd Apatow er mjög gjarn á að nota sama fólkið aftur og aftur í myndum sínum. Svo sem ekki skrítið þar sem hann og gengi hans hefur vart stigið feilspor hingað til. Seth Rogen á metið, hann tengist ellefu myndum Apatows.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.