Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1932, Blaðsíða 9

Fálkinn - 08.10.1932, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 Útlend skemtiferðaskip, sem koma til Kína verða þess fljótt vör hve neyðin er afarmikil í landinu. Undir eins og skipið er lagst þyrpast bátar að, ekki til þess að skoða skipið heldur til þess að sníkja. Hefir fólkið langar stengur með einslmnar háfum á, til þess að renna upp að skipinu og taka á móti gjöfum þeim, sem farþegarnir láta af hendi rakna. Þessi maður hefir verið að leika listir sínar í skýjakljúfagötun- um í New York. Lafir hann á fótunum á stöng út um glugga í 10. liæð, fjötraður á höndunum og leysir af sjer fjötrana í þess- um stellingum og kemst loks inn um gluggann. Hringjarinn í elstu kirkjunni í Wittenberg er 72 ára gömul kona og hefir liún gegnt starf- inu í H ár. Það er luítt upp í turninn og konan orðin farin, svo að nú liefst hún við í turn- inum dag og nótt en matinn dregur hún upp til sín í körfu, Hjer á myndinni að ofan sjást tvær merkilegar flugvjelar, sem hvarvetna þar sem þær hafa verið sýndar hafa vakið einna mesta athygli allra vjela. Sú efri er ensk vjel, sem í vor hóf áætlunarferðir milli London og París og er stærsta farþega- flugvjel í lieimi, að DOX frátalinni, en hin neðri er endurbætt útgáfa af „mylluhjólsvjel“ Spánverjans Cierva. ^auaJix^ira. Myndin er af Inuki, japanska forsætisráðherranum, sem drep- inn var í vor sem leið, vegna þess að hann vildi kömast hjá ófriði við Kínverja. Hann var mjög kunnur stjórnmálamaður og m. a. var hann löngum sendi- herra Japana í vesturlöndum á fyrri tíð. Umferðin um Waterloobrúna í London er svo mikíl, að þar aka að jafnaði þrír vagnar samhliða hvora leið, og er brúin því svo breið, að þar komast fyrir sex vagnar samhliða.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.