Fálkinn


Fálkinn - 01.09.1934, Blaðsíða 5

Fálkinn - 01.09.1934, Blaðsíða 5
F Á L K I N N í> Jarðarför Hindenburgs i Tanncnberg. Á ræðustólnum er Adofl Hitler. Hann gerði þannig g'rein fyrir afstöðn sinni í brjefi úr her- stjórnarbúðunum. „Hamingu- samleg úrslit nýrra vopnavið- skifta eru mjög tvísýn, en sem hermaður verð jeg fremur að kjósa heiðarlega tortímingu en smánarlegan frið“. Þegar nýja stjóriiin liafði tek- ið friðarkostunum skilyrðis- laust, baðst Hinderburg lausnar. Áður liafði hann skrifað tvö brjef í tilefni af kröfu banda- manna um, að keisarinn yrði framseldur dómstóli banda- manna. Yar annað til Eberts for- seta og þar benti hann á, að Paul von Beneckendorff und von Ilindenberg bæri ábyrgð á öllum þeim athöfnum hersins, sem gerst höfðu eftir 29. ágúst 1916. Hitt var til Fochs mar- skálks, og í því tilkynti hann, að hanú skyldi persónulega ganga á vald bandamönnum í stað hins „æðsta lierstjóra" keisarans. Enn á ný hvarf hann til Hannover og enn hjelt hann að hann ætti að lifa síðustu ár æfi sinnar í næði. Á þeim árum var margt brallað í Þýskalandi, en Hindenburg haí ði sínar dyr lok- aðar. Og' ennþá einu sinni kallaði Þýskaland á han'n. Það var vorið 1925. Ebert for- seti var dáinn og íhaldsflokk- arnir gátu ekki orðið sammála um hvern þeir skyldu hafa í kjöri — og svo tilnefndu þeir Hindenburg. Hann var þá 77 ára og jafnaðarmenn rjeðust mjög geist á hann. Hann væri gamall og sljór fauskur og hugs aði um það eitt að varðveita keisaraættinni sess í Þýska- landi. Ekkert vit hefði hann á stjórnmálum og heiðurinn af lierstjórnini væri alls ekki hans heldur Ludendorfs. Hindenburg var kosinn og vann síðan eið að lýðveldis- stjómarskránni. Hann sat nú að vísu með öðru móti — á sama stól og keisari hans hafði setið á. Þetta var sami maður- inn, sem 1919 hafði beðist lausn ai með því fororði, að sam- kvæmt skoðun sinni og eðli teldist hann til „þess liðna“. Það hlaut að liafa orðið breyt- ing, sálfræðileg þróun, hjá þessum hershöfðingja og junk- ara á árunum 1919—1925. Yafa- laust var liann keisara sinni, en vafalaust skildi hann líka, að ekki var unt að endurreisa Þýslcaland sem keisaradæmi. Hann elskaði ekki Vilhelm keisara, bar enga virðingu fyrir honum sem manni. Liklega hef- ir hann fundið leiðina til hins nýja í þeirri skoðun, að lieill ættjarðarinnar yrði að ráða öll- um gjörðum þjóðhöfðingjans. og þessvegna væri hann trúr sinni gömlu skoðun ef hann ynni að heill ættjarðarinnar. Þessvegna rjetti liann Eberts söðlasmið höndina 1918, þó mikið djúp væri staðfest í skoð- unum þeirra á milli. Hindenburg var alúðlegur, máske beldur um of skrafsam- ur maður þegar bann sat yfir borðum eða við glas af rínar- víni, en gagnvart því, sem bann taldi skyldu sína var hann her- maðurinn. Bókmentaleg áhuga- mál hafði hann engin — bóka- hillur hans voru fullar af skræð um um hermenskulist, en hann las aldrei skáldsögu, kærði sig kollóttan um músik eða list. Einasti uppljettirinn frá skvldu- störfunum var honum sá, að dunda í garðinum í Wilhelms- strasse, þar sem hann hafði viðað að sér ýmsum sjaldgæf- um blómum, eða fara á veiðar í Neudeck. Hann vann forseta- störf sín af mikilli skyldurækni, las útlend blöð, tók á móti gest- um og var jafn alúðlegur við alla. Állur heimurinn kannað- ist við bolabíts-andlitið á hon- um. Breitt með djúpum rákum niður að munnvikunum, mikið yfirskegg, sem virtist langa til að hanga en rjetti sig svo við upp i tvo endaodda, þunga poka undir augunum, breiða höku og flatan hnakka, sem studdist uppi af gildum nauts- svira með fellingunum stand- andi út af frakkakraganum. Lýðræðisflokkarnir kölluðu hann ófarnaðar-forsetann og af erlendum þjóðum voru það einkum Frakkar, sem höfðu ill- Frh. á bls. 13. Mynd úr St. Petri-kirkjunni í Khöfn er minningarathöfn um Hind- Kisla Ilindenburgs á leið til Tannenberg. Iíún er sveipuð í þýska enburg var haldin þar. víkisfánann og á kistunni er hjáhnur Hindenburgs og sverð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.