Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1934, Blaðsíða 11

Fálkinn - 29.09.1934, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 VMGSVU LES&HbURHIR Byggingariist bíflugnanna. Bíflugnarækt er engin hjer á landi og þvi vitiö þið næsta lítið um þessi merkilegu smádýr, sern hafa svo einkennilegt skipulag á starfi sínu, að þau hafa fyrir löngu vakið eftirtekt manna fyrir það, að sínu leyti eins og maurarnir. Víða erlendis er bíflugnarækt arð- vænleg tekjugrein og bíflugan einskonar húsdýr, og þvi er eðli- legt að erlend börn viti meira um bíflugurnar en þið. Um þetta leyti á haustin setjast bíflugurnar í helgan stein, eftir að hafa búið sig undir veturinn i alt sumar. Nú setjast þær í helgan stein á vaxtöflurnar í búinu sínu og liggja þar í dvala i allan vetur. En þegar fer að vora og sólar- gangurinn hækkar, snjórinn hverf- ur og það fer að koma blómduft á blómin, sem fyrst koma til á vorin, fer allur hópurinn á kreik og fyllir loftið af suði. Nú fer að verða hægt að safna á ný hunangi og blómidufti í stað þess, sem gengið er til þurðar. Þær hafa verið þyrstar bíflugurnar, upp á siðkastið, en nú geta þær svalað þorstanum í pyttum og með dagg- ardropum. Drotningin, sem að eins einu sinni á æfinni fer út úr búinu — nefnilega á brúðkaups- daginn sinn — finnur á sjer að nú eru betri tímar i nánd og að innan skamms verður farið að færa henni nýja uppskeru úr ’ blóm- knöppunum sem eru að springa úl. Og hún fer að herða sig að fjölga „mannkyninu“ i búinu og verpir alt að 3000 eggjum á dag Það veitir ekki af, ef erfingjarnir eiga að vera vinnul'ærir i tæka tíð, því að það líða þrjár vikur frá því að eggið hefir tekið öllum þeiiu myndbreytingum, sem því eru á- skapaðar og er orðið að vinnu- færri flugu. Nú opnar bíflugnaræklarmaður- inn búið og lítur eftir hvernig þjónum hans þar liefir vegnað um veturinn. Hann lyftir varlega vax- plötu út úr búinu, lætur sólina skína inn í sexstrendu vistabúrin, sem nú eru orðin tóm, og sjer sjer til mikillar ánægju smáa hvíta depla, sem sýna að drotningin er farin að verpa í óða önn. Hann skoðar með athygli „klefagarðinn“ hjá litlu byggingameisturunum, þar sem klefi stendur við klefa, allir skeyttir saman með hinni undra- verðustu nákvæmni. Vísindamenn hafa sannað, að ef mennirnir ætlu að smíða svona sambyggingar eins og þessar, þá mundi verða hag- vænlegast að hafa einmitt sama J'yrirkomulagið og biflugurnar nota. Aðdáendur bíflugnanna vilja halda því fram, að þetta stafi af afbragðs gáfum hjá bíflugunum, en ætli þetta sje ekki fremur að þakka eðlishvöt- inni? Eðlishvötin og ósjálfráð notk- un náttiirulögmálsins hafa í sam- einingu skapað þennan ágæta ár- angur. Á næstu mynd sjáum við kleí- ana í sinni upprunalegu hring- mynd, eins og biflugurnar gera þa fyrst úr vaxinu, sem þrýstist út a milli hringjanna á búk þeirra. En hvernig kemur þá fram þessi sex- hyrningsmynd, sem er svo ein- kennileg fyrir bíflugnabúin? Það sjest á þessari mynd, hvern- ig flugurnar starfa saman í hópum, og hver fyrir sig niðar fram og aftur i sínum klefa til þess að hola liana að innan og fága veggina. Þær viiina þarna allar samtímis og vaxið gefur eftir, veggur þrýstist að vegg og sexhyrningurinn mynd- ast. Þetta að lclefinn verður sex- hyrndur er blátt áfram afleiðing lögmálsins um þrýsting og gagn- þrýsting og þessvegna hefir mað- ur borið oflof á bíflugurnar, ef maður heldur því fram, að þær hafi fundið upp þetta lag af hyggjuviti sínu, en hinu getur maður ekki neitað, að þær hafa vit á að hafa klefana mismunandi stóra eftir þvi livort þeir eiga að hýsa drotningar, karlflugur eða vinnuflugur. — Loks ætla jeg að segja þjer frá reglum, sem börnum eru sett, þar sem bíflugnabú eru: Gaktu aldrei beint fyrir framan opið, sem flugurnar fara um, út og inn i búið. Gaktu hægt og stilt nálægt búinu en gerðu engar snöggar hreifingar, þá gera biflugurnar þjer ekki neitl. En annars getur farið illa fyrir þjer. Það þykir ekki gott þegar bí- flugur stinga mann, því að maður bólgnar þá stundum illilega og klæj- Sjáið hve hreina VIM gerir málninonna. Langar yður til að heimili yðar ljómi af þrifnaði? Vim gefur þenn- an ljóma af því að það hefir sjer- stök gæði, sem kölluð eru „tví- virku áhrifin“. Vim er þannig það vinnur tvent samtímis. Þegar þjer strjúkið því um þá losar það óhreinindin og nemur þau burt! Það skilur blátt áfram ekki nokk- urn blett eftir. Yfirborðið verður . . blikandi, engar rispur eða óhrein duff ekkT'hrella’yður horn- vim veitir aðstoðina sem þarf! — biðjið um Vim, tvi- virka hreinsiduftið. 1) losar óhreinindin 2) og hirðir þau svo. Vt.v 258-50 IC LEVER BROTHERS LIMITED. PORT SUNLIGHT. ENGLAND. ar sáran. En ef rjett er að fariö þá er bíflugnastunga ekki nema smáræði. Maður á að ná broddinum, sem eftir er í sárinu, út með hnífs- oddi, með þvi að skrapa hörundið laust, þar senx stungan er. En reyni maður að draga broddinn út þrýstir maður um leið að stungunni, svo að eitrið frá flugunni kemst inn í blóðið. Tóta frœnka. „DER VAU ENGANG —“ Hinn l'rægi æfintýraleikur Drach- manns og Lange-Múllers með þessu nafni var frumsýning Kgl. leikhúss- ins i Kaupmannahöfn á þessu leik- ári. Sjást hjer tvær myndir úr leiknum. Til vinstri sjest Bodil Ip- sen, sem nú er komin til kgl. leik- hússins aftur, sem fatabúrsþernan og Katrin Nellemoes sem prinsess- an. Til hægri sjest Karin Nelle- mose í skartsæng sinni og hjá henni Svend Methling. ——x—- í Madras á Indlandi var fyrir nokkru haldin vegleg fórnfæringa- hátíð til þess að blíðka bólusóttar- gyðjuna. Þar var fórnað þúsund geitum, fimtán hundruð kálfum og 10 nautum. Og nú halda Indverjar að þeir sleppi við bólusóttina fyrst um sinn, en hún er ein af plágun- um í Indlandi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.