Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1936, Blaðsíða 2

Fálkinn - 02.05.1936, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N GAMLA BÍÓ Afar skemtilegur og fjörugur leikur, tekinn af Metro Goldwin- Mayer. Aðalhlutverkin leika: JOAN CRAWFORD, CLARK GABLE, ROBERT MONTGOMERY. Sýnd bráðlega. Þetta er gamanleikur, tekinn af Metro Goldwyn Mayer eftir leikriti Frank Morgans og Edw. Barry Ro- berts undir stjórn W. S. van Dyke. Fjallar leikurinn um unga stúlku, Mary af nafni (Joan Crawford) sem œtlar að giftast œskuvini sínum, Dill Todd (Robert Montgomery). En nú kemur þriðji maðurinn til sögunnar — Jeffrey Williams (Clark Gable). Hefir hann dvalið árum saman á Spáni, en er barnfæddur á sömu slóðum og Mary, og kemur heim í þeim erindum að ná ástum hennar, þvi að hann hefir verið hugfanginn af henni frá barnæsku. Iíemur Jef- frey til New York daginn áður en brúðkaup Mary og Dills á að fara fram og fer beina leið heim til hennar til þess að' hiðja hennar. Hann hittir gamlan vin sinn, Sheff að nafni (Charles Butterworth) og er hann mesti æringi. Þeir fara báð- ir saman i bónorðsförina og fá að vita, að Mary er öðrum heitin. Nú víkur sögunni til Dills. Hann ætlar að halda samsæti með vinum sinum kvöldið fyrir brúðkaupið, og þá skeður það, að hann hittir gamla vinkonu sina, Connie Barnes (Fran- ces Drake), sem hefir svo mikið vald yfir honum, að hann gleymir sam- sætinu og fer með henni og giftist henni um kvöldið. Daginn eftir kem- ur brúðurin — Mary, til kirkjunnar og bíður og bíður en brúðguminn Iætur ekki sjá sig, af löglégum á- stæðum. Hún fær að vita að hann hefir gifst kvöldið áður. Nú skal söguþráðurinn ekki rak- inn lengur, en flesta mun renna grun í hvernig framhaldið verði. Þau ná vitanlega saman, Jeffrey og Mary. En áður en það skeður liggur nærri að þau giftist hún og Dill, því að fyrra hjónaband hans reynist ekki haldgott eða til frambúðar. Myndin er ljómandi skemtileg og vel leikin. Joan Crawford tekst vel upp í þessari mynd og Clark Gable og Robert Motgomery leika prýði- lega. Myndin verður sýnd bráðlega í GAMLA BIÓ. Þýska stjórnin hefir bannað gull- smiðum að nota dýrari gullblöndu en 14 karat í smiðisgripi og eigi mega þeir vega meira en 50 grömm. Er þetta gert til þess að spara sem mest gulleign þjóðarinnar. Setjið þið saman! Lausn gátunnar nr. 73 í 1 tbl. var: Hermann Jónasson, Haraldur Guð- mundsson. 1. verðlaun, kr. 5.00, Sveinbjörn Jóelsson ,Skólavörðust. 15, Rvik. 2. verðlaun, kr. 3.00, Magnús Páls- son, Frakkastig 17, Rvík. 3. verðlaun, kr. 2.00, Rósa Hall- grímsd., Vitastíg 17, Rvík. Lausn gátunnar nr. 74 í 3. tbi. var: Vesturfararnir, Vjer morðingjar. 1. verðlaun, kr. 5.00, Halla Magn- úsd., Hverfisgötu 21, Hafnarfirði. 2. verðlaun, kr. 3.00, Álfheiður Einarsd., Lundargötu 5, Akureyri. 3. verðlaun, kr. 2.00, Mnría Salo- mónsd., Aðalstræti 8, Rvík. Lausn gátunnar nr. 75 í 5. tbl. var: Sjálfstætt fólk, Salka Valka. 1. verðlaun, kr. 5.00, Ingibjörg Guð- nmndsd., Bergþórugötu 18, Rvík. 2. verðlaun, kr. 3.00, ísleifur Ein- arsson, Strandarhjáleigu. 3. verðlaun, kr. 2.00, Höskuldur Egilsson, Böðvarsnesi, S.-Þing. Lausn gátunnar nr. 76 í 8. tbl. var: Ljenharður fógeti, Fjalla Eyvindur. 1. verðlaun, kr. 5.00, Margrjet Helgad., Lauganesveg 79, Rvík. 2. verðlaun, kr. 3.00, Skúli Halls- son, Bergstaðastræti 73, Rvík. 3. verðlaun, kr. 2.00, Guðjón Jóns- son, Ránargötu 11, Rvík. Lausn gátunnar nr.77 í 9. tbl. var: Lækjargata, Skólavörðustígur. 1. verðlaun, kr. 5.00, Þráinn l.öve, Lokastíg 4, Rvík. 2. verðlaun, kr. 3.00, Anna Sigur- björnsd., Bárugötu 23, Rvík. 3. verðlaun, kr. 2.00, Bíl)i Kjart- ansd., Laugaveg 56, Rvík. Lausn gátunnar nr. 78 í 11. tbl. var: Nýársnóttin, Syndir annara. 1. verðlaun, kr. 5.00, Sigurðui’ Eg- ilsson, Laugaveg 126, Rvík. 2. verðlaun, kr. 3.00, Oddur Ilelga- son, Sunnuhvoli, Selfossi. 3. verðlaun, kr. 2.00, Guðný Bjarna- dóttir, Reykjum, Mosfellssveit. FRED PERRY. heitir rnesti tenniskappi Englendinga. Hefir hann verið veikur um langt skeið en er nú batnað svo, að hann er farinn að æfa sig undir sumar- mótin. Allt með islenskum skrpum1 «fi POLITÍSKT HÚS. Þetta hús er í miðri Aþenuborg og eru gefin þar út þrjú stjórnmála- blöð, mjög sundurleit. Á neðslu hæð- inni eru kommúnistar, konungssinn- ar á þeirri næstu og loks frjálslynt blað á efstu hæðinni. „REYNOLDSTOWN" heitir hesturinn, sem flestir veðjuðu á í síðustu „Grand National“-veð- reiðum. Hann vann hlaupið og hefir einu sinni áður orðið hlutskarpastur. Á Fönixeyju, sem liggur um 600 enskum milum fyrir norðan Fidjii- eyjar, á að reisa loftskeytastöð á þessu ári. En eyja þessi er óbygð. Ástæðan til þess, að loftskeytastöðin verður eigi að siður reist þaI-na er ------- NÝJABÍO -------------- Miljónaarfurinn. (KID MILLIONS). Bráðskemtilegur gamanleikur, sem gerist að mestu leyti i Egyptalandi, tekinn af United Artists, undir stjórn Roy del Ruth. Aðalhlutverkið leikur hinn ágæti gamanleikari: EDDIE CANTOR. Ennfremur: ANN SOUTHERN og ETHEL MERMAN. Sýnd bráðlega. Mynd þessi er tekin af United Artists undir stjórn Roy del Ruth og leikur liinn góðfrægi gamanleikari Eddie Cantor aðalhlutverkið. Það er upphaf myndarinnar að stúlkan Dot (Ethel Merman) sem er afgreiðsiu- slúlka i hljóðfæraverslun, fær heim- sókn af kunningja sínum Louis, seni er miður vandaður maður og afar lieimskur. Hann segir henni lát forn- fræðingsins Wilson, sem hefir látið eftir sig 77 miljónir dollara í gim- steinum, sem hann hefir fundið í gröfum i Egyplalandi. Þessi Wilson prófessor hefir einu sinni hitt Dot á baostað og látist vera giftur henni og nú vill Louis Iáta hana nota sjer þetta og gera kröfu til arfs eftir liann. En nú vill svo til, að það er annar maður, sem getur gert rjett- mæta kröfu til arfsins og það er sonur prófessorsins, Eddie Cantor. Málaflutningsmaður kemur lil han's og tilkynnir honum, að hann sje orðinn erfingi að 77 miljónum doll- ara og nú fer hann til Egyptalands til þess að heimta arfinn. Hann verður samskiþa Dot og Louis, sem eru á leið til Egyptalands í sömu erindum. Þau komast að þvi hver hann er og reyna nú að leggja allskonar snörur fyrir hann. Doi lcynnir sig honum og segist vera móðir hans og Louis lcveðst vera náfrændi hans. Dot reynir að fá Eddiæ til að afsala sjer arfinum og Louis reynir að henda honum fyrir borð, en Eddie stenst þessar raunir. Um borð í skipinu er einn 11130111- enn, sem gerir kröfu til arfsins. Hann heitir Larrabee ofursti og er formaður nefndar Jieirrar, sem á sinum tíma liafði sent prófessorinn til Egyptalands. Þegar farþegarnir koma til Egyptalands reynir Louis að koma Eddie fyrir kattarnef en það mistekst. En Eddie lendir í allskonar æfintýruni en hefir altaf betur. Er leikur hans prýðilega skemtilegur og maður lilær sig mátt- lausan að hinum vandræðalega leik lians. Myndin verður sýnd á næst- unni í NÝJA BÍÓ. sú, að stjörnufræðingar telja, að hvergi verði liægara að athuga næsta almyrkva á sólu, sem verður á næsta ári, en frá Fönixeyjum. Munu vísinda menn frá flestum stjörnuturnum ver- aldar safnast þangað á næsta ári.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.