Fálkinn


Fálkinn - 10.02.1939, Blaðsíða 2

Fálkinn - 10.02.1939, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N GAMLA BÍÓ. Næsta kvikmynd, er Gamla Bíó sýn- ir er frönsk og heitir Ballkortið (Un Carnet De Bal). Þetta er áhrifa- rik og falleg kvikmynd bygð á ör- lögþáttum ungrar konu, sem Marie Bell leikur. — Nóvemberdag einn líður lítill gufubátur yfir tjarnsljett, italskt stöðuvatn. Hann kemur frá þorps- kirkjugarðinum og legst við bjartar marmaratröppur, er liggja upp að trjágarðinum, þar sein vænir kypr- usviðir rísa hátt. Ung kona i sorg- arbúningi stígur á land. Það er frú Ivristine, falleg kona, 3G ára gömul. Hún er að koma frá jarðarför manns síns. Frú Kristine er einmana í heim- inum, þar eð hún á engin börn, og hvorki ættingja nje vini. Hún á einn vin að vísu, Bremond, sem heimsækir hana öðru hvoru og á marmaratröppunum tekur hann á móti henni. Kristine hafði aldrei unnað manni sínum mikið, svo að söknuðurinn grípur hana ekki djúpt. í einver- unni sökkvir hún sjer niður í gami- ar minningar, og þegar hún gengur í gegnum gömul hrjef finnur hún gamalt hallkort frá þvi hún var 1G ára. Hún minnist hans nú mannsins, sem hún elskaði, Gérard Dambreval hjet hann. Það standa mörg nöfn á ballkortinu. Allir voru þeir einu sinni ungir og skemtilegir menn og allir ástfangnir af henni. Hvar voru jieir nú? Hún verður að heimsækja þá. Og nú lýsir kvikmyndin því þegar hún heiinsækir hina gömlu fjelaga einn af öðrum. Og það verða von- brigði á vonbrigði ofan. Fyrst heimsækir hún Georg Audie. Hún hittir aðeins móður hans, geð- veika manneskju. George er löngu dáinn. Hann framdi sjálfsmorð vegna óhamingjusamrar ástar til Kristine. Næstur á kortinu er Pierre Ver- dier. Hann var ungur og efnilegur lögfræðingur, hefur lent á villigöt- um og lögreglan tekur hann fastan sem sakamann, þegar hún er ný- kominn inn úr dyrunum hjá honum. Þá er það Alain Regnault. Hún frjettir að hann hafi afneitað heim- inum og gengið í klaustur. Hann er óþekkjanlegur. Hann hafði verið efnilegur hljómlistamaður, en vegna Iíristine, sem ekki hafði þýðst ástir hans, hætti hann á þeirri braut og liafnaði innan klausturmúranna. Hann vill ekki tala um liðna tíð. Eric Irvin er fjórða nafnið á kort- inu. Hann er í raun og veru sjálfum sjer líkur, glaður og reifur eins og á unglingsárunum. Hann ætlaði að verða skáld, en hann gat ekki gleymt Kristine meðan hann gekk með skáldagrillurnar. Hann þurkar þær burt, fer upp í háfjöllin og stundar þar íþróttir. En fundur þeirra verð- ur stuttur af ýmsum ástæðum. Næstur er Francois Patusset Hann er orðinn feitur og ellilegur og giftist eldhússtúlkunni sinni, rjett í sama mund og hann fær heimsóku Kristine. Ekki tekur betra við er hún heim- sækir þann sjötta Thierry Raynal. Hann hafði verið ungur og gáfaður læknir, er þau kyntust, en nú var hann kominn niður í skarnið og hafði tekið saman við skækju. Sjöundi var Fabien CoutisseJ. Hann er vinsæll og vel þektur hár- greiðslumaður. En eitthvað finst Kristine hann innantómur og hefur nú litla ánægju af nærveru hans. Frú Kristine snýr heim án þess að hafa frjett af Gérard Dambreval. En á meðan hafði Bremond náð i utanáskrift hans. Og hann býr þá skamt frá Kristine eftir alt saman. Framh. á bls. 15. Skjaldarglíma Ármanns. Jón B. Stefánsson, Hofi, Eyrar- bakka verður 50 ára i dag. ttbreiðið Fálkann! Annar merkasti glimuviðburður ársins, skjaldarglíma Armanns, fór fram 1. febrúar að vanda, að við- stöddum mörgum áhorfendum. Að þessu sinni var skjaldarglim- an upphafsþáttur að miklum hátíða- höldum, er Ármann efndi til, i til- efni af hálfrar aldar afmæli sínu, en Árinann er elsta starfandi íþrótta- fjelag hjer á landi, eins og öllum iþróttavinum er kunnugt. Ingimundur Guðmundsson. Þátttaka í skjaldarglímunni að þessu sinni var fremur góð. Kepp- endur 10. Sem kappglímumenn voru þeir mjög misjafnir, og kom þar til misjöfn æfing, munur afls og þyngd- ar o. fl. Heildarsvipur glímunnar var frem- ur ljettur og fáar glimur voru ljótar, en of mikið bar á daufum glímum, sem stafar af nokkrum skorti á fjöl- hæfni í hrögðum og vörnum. Úrslit urðu þau að Ingimundur Guðmundsson vann skjöldinn með 9 (öllum) vinningum, en næstur hon- um varð' Skúli Þorleifsson, fyrv. glímukonungur með 8 vinningum. Báru þeir Ingiinundur og Skúli mjög af sem kappglímumenn. Þrenn fegurðarverðlaun voru veitt. Hlaut Skúli fyrstu verðlaun, Ingimundur önnur og Njáll Guðmundsson (úr Kjós) þriðju. Ingimundur Guðmunds son er Rangæingur að ætt, en hefur verið búsettur í Reykjavík í ail- mörg ár. Hann liefur æft glímu lengi og er orðinn mjög snjall glímumað- ur. Sniðglimu á lofti tekur hann með miklum glæsileik, en sá er galli á, að hann beitir henni óþarflega oi't, svo að glíma hans verður of einhliða fyrir bragðið. — Allir keppendur eiga þakkir skilið fyrir glímuna, og prúðmensku þá er þeir sýndu. Þeim er þetta ritar fanst nokkrir smágallar á glímunni að þessu sinni sem oft áður, en auðvelt er að laga. Það á ekki við að glímumenn sjeu altaf að rápa út af sviðinu meðan á glímunni stendur. Það heyrir held- ur ekki til að keppendur sjeu að tala við starfsmenn glímunnar með- an á sýningu stendur. Það er vitað að glíman á nú erfitt uppdráttar víðast hjer á landi og er það til lítils sóma, þegar i hlut á hin eina gamla þjóðaríþrótt okkar. Það á að útvarpa frásögn uin glím- una til að minna á hana, enda mundi það vel þegið af fjölda útvarps- hlustenda. Á undan skjaldarglímunni hjelt síra Helga Hjálmarsson, einn af slofnendum Ármanns og landskunn- ur glímumaður á sinni tíð, erindi um glímuna eins og hún tíðkaðist fyrir 50 árum. Skúii Þorleifsson. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-G. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugard. Áskriftarverð er kr. 1,50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. Ilerbertsprent. Skraddaraþankar. Ameríkanskur hagfræðingur hefir komist að þeirri niðurstöðu, eins og reyndar fleiri, að það sjeu vinnu- vjelar nútímans, sem fyrst og fremsl valda atvinnuleysinu í lieiminum. Þetta er gömul saga, því að meira en hundrað ár eru liðin síðan al- múginn í Englandi mölvaði vinnu- vjelar til þess að þær tæki ekki brauðið frá þeim. En það hlýtur að vera eitthvað bogið við þetta. Vjelarnar eru gerðar til jiess að ljetta störfin og auka afköstin. Þær geta unnið ódýrar en mannshöndin og framleitt ódýrari vöru. Náttúru- auðæfin eru ótæmd enn, uppskera jarðarinnar stóraukin fyrir bættar aðferðir og vísindalegá þekkingu — en samt: fólkið sveltir og verður að ganga iðjulaust svo tuguin mil- jóna skiftir. Hinum síbatnandi sam- göngum er hrósað að verðleikum, en sarat brenna menn stundum korn í báli, eða nota það til eldsneytis á sama tíma og fólkið sveltur ann- ars staðar á hnettinum, Einu löndin, sem þykjast hafa yfirbugað atvinnuleysið eru einræð- islöndin: Rússland, Þýskaland og Ítalía. En það mun mála sannast, að allur almenningur í þessum löndum lifir við þröngan kost og hefir lítið aflögu fyrir mikið erfiði. í lýðræðislöndunum er meiri ójöfn- uður í Jiessu tilliti. Þar líður fjöld- anum sæmilega, en svo sem tíundi hluti hefir úr engu að spila, enga at- vinnu og ekkert lífsviðurværi nema það; sem þvi er úthlutað af sveitinni, eða sem atvinnubótastyrkur frá rík- inu. — Þetta er í fylsta máta alhugunar- vert og ýmsir hafa freistast til að spyrja, hvort Jietta sie stjórnarfvrir- komulaginu að kenna. Að vissu leyti er það Jiví að kenna. Það er kom- inn ójöfnuður á úthlutun vinnunn- ar. Og i mörgum löndum eru það vjelarnar, sem hrint liafa þessum ójöfnuði á stað. Vjelarnar, sem auka afköstin og áttu Jiessvegna að auka lifsþægindi mannkynsins. Það er ein- falt reikningsdæmi, að með aukn- um afköstum vjelanna er liægt að gera atvinnu einstaklingsins arð- meiri - því að annars væru vjel- arnar ómagar. Og liað er jafn auð- velt reikningsdæmi, að hægt er að skifta Jiessari afkastavinnu vjela og verksmiðjufólks svo jafnt, að allir fái atvinnu. Ef atvinnugreinarnar þola ekki hækkað kaup, til þess að framleiðslan beri sig, Jiá er úrræðið það, að stytta vinnutímann svo að allir geti fengið vinnu, Jió að kaupið verði hlutfallslega minna, hjá þeim sem vinnuna höfðu áður. Það er jafnaðarstefna i framkvæmd.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.