Fálkinn


Fálkinn - 28.04.1939, Blaðsíða 9

Fálkinn - 28.04.1939, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 þaut frá honum í áttina að hótelinu. Óli var eins og lamaður. Trúlof- uð, og það greifa, ef til vill aðeins lil þess að storka honum. Nei, það skyldi ekki standa lengi. Hann hentist á eftir henni og hrópaði — Guri, Guri! Hún svaraði engu. Óli komst á hlið við hana. — Þú segir þetta ekki satt, Guri! hrópaði liann. — Það er eins og jeg hef lialdið. Þú hefir látið þennan eina hring vi'lla þjer sýn. — Eina hring, endurtók Guri háðslega. — Greifinn sýndi mjer i dag lieila lösku, sem var l'ull af skartgripum, sem jeg eignast alla el'tir að við' erum gift. Og hvað hefir þú að bjóða, ekki neitt, þrátt fyrir oflætið og stóryrðin. Sæll. Og Guri var rokin í burtu. - Óli háttaði ekki um nótt- ina, en var á sveimi kring um hótelið. Daginn eftir var hann linur við vinnuna og næstu nótt fór Óli aftur á skíði sín nálægt hótelinu. Þessa sömu nótt laumuðust tvær dökklæddar verur út af hótelinu, önnur var með poka á bakinu. Þær voru á skíðum. Þær brunuðu hratl áfram gegn um dalinn og stefndu siðan til fjalla. Þá var eins og Óli vaknaði af blundi. Það skyldi þó aldrei vera Guri? Var hún að strjúka frá hótelinu? Hátt uppi í hliðinni náði hann í skíðafólkið. Þau hvíldu sig hjá hálf- föllnu trje. Ilann heyrði einhvern biðja l'yrir sjer. Hamingjan góða. Það var þá Guri og einhver ókunnugur maður. Hann læddist nær. Það var greifinn, og hann hafði orðið: — Nú kemurðu með mjer stúlka min, annars hefurðu verra af. Hef- nrðu kanske ekki hringinn á fingr- inum, er það ekki næg sönnun? Og við bæði getum lifað lengi á þvi, sem jeg hef hjerna í töskunni. — Þorpari! lirópaði Guri. — Þorpari, maðurinn hló hástöt'- um, já, eftir á að hyggja, ef þið eruð lofaðar dálitið upp i eyrun haldið þið að greifar og barónar vilji gift- ast ykkur. He, he! Nú kemurðu með — jörðin var farin að brenna undir fótunum á mjer þrált fyrir snjóiun — he, he. Þetta var nærri þvi fynd- ið Jeg er hræddur um að þeir á hótelinu sakni illa á morgun. Komdu nú! — Jeg fer ekki fetinu lengra með svona óþokka, æpti Guri og fór að gráta. — Hva—ð, sagði svikagreifinn, ef þú ætlar að þverskallast þá læt jeg þig vita það, að jeg hef byssu í rassvasanum. Það vantaði nú bara, að jeg hefði ekki framar ánægju af þjer imlæla stúlkan mín! Þú þreylir mig á þessu. Komdu nú strax! Hann stóð á fætur ögrandi. í sama bili þeystist Óli fram og gaf honum feiknahögg í brjóstið. Maðurinn fjell um koll, en reis von bráðar á fætur og brunaði burt á skíðunum og Óli á eftir honum. Skotsmellur rauf kyrðina. Óli blótaði, skotið gat hann. Kúi- an hafði nærri hitt hann. Þeir nálg- uðust ána. Þungur niður barst þeim til eyrna. Nú brunuðu þeir áfram tæpt á brún- inni. Ókunni maðurinn, sem var þó enn nær hyldýpinu en Óli og var fá- um föðmum á undan honum sneri nú við og miðaði skammbyssunni. Óli fann ofur vel hættuna en var gripinn hainslausu liatri. Hann stóð grafkyr. Ókunnugi maðurinn riðaði á fótunum — stór snjóhengja losnaði undan fótunum á honum og steyplisl ofan í hyldýpið og tók manninn með sjer. Óljóst óp og siðan alt hljótt. Kyrðin færðist yfir háfjallið, Óla fanst hún næstum óþægileg, þegar hann fór að hugsa um þau ósköp, sem fyrir hann hefðu getað komið. Oscar Clausen: Frá liðnum dögum XII. Frð Bjarna ríka Pjeturssyni sýslumannni ð Skarði. Bjarni Pjetursson sýslumaður Skarði á Skarðsströnd var talinn ríkasti maður á íslandi á sinni tíð. Hann var sýslumaður i suðurhluta Barðastrandasýslu, laó að hann sæti á Skarði, en þá miklu jörð hafði hann tekið að erfðum með konu sinni, Elínu Þorsteinsdóttir á Skarði. Bjarni var fríður maður ásýndum gildur að vexti, en í lægra lagi með- almaður. Hann var mikill höfðingi og örlátur svo að honum eyddist af fje sínu, en þar var af miklu að taka og entist honum auður sinn til æl'i- loka. — Þessi saga er sögð til dæm- is um örlæti Bjarna og gjafmildi. •— Einu sinni fór hann norður i land að líta eftir jarðeignum sínum, sem voru margar joar og sumar stórjarð- ir, eins og Blikalón á Sljettu og Ein- arsstaðir o. fl. — í ferð þessari seldi hann jörð og fekk hana greidda i silfurmynt, en á leiðinni gaf hann fátækum, smátt og smátt, hvern eyrir af andvirði jarðarinnar. Ef einhver færði örlæti Bjarna í tal við hann, þá sagði hann: „Jeg er að „koga“ fyrir börnin mín.“ — Hversu hæglega hefði hann ekki getað hrapað eins og liinn. Það var eins og hann væri gróinn við staðinn, þar sem hann stóð. Honum fanst þetta alt vera eins og viltur draumur. — Þessi vilti eK- ingarleikur — og Guri — Guri, vesl- ings stúlkan. Það hlaut að vera skelfilegt fyrir hana það sem hún hafði gengið i gegn um. Óli sneri við og stefndi jjanjgað sem þeir höfðu skilið við hana. Guri var horfin. Hvað gat hafa orðið af henni? Skyldi hún aftur hafa lialdið ofan í dalinn? Ennjjá var dimt og ógerningur að leita. Það var að vísu snjór, en skíman af honum var aðeins villandi. Hann komst aftur niður í skóg- inn. Honum heyrðisl einhver vera að snökta milli trjánna. Ef til vill var það ímyndun. Nei jjað gat ekki verið. Hann gekk á hljóðið. Það hlaut að vera Guri. Hann kallaði, og nú sá hann mannveru, sem tók á rás milli trjánna. Hún vildi forðast Óla. Nú hófsl kapphlaupið milli jjeirra Snjórinn jjeytlist framan i Óla og stafirnir titruðu af hinni miklu ferö. Guri var skömmustuleg og liann varð að taka hana fasta. Hvítur snjórinn vísaði þeim leiðina. Þau fóru í eintómum krókum. Þau nálguðust árgljúfrin. Það byrjáði að lýsa af degi og Óli sá greinilega, þar sem Guri jjaut áfram og stefndi á þau. Bara að hún fari ekki of nsérri ánni. Hún stefndi á hana. — Guri! Óli rak upp hljóð. Það var aug- ljóst, —að liún ætlaði að fleygja sjer i ána. Dálítil sprunga var milli þeirra. í fífldjörfu stökki hoppaði hann yfir sprunguna og greip Guri. — Elsku Guri mín, hvíslaði hann og þrýsti henni að sjer, eins og hann ætlaði aldrei að sleppa henni. — Nú kemurðu með mjer. --------Það var sunnudagur. Óli og' Gliri fylgdust að til kirkjunmu. Guri var farin úr vistinni. Og nú og —hjeðan af var það Óli sem rjeði. Þegar óþekti greifinn fanst, sýndi það sig að hann var alræmdur glæpa- maður. Bakpokinn hans var fullur af stolnum dýrgripum, bæði innlend- um og útlenduin. Stórþjófur hafði losnað við að ganga undir dóm þessa heims. Bjarni var eins og margir em- bættismenn þeirra tíma, talsvert hneigður til drykkju og þótti þá uokkuð ófyrirleitinn og yfirgangs- samur þó að hann þar fyrir utan væri mesti friðsemdar maður. ■— Á Alþingi 1714 kom fram kæra á hann fyrir ofbeldi sem hann hafði haft í frammi við inann í sýslunni. Hann hjet Guðmundur og vildi ekki gangast við barni, sem honum var kent, en sýslumaður var drukkinn og vildi ekki taka til greina ástæður Guðmundar eða neitun hans við faðerni króans. Að lokum lenti i þjarki á milli þeirra og þá kleip sýslumaður Gvend í nefið og togaði i hár hans til þess að fá hann til að meðganga barnið. En ekkert dugði. Gvendur gaf sig ekki og kærði meðferðina á sjer til Alþing- is. Það sannaðist að maðurinn fór með rjett mál og varð Bjarni að bæta honum þessa hraklegu með- fe'rð með 8 ríkisdölum. Það er sagt, að sýslumaður hafi oft átl í smá- skærum við sýslubúa sina, likar þessum, þegar hann var drukkinn, er. engum stórmálum lenti hann í. Höfðingjar eins og Bjarni voru venjulega hjeraðsríkir og gengu hart eftir þvi, að bændur lægju ekki í leti og ómensku, en björguðii sjer við búskapinn og sjösókn eftir föngum, svo að þeir fjellu ekki öðr- um til þyngsla. Frakkanes er við sjóinn niður frá Skarði. Þar bjó bóndi er Magnús hjet Jónsson. Eitt vorið lagðist hann i hugarvíli eða geðveiki og fór ekki til sjóróðra í Bjarneyjum eins og aðrir bændur á Skarðssfrönd. Þetta frjetti Bjarni og fór niður að Frakkanesi til þess að tala um fyrir Magnúsi. Hann gekst ekki upp við neinar góðar fortölur, en þá tók Bjarni til sinna ráða og sagði Magnúsi, að hann skyldi verða hýddur á næsta Ballarárþingi fyrir leti sína og annan „klækiskap", nema hann dragnaðist úr bólinu og færi að bjarga sjer við sjóróðra eins og aðrir bændur. Þá varð Magnús svo hræddur, að hann sagði: „Jeg skal fara húsbóndi góður, yð- ar orð eru sem líf og andi.“ — Síðan klæddi hann sig í skyndi cg fór til fiskiróðranna og bar ekki á nokkurri vanheilsu hjá honum upp frá því. — Þegar Bjarni var drukkinn, var hann, eins og áður var sagt, yfir- gangssamur og ekkert lamb við að leika. Á hendinni var hann með stóran steinhring og stundum hafði hann það til ef hann átti i erjum við einhverja minni háttar menn eða labbakúta, að hann sagði: „Jeg set á þig minn signetshring, fugl- inn minn.“ En um leið strikaði hann á þeim nefið með hringnum, og urðu þeir að láta sjer þetta lynda. Þó' að Bjarni væri oft stórgjöfull og örlátur, átti liann það til, að vera harður og þver i viðskiftum við landseta sina. .4 einni hjáleigu hans, Þverdal, bjó kerling, sem Þórunn lijet Oddsdóttir, mesta meinliorn, stórgerð og forn'í skapi. Hún níddi jörðina og voru kúgildin hjá henni fallin, en eina lui átti hún eftir. Eitt vorið ællaði kerling að yfirgel'a kotið, en Bjarni komst á snoðir um fyrirætlun hennar og gerði sjer ferð upp i Þverdal og heinitaði kúna upp í kúgildi, sem hún ekki vildi skila. Þórunn neitaði að sleppa beljunni, en Bjarni sat við sinn keip og var komið í hart á milli þeirra, en þá gekk kerling heldur fasmikil framan að sýslumanni og sagði: „Taktu kúna ef þú þorir.“ — Iin Bjarni ljet sig af því að hann hafði beig af kerlingunni og visssi líka um þann orðróm, sem fór af henni, um að hún væri kraftaskáld. Þessi saga er sögð af Þórunni og ltyngi hennar. Einu sinni fór hún að heiman, á flakk um Saurbæ, til þess að vita hvort sjer áskotnaðist ekki feiti til ljósmetis, lijá vinkon- um sinum, en henni varð vel til gjafa og áskotnaðist talsvert af lýsi, seni hún Ijet i selsmaga. Þegar hún kom að Stóramúla, lagði hún magann á bæjarvegginn og gekk inn. Þar var henni gefið eitthvað, en þegar hún kom út aftur og ætlaði að taka magann, sá hún hvar hrafn ílaug frá honum og hafði höggvið gat á liann, svo að lýsið var alt runnið niður. — Hún fyltist heift til krumma, horfði á eftir honum og kvað: Hjer hefir flogið fullur frá, fuglinn hrekkja kæni, bölvaður veri broddur sá, sem boraði gat á skæni. Það er sagt, að krummi hal'i kom- ist út í túnfótinn og dottið þar dauður niður. Það var nú ekki að i'urða þó að Bjarni væri smeikur við að standa í deilum við slíka kerlingarnorn. Það er sagt, að Bjarni væri tais- verður kvennamaður. Ein lijáleigan frá Skarði heitir Barmur. Þar bjó bóndi sá er Bjarni hjet Jónsson og var fátækur, en drykkjumaður. Um hann var lietta kveðið: Bjarni á Barmi, bóndinn armi, brennivín, drekkur oft, i djúpan hvoft, sá drjúgum hriii. Bjarni á Barmi átti snotra konu, sem Katrín hjel og var sagt, að höfðingjanum á Skarði litist vel á þessa húsfreyju á hjáleigu sinni. Einu sinni er sagt, að Bjarni á Skarði brygði sjer að Barmi, að finna Katrínu og dveldist þar 2 eða 3 nætur og lægi þá allan tímann í rúminu. Elínu konu hans fór þá að óróast og lengja eftir honum, og fór hún þvi að Barmi að vitja manns síns. Hún kom þar á glugg- ann og spurði livort Bjarni sinn væri þar inni og ef svo væri, þá beiddi hún hann að koma með sjer. Bjarni svaraði: „Jeg kem, góð kona ertu Elín.“ Svo klæddi hanu sig og fór með henni heim. — Sá orðrómur lagðist á, að sýslumaður væri faðir 2 dætra Katrínar. Þær þóttu svo vænar yfirlitum og gerð- arlegar. — Önnur sögn er um það, að Bjarni sýslumaður hafi á einni ferð sinni frá Barmi mætt húsbóndanum það- an og barið heldur illþyrmilega á hónum í Skarðinu. Nóttina eftir kom Katrín í gluggann yfir rúmi sýslumanns og sagði: „Þjer nægði ekki að kokkála Bjarna minn, held- ur barðirðu hann Iíka.“ Þetta heyrði frú Elin, brá sjer i föt, og náði Katrínu, gaf henni hálftunnu af grjónum og bagga á móti henni og kom svo til baka, en þá er sagt að Bjarni hafi sagt jjetta: „Góð kona ert þú Elín.“ Eflaust hefir liann sagt þetta oft, þvi að Elín var bæði göl'ug og góð kona, sem hafði betr- andi áhrif á mann sinn, eins og góðri konu sæmir. Hún bar breysk- leik hans með frábæru umburðar- lyndi og svo var hún veglynd og góðgjörn, að fyrir hennar tillögur tók Bjarni ekki nema hálfan toll af þeim fátækum mönnum sem voru í veri i Bjarneyjum. Síðustu ár æfinnar var Bjarni sýslumaður karlægur og var þá Eggert sonur hans búinn að taka við öllum búsforráðum á Skarði. .— Karlinn var orðinn ergilegur í kör sinni og er þá sagt, að hann hafi Framh. á næstu siðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.