Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1940, Blaðsíða 2

Fálkinn - 31.05.1940, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN - GAMLA BÍÓ - Gamla Bíó sýnir bráðlega franska mynd, seni heitir Hæltuleguv leikur. Aðalhlutverkin leika Hiu/uette Duflos, hún leikur Iréne de Rysberque. Jean Worms leikur mann hennar ,1/. Rys- bergue, en elskhugi hennar Georges de Chambrg er leikinn af Jean Pierre Aumont. Öll þessi hlutverk eru snildarlega leikin, og sömuleið- is hin smærri. Mynd þessi fjallar um fertuga könu, sem enn er þó upp á sitt besta, fjörug og ungleg og tekur ljett á hlutunum. Maður hennar er rikur verksmiðjueigandi, hún á tvo stálp- aða sonu og er þeim systir engu síður en móðir. Hún á marga vini, sem dá hana og ungir menn vilja engu siður umgangast hana en jafn- öldrur sínar. Maður hennar hugsar aðeins um starf sitt og gleymir því að húii þarfnast fleira en allsnægtir og munað. Eitt sinn þegar hann neit- ar henni að fá að fylgja honum til Wien, gerir liún sjer hægt um hönd hönd og kastar sjer í fangið á ung- um manni, vini sonar hennar. Hon- um fylgir hún til Afríku, en þar á hann að gegna herþjónustu. En þar hlekkist henni á. Kanske er það ald- urinn, sem hún getur um kent, kanske bara tilviljunin. Hún verður að þoka fyrir yngri konu, sem hríf- ur hinn unga mann með æsku sinni og hreinleika. Þegar hún kemur heim virðast allar brýr brotnar að baki henni, en alt fer þó vel. Hún skilur, að hún getur ekki lengur haldið áfram sinu áhyggjulausa lífi. Hún sættir sig við það hlutskipti, sem allir eiga fyrir höndum: að eldast og fjarlægjast ljóma æskunnar meir og meir. Og hún lærir það loks að það er fleira i lífinu en eintómt hopp og hí, sem er þess virði að eftir því sje sótt, og eins það, að þegar kona á fimtugsaldri er hætt að ganga svo um munar í augun á k^rlmönnunum, þá er það ekki sem verst að taka á sig ró og spekt og gerast virðuleg amma. Iréne de Rysbergue leggur alls ekki árar í bát, þótt hylli ungu mannanna bregðist. Hún nemur þá ný lönd. C. Rillich. K. I. B. S. kvartettinn. Næstkomandi sunnudag ætla fjór- ir ungir menn að skemta bæjarbú- um með söng sínum. beir nefna kvartett sinn K. I. B. S. kvartett, en það eru upphafsstafirn- ii í nöfnum þeirra, en söngvararnir eru: Kjartan Sigurjónsson, sem syng- ur fyrsta tenór, Ingi Bjarnason, ann- ar tenór, Björgvin Jóhannesson, I. bassi og Sigurður Jónsson, II. bassi. Við hljóðfærið verður C. Billich, sem hefir æft kvartettinn og radd- sett nokkur lög, sem sungin verða. Fálkinn hitti Billich að máli og spurði hann um deili á kvartettinum. — Þessir fjórmenningar, segir Billich, byrjuðu fyrir ekki all- skömmum tíma að raula saman i frístundum sínum og eru nú komnir það langt að ætla að lialda opinbera söngskemtun og liafa æft í þvi augna miði nndanfarna mánuði. Hver eru viðfangsefnin? Þau eru aðallega skemtilög, t. d. Matseðillinn, Vorvísur Iíaldalóns og Syndaflóðið, lag eftir Emil Tlior- oddsen, sem aldrei mun hafa verið sungið hjer áður opinberlega. Svo eru líka á söngskránni Ijett klassisk lög eins og Bíbi og blaka og Barcar- ola úr Höffmanns Erzahlungen eftir Offenbach, með góðum texta eftir Axel Guðm. Eru strákarnir dálítið góðir? - Það munuð þjer fá að heyra á sunnudaginn, segir Billich og brosir við. Annars get jeg sagt það, að raddmagnið er mikið og tenórar einkar blæfallegir, og jeg geri mjer vonir um, að bæjarbúar geti átt góða ánægjustund við að hlusta á söng þessara fjögurra ungu manna. Kjartan Sigurjónsson. Signrður Jónsson. Ingi Bjarnason. Björgvin Jóhannesson. H Urslitin í getrauninni - NÝJA BÍÓ - Edward G. Robinson er orðinn geysilega vinsæll leikari, enda sjest hann í mörgum kvikmyndum nú orð- ið, og leikur liann ýmiskonar menn. En eitl er öllum myndum hans sameiginlegt: hraði og spenningur. Við fáum bráðum tækifæri til að sjá Robinson í nýrri mynd, því að á næstnnni sýnir Nýja Bíó ameriska stórmynd frá Warner Bros., sem heitir Hnefaleikameisiarinn Kid Galahad. í myndinni leika fimm einar hinna frægustu og „björtustu" af stjörnum amerísku kvikmyndanna, þeim: Bette Davis, Edward G. Ro- binson, Humphreg Bogart, Jane Brgan og loks Wagne Morris, hraust- um og karlmannlegum manni, sem margir munu minnast er sáu hinn skemtilega leik hans í kvikmyndinni ,,í dal risatrjánna“, sem hjer var sýnd i Nýja Bió í vetur. I jiessari mynd leikur Wayne Morris hinn mikla hnefaleikara— meistara Iíid Galahad. í rauninni er það ekki lians upprunalega nafn, þvi að í upphafi myndrinnar er hann þjónn og heitir þá Ward Guisenberry En linefaleikahæfileikar hans koma í ljós, þótt hann sje bara friðsam- legur og kurteis þjónn, og riddara- legur er hann í hugsun, því að um- svifalaust slær hann einn gestanna, sem liann á að þjóna, til jarðar, þeg- ar sá gerðist l'rekur og óartugur við unga blómarós. En þessi maður verð- ur síðan aðalkeppinautur Kids Gala- had í linefaleikum, en það er nú Önnur saga. Edward G. Robinson leikur aftur á móti Nick Donati, sem stundar j>á atvinnu, að æfa hnefaleikara og spana l>á saman, kemur upp hnefa- Ieikjum o. s. frv. í flestum kvikmyndum eru vondir menii, svokallaðir „skúrkar“. Hjer eru þeir tveir heldur en einn, nefni- lega Ttirkeg Morgan, sem stundar sömu atvinnu og Nick Donati, og samviskulaus þrjótur, sem hefur upp skammbyss’una, ef liann er reittur til reiði. Þennan mann leikur Humplirey Bogart. Leiguþý Morgans og hnefa- leikari er Chuck McGraw leikinn of William Haade. — Loks er Flnff, vinkona Donati. Hana leikur hin fagra Bette Davis. Milli þessara klíkna er áköf keppni, ekki aðeins ineð hnefunum heldur og enn kröft- ugri aðferðum, og er öll sú viðureign æsandi og fjörug. Þá var ódýrt að jeta! Til er reikningur frá 1(1. öld fyrir miðdegisverð, sem fjórir menn átu á ensku gistihúsi. Þeir fengu tvær stórar lambasteikur, eina nautasteik, tvær steiktar gæsir, sex hæsni og sex dúfur, ásamt sósum, grænmeti, smjöri eggjum, eplum og appelsínum og ýmiskonar ábæti. Einnig fengu þeir öl og vín eins og hver vildi hafa. Og þetta kostaði kr. 4.50 á mann. Læknar máttu ekki giftast. Á miðöldum var læknunum bann- að að gifta sig. Það voru nefnilega að jafnaði munkar, sem iðkuðu lækn- ingar, en löngu eftir að leiknir menn fóru að stunda lækningar hjelt ein- lífisreglan áfram, svo sem í Frakk- landi. Læknarnir mótmæltu þessu banni árangurslaust i 300 ár, en loks ljet páfinn tilleiðast að leyfa læknum að giftast, í lok 15. aldar- innar. ÞEKKIRÐU MANNINN? verða birt í næsta blaði. Loftsteinar eða vígahnettir eru nefndir í forn- um letrum. Þannig eru skráðar fregn- ir um loftsteina á leirtöflunum í Babýlon og í gamla testamentinu er þeirra líka getið. Hinn heilagi steinn Múhameðstrúarmanna, sem geymd- ur er í Kaba-musterinu, er talinn vera vígahnöttur. í kínverskum ann- álum er sagt frá jiví, að tíu menn hafi beðið bana af loftsteinahríð árið 616. Og árið 823 kviknaði í 34 þorpum í Saxlandi af loftsteinahríð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.