Fálkinn


Fálkinn - 02.01.1942, Blaðsíða 8

Fálkinn - 02.01.1942, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Smásaga eftir Emil Jörgensen. EGAR jeg kom heim úr jarðar- förinni fanst mjer þessi setning vera fallegt inngangsorð að sög- unni: „Eigi sungu nornir það við vöggu Berhálsu, að .... o. s. frv.“ Við nánari athugun sá jeg að það hæfði ekki, því að 'Berhálsa var hæna og hafði aldrei legið í vöggu. Nú er Berhálsa dauð, smánarlegum dauðdaga. Og útför hennar var eng- inn hátíðisdagur með bollum, gul- rót og nýrri piparrót, eins og skikkanleg hæna gæti krafist. — Hún sálaðist í tómri fatakistu og jeg hefi líf hennar á samviskunni. Jeg hefi jarðað hana undir hunda- súrunum í kálgarðinum hans Sam- úels fjónska, tróð moldinni fast í gröfina og settist svo við að skrifa eftirmæli og skrifta sjálfur um leið. Og þeir sem lesa það sem kemur hjerna á eftir skulu dæma mig. -----Fyrir einni viku fór jeg til Samúels til að biðja hann að lána mjer eina krónu og sextíu og fimm, sem Álfadans járnsmiður átti hjá mjer fyrir nýja læsingu á fatakist- una mína. Jeg hafði skuldað hon- um þessa peninga nokkuð lengi. Fyrst hafði hann sent til mín eina af litlu stelpunum sínum, með mer- arseðil sem skrifað var á: „Fyrir viðgerð á læsingu á fata- kistu kr. 1.65. — Virðingarfylst. — Borgað. — Álfadanz. En þegar frá leið urðu börnin stærri sem hann sendi og loks kom hann sjálfur, sveittur og svartur og gaus yfir mig hótunum með drynjandi völundarbassa, meðal ann- ars að berja mig með sleggju í höf- uðið, ef jeg ekki borgaði honum umrædda kr. 1.65 fyrir næsta laug- ardagskvöld. Og svo gusa af blóti og formælingum, sem ekki er hægt að liafa eftir. Þessvegna flýtti jeg mjer til Sam- úels, fór gegnum gatið í limgirð- ingunni, við hliðina á grindinni og upp með hæsnagarðinum. Mjer er ekki tamt að brosa’ bleik- rautt og kreista salt vatn fram í augun þegar jeg sje smábörn og lítil dýr, eins og þeir, sem telja sjer trú um að þeir sjeu hjartagóðar manneskjur — jeg hugsaði aðeins um þessa 1,65 og það var tilviljun að jeg kom auga á Berhálsu. Þetta var frámunalega ræfilsleg hæna. Hún faldi sig fyrir hinum hænsnunum, milli girðingarnetsins og kroppaðs stikilsberjarunna. Ljót var hún, grindhoruð, með lafandi skítbrúnar fjaðrir, hausinn var rauður og aðeins annað augað op- ið, og hálsinn allur skáldaður og sást i hvern hálslið. Þetta var i- mynd viðurstygðarinnar og jeg komst við. „Pulle — pulle — pulle,“ sagði jeg og kinkaði kolli til þennar. En skepnan hreyfði sig ekki. Hún deplaði bara auganu. y Hinsvegar komu hin hæsnin i lióp, bústin og státin og gaggandi. Þau hjeldu auðvitað að jeg ætlaði að gefa þeim eitthvað og þegar þau sáu, að það var misskilningur, sneru þau aftur við mjer rassinum. En þá komu þau auga á Berhálsu, sem stóð i sömu raunastellingunum. Jeg veit ekki hver ástæðan var, en á næsta augnabliki undu 4—5 hænsnin sjer að Berhálsu og hjuggu liana í hálsinn. Hún reyndi að flýja og baðaði út vængjarýjunum, en þá lagði ein feita Bramapútrahæn- an hana kylliflata á mjaðmarhnykk. Það getur verið, að það sje undir öllum kringumstæðum rangt að kasta steinum og moldarhnaus á varnarlaus dýr, en jeg gerði það nú samt. Jeg setti mig i spor Ber- liálsu og gagnvart henni voru hænsna-illfylglin þó ekki varnar- laus, heldur þvert á móti, og gátu leikið hana eins og þeim sýndist. Og nú þutu hænsnin gaggandi i all- ar áttir, eins langt og girðingin leyfði. En meðan jeg stóð þarna sem rjettlátur refsidómari kom Samúel hlaupandi ofan stiginn, blár af reiði. „Skitmennið þitt. Þú skalt ekki leika þjer að því að kasta grjóti á hænsnin mín! Og svo þreif hann stóran lurk. „Samúel!“ lirópaði jeg hræddur, því að mig bregst lietjuþor þegar slerkur berserkur kemur vaðandi að mjer með birkilurk. „Samúel! Bíddu við .... hlusaðu á mig!“ Samúel vinur minn hafði aldrei áður tekið i hnakkadrambið á mjer og hrist mig eins og jeg væri hey- visk en ekki manneskja. Og jeg gat ekki sansað hann. Jeg kom ekki nokkru orði að. Hann henti mjer út um hliðið og glottandi krakkarnir á götunni sendu mjer tóninn þegar jeg staulaðist heim. Sá, sem ratað hefir í raunir verð- ur stundum hatramur og aðhefst það, sem hann annars mundi aldrei hafa leyft sjer. Þetta er skýringin á því, að jeg fór beint inn í smiðju til Álfadanz, þar sem hann stóð og tróð belginn, með blóðugt bros á • andlitinu. Jeg gekk beint að honum og sagðihát og snjalt: „Jeg get ekki borgað yður pen- ingana í dag, Álfadanz!“ „Hvenær getið þjer þá borgað þá, vandræðaskáld?“ „Upphæðin skal vera greidd fyr- ir lok næstu viku,“ sagði jeg djarfur og hjelt áfram: „En jeg tel það und- ir virðingu yðar, Álfadanz, að kalla mig vandræðaskáld. Maður- inn lifir ekki á einusaman smíða- járni, munið það!“ „Viljið þjer hypja yður á burt,“ sagði maðurinn og hnyklaði brún- irnar. Jeg hypjaði mig á burt. Húsmóðir mín, eigandi straustof- unnar „Trouville“, ’i:rl.gfrú Viola Mortensen var inni i herberginu mínu og var að lesa brjefin mín í kommóðuskúffunni. „Það tekur ekki að góna svona á mig, Hansen,“ sagði hún hvast. „Jeg hefi týnt þurkunni minni og var að gæta að, hvort þjer hefðuð ekki lagt liana ofan í skúffuna yðar.“ „Það væri ekki óhugsandi, en liitt væri óhugsandi, að jeg hefði lagt þurkuna i umslag með brjefun- um mínum, ungfrú Mortensen.“ Hún skelti skúffunni inn og rak upp hláturroku um leið og hún strunsaði út. Jeg var þreyttur og lagðist í rúmið mitt. Beiskar hugrenningar fóru um mig, en jeg var svo dapur, að jeg gat ekki formað þær á skáld- legan hátt eða hnoðað úr þeim spakmæli, sem liefði orðið land- fleyg. Klukkan undir átta hjelt jeg á stað til Samúels á ný, til þess að heimta af honum skýringu, eða -—• ef hann tæki mjer það illa upp — að gefa honum skýringu. Það var svo hljótt og kyrt fyrir utan bæinn, kringum hús Samúels. Tunglið var komið upp og gægðist gegnum krónuna á gamla hnotu- trjenu við húsgaflinn. Kjaftforu krakkarnir á götunni höfðu verið látnir inn og ilmurinn af liminu rann eins og balsam fyrir brjóstið á mjer. Mjer fanst jeg geta vorkent Samúel — að hann skyldi hafa mig fyrir rangri sök — er jeg fór á nýjan leik upp með hænsnagarð- inum og heim að húsinu. Nú sváfu öll vondu hænsnin, sem höfðu pínt Berhálsu svo hræðilega, iðrunar- laust og draumlaust, og þó merki- legt megi virðast tók andi sáttfýs- innar mig í faðm sjer þetta fagra tunglskinskvöld svo að jeg fyrirgaf böðlum Berhálsu, fyrirgaf feitu Bramapútrapútunni og öðrum hugs- unarlausum hænsnum, fyrirgaf öll- um heiminum, Samúel, Álfadanz, ungfrú Mortensen, öllum — — og i sama bili kom jeg auga á Ber- hálsu. Hún stóð í skugganum, haus- inn hjekk máttlaus á berum háls- inum, vængirnir hjengu eins og þeir væru úr liði, fjaðrirnar hjengu og lappirnar virtust riða undir aumingja hænunni. Jg, þarna stóð hún, einmana auminginn, án þaks yfir höfuðið, þvi að kofanum hafði verið lokað. Afrækt og afneituð og hefir barið á síðustu dyrnar og ekki verið hleypt inn. Það var eins og nákaldan gust legði á mig úr hæsnagarðinum og nú virtist mjer tunglið gretta sig og alt var orðið svo ömurlegt. Jeg opnaði varlega hurðina og læddist ag Berhálsu. Hún hafði sjeð mig en stóð samt kyr og hopaði ekki undan fyr en jeg var kominn rjett að henni. „Berhálsa — Berhálsa,“ livíslaði jeg. Hún deplaði auganu og gaggaði hás. Jeg var nú kominn að henni og beygði mig. Hún hreyfði sig ekki. Svo tók jeg um magran og titrandi kroppinn á henni, þrýsti henni að mjer og rjetti úr mjer. „Klúkk, klúgg,“ sagði hún skjálf- rödduð. „Vertu ekki hrædd,“ sagði jeg hughreystandi. En svo skeði eitt- hvað, sem jeg er ekki maður til að skýra. Jeg heyrði liurð lokið upp i húsinu og þungt fótatak niður steinþrepin. Ægileg hræðsla greip mig og kaldur sviti kom út á kroppnum á mjer, og i staðinn fyr- ir að ganga á móti vini mínum og segja: „Það er jeg, Samúel, líttu á þetta!“ þá tók jeg til fótanna og þaut eins og hundeltur á burt. „Bíddu við .... stansaðu ....!“ heyrði jeg Samúel kalla. „Stansaðu ------eða jeg ....!“ Jeg stansa ekki, hugsaði jeg með mjer en þrýsti Berhálsu fastar að mjer og hljóp eins og verðlauna- hlaupari yfir stóran rófnagarð — áfram — — á burt! Loks dirfðist jeg að líta við. Hús Samúels var komið í tveggja kíló- metra fjarlægð, og jeg stóð úti í mýri, í vatni upp i hnje. Berhálsa lá upp að bróstinu á mjer, eins og dauð eða dáleidd. „Ertu dauð, Berhálsa?" sagði jeg. „Gaggaðu svolítið!“ Hún gaggaði ekki, en nú sá jeg i tunglsljósinu að hún deplaði auganu og mjer ljetti stórum. „Jeg er hræddur um að við höf- um gert skissu, Berhálsa,“ hjelt jeg áfram. „Af hverju hlupum við? Nú væri óðs manns æði að snúa við.“ Yfir akra og ótal girðingar ltom- umst við loks inn i bæinn og sluppum slysalaust inn í herbergið mitt því að ungfrú Mortensen var til allrar lukku farin út. Jeg get sagt það með góðri sam- visku að jeg reyndi að, láta fara vel um Berhálsu. Jeg hitaði te á sprittvjelinni minni, sem Mortensen hafði bannfært, setti mikið af sykri

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.