Fálkinn


Fálkinn - 03.06.1949, Blaðsíða 3

Fálkinn - 03.06.1949, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 LÖGREGLUÞJÓNN ★ ★ GERIST RITHÖFUNDUR Ég hygg að það sé ekki of mælt, að hvergi á byggðu bóli liafi eins margir alþýðumenn stundað bók- menntastörf og hér á íslandi. Bók- menntir þjóðarinnar eru líka skap- aðar af slíkum mönnum, bændum, sjómönnum, verkamönnum, iðnað- armönnum, að viðbættum prestum. Það er ekki fyrr en á allra siðustu árum að bægt er að tala um rithöf- undastétt, stétt manna, sem ein- göngu fæst við bókmenntastörf. Það er áreiðanlegt, að þessi stað- reynd hefir valdið því, að miklu leyti, live vel hefir tekist að varð- veita tungu þjóðarinnar, verja iiana gegn sora og uppþornun, þvi að lifandi samband ritböfundanna við hin daglegu störf landsmanna svo og náttúran til sjós og lands, leggur á tungu okkar mannanna liiníi skýr- asta málm málsins, enda eru dæm'in deginum ljósari um það, að þjóðin þarf síður að vera á verði um tungu sína gagnvart liinum óbreyttu al- þýðurithöfunduin en hinum lang- skólagengnu, sem oft reyna með brellum að skapa sér stíl, sem þá verður skrúfaður og ófrjór. Eg hef aldrei fallist á þá skoðun, að aðal- atriðið sé livernig sagt er frá, held- ur iief ég álitið, að aðalatriðið sé sagan sjálf, en Jiitt dylsfmér þó ekki, að það cr veigamikið atriði í hverri frásögn, livernig framsetn- ingin er. Gegnum aldirnar nefnum við nöfn ritliöfunda okkar •— og af skilján- legum ástæðum ber þar liæst á al- þýðumönnunum — og þá fyrst og fremst bændunum. Enn ber að sama brunni um það, að margir af snjöll- ustu frásegjendum okkar eru menn hinna daglegu starfa, menn sem vinna sín skyldustörf en setjast að kvöldi við skriftirnar. Og það hef ég oft fundið i viðræðum við þessa menn, að hvergi cr frásagnargleðin jafn skýr og lijá þeim. Ymsir, sem fást að staðaldri við ritstörf og lifa eingöngu á því eiga oft í harðri baráttu við tregðuna í sjálfum sér og líða jafnvcl sálarkvalir af penna- hræðslu, en inná slíkt hef ég aldrei fundið lijá stritsins mönnum, ritstörf in eru þenn livíid og frásögnin, sem streymir úr pennum þeirra, heimur upplyftingar og endurfæðingar. Að sjálfsögðu er ég ekki að halda því fram að stritið sjálft veki frásagn- argleði þessara manna, lieldur vil ég segja það, að vinna, sem ekki cr um of, sé oft og tíðum aflvaki nýrra afreka. Og það vildi ég staðhæfa, að sá maður, sem ckki kynnist vinn- unni á landi og sjó, ekki kann haka eða skóflugrip, ekki kann að standa öldur á sjó, er ekki líklegur til að afreka á sviði fagurra lista. — En þetta virðist þó vera lifsskoðun óf margra ungra manna, sem nú hyggj- ast að brjótast áfram hina erfiðu braut listarinnar, hvort sem um er að ræða með penna eða pensli svo að tvær listgreinar sén nefndar. í þessu samabandi get ég ekki stillt mig um að nefna þann manndóm og fyrirliyggju, sem einn af efnileg- ustu yngri rithöfundum okkar, Ósk- ar Aðarsteinn, hefir sýnt. Hann gaf út nokkrar skáldsögur. í liinni sið- ustu sleppti hann fram af sér beisl- inu og brá á leik. Hann skildi sjálf- ur, að hann hafði stokkið út af sinni eigin leið, þaðan sem hann átti heima. Hann varð að finna liana aftur. Hann réðst þvi vitavörður á Hornbjargsvita með konu sína og börn, en þangað vildi enginn fara. Þar hefir hann starfað og stritað í tvö ár. Og ég verð að segja það, að bréf hans eru hressandi. Og þar mun liann finna sjálfan sig og fara þaðan með aukinn þroska og víðari sjóndéildarliring, nánari tengsl við náttúru landsins og mannfólkið sjálft, jafnvel þó að sjaldan sjáist gestur á Hornhjargi. En þetta er orðinn of langur for- máli. Ég ætlaði að kynna hér nýj- an rithöfund. Fyrir nokkru var ég staddur i bókaverslun og hitti þar Guðjón 0. Guðjónsson bókaútgefanda. Ég spurði hann hvað liann hefði á prjónun- um og sagði hann mér þá frá tveim- ur nýjum höfundum, sem liann hefði á hendinni, báðir komnir við ald- ur og hvorugur áður sent frá sér bækur. Ég spurði um nöfn þeirra og nefndi Iiann þau. Eg varð glaður við, annan þeirra þekkti ég að fornu fari og vissi þó eigi að liann fengist við ritstörf. Ég spurði Guðjón hvort ekki væri rétt að kynna þcssa menn báða áður en bækur þeirra kæmu út og tók hann vel í það. Annan þessara manna, Guðlaug Jónsson lögregluþjón, heimsótti ég fyrir nokkrum dögum og rabbaði við hann um stund. Guðlaugur Jónsson liefir ritað um eitt þúsund arka verk. Það er allt alþýðlegur fróðleikur, sóttur í minn- ingar og sagnir á Snæfellsnesi og þá fyrst og fremst úr Ilnappadalssýslu, en þar er Guðlaugur horinn og barn- fæddur. Ég fletti gegnum þetta mikla ritverk og það kemur mér mjög á óvart ef hér er ekki um merkilegt sagnarit að ræða. Guðlaugur lýsir landsháttum, segir sögur heilla ætta, rekur þjóðsagnir, lýsir slysförum, birtir fjölmargar persónulýsingar og rekur sögur ævintýramanna. Margt er þarna sagna af einkenni- legu fólki, lýsingar á aldarliætti fyrri tíma og fjöldamargt annað, en auk þess segir höfundurinn bernskuminningar sínar. Guðlaugur Jónsson er fæddur að Olviskrossi i Hnappadal 31. mars 1895 og því rúmlega 54 ára gamall. Hann var í vinnumennsku lengi, en gerðist síðan lausamaður og var þá á ýmsum stöðum, meðal annars hér í Reykjavík á vetrum við heykisiðn. Árið 1918 fluttist hann til Reykja- vikur og taldi sig eiga vissa von í vinnu, en sú von brást, enda voru þá miklar breytingar á ýmsum svið- um. Um þetta leyti var auglýst eft- ir lögregluþjónum og sótti Guðlaug- ur af rælni, enda gerði hann sér engar vonir um að fá stöðuna. En þó fór svo, að hann varð fyrir val- inu. Síðan liefir hann verið lög- regluþjónn og unnið með öllum lögreglustjórum höfuðstaðarins. Þeg- ar sakadómaraembættið var stofnað, réðst hann þangað. Frá fyrstu tíð hefir hann aðallega fengist við rann- sóknir mála og skýrslugerðir. Arið 1934 var hann settur til að semja hegningarskrá fyrir Reykjavik, en slik skrá var engin til. Að því starfi loknu var hann settur til að semja hegningarskrá fyrir allt land- ið og vinnur hann að þvi enn. Guð- laugur Jónsson skrifar mjög fagra hönd og niál hans er allt lireint, óskrúfað og alþýðlegt, enda hefir hann numið það af besta kennaran- um, alþýðunni, ekki aðeins í æsku, heima í Hnappadal, lieldur og alla iíð síðan. Ég spurði hve lengi hann hefði unnið að hinum meiri ritstörfum sínum. Hann svaraði. Guðlciugur Jónsson. „Það er ekki langt síðan ég byrj- aði, hins vegar hefi ég alla tíð haft mikla ánægju af öllum sagna- fróðleik og alltaf liaft löngun til að skrifa. Eitt sinn, það var árið 1943, lá ég hérna heima hjá mér og i hug minn komu sagnir af eyðibýli og rústum þess gömlum, sem eru á Rauðamelsheiði. Fyrir mörgum öld- um liafði verið reist býli þar og Rauðimelur ytri og Rauðimelur syðri, eru hæir tveir i Hnappadals- sýslu. Standa þeir hvor andspænis öðrum, sinn hvoru megin Haffiarð- arár, sem er allmikið vatnsfall, og aðskilur hreppa. Bæir þessir eru því sinn í hvorum hreppi: sá syðri i Kcrtbeinsstaðalireppi en sá ytri í Eyjahreppi, Rauðimehir ytri er lal- inn landnámsjörð, og þar hefir ver- ið kirkjustaður síðan á lö. öld. Um 1750 bjó sá maður á Ytri-Rauða mel, er Þorleifur hét og var Þorleifs- son. Kona lians hét Guðbjörg Odd- leifsdóttir. Þau áttu, svo vitað sé, tvo syni: Oddleif,' fæddan 24./8. 1750 og Magnús fæddan 3./10. 1751. Þorleifur bóndi andaðist á Ytri- Rauðamel í júli 1757, en ekkja hans bjó þar áfram, og manntalið frá 1762 búið. Þar var ekkert eftir í bernsku minni nema næstum týndar rústir og svo sagnir á vörum gamals fólks. En skyndilega, árið 1915, réðst dugnaðarmaður þarna upp á heiði, reisti bæ þar skammt frá rústunum og bjó þar í tólf ár. Þarna var hart að búa og á hverjum vetri fennti bæinn í kaf svo að ekkert stóð upp úr nema strompurinn og varð stund- um að bæta við hann. Ég var að Iiugsa um það, að ef ekki væri sögð saga þessara býla myndu þær renna saman i eina heild á ókomnum öld- og margt fara forgörðum. Ég þekkti bóndann, sem reisti kot sitt þarna á auðninni og mér voru að ýmsu hæg heimatökin. Eg fór nú að viða að mér efninu og settist síðan við og skrifaði um þetta. En svo und- arlega brá við að mér opnuðust nýir lieimar og margskonar efni sótti á mig — og síðan hef ég eytt öllum tómstundum mínum í þessar skriftir. Ég skrifaði aldrei með út- gáfu fyrir augum og því síður laun. Þetta var mín gleði og mín ánægja og nú liggur ritið fyrir, en að sjálf- sögðu finnst mér ails ekki að starf- inu sé lolcið. Ég hygg að þetta rit mitt muni koma út i þremur bind- um og að fyrsta bindið komi út á þessu ári.“ Þannig sagðist Guðlaugi Jónssyni frá. Sagnir hans eru af Snæfellsnesi. Ánnar og kunnari rithö.fundur skrif- ar nú endurminningar prests frá sömu slóðum og mun mörgum þykja gaman að bera saman, enda eru nokkrir þættir i ritsafni Guðlaugs um efni sem aðeins er drepið á í rit- safni Þórbergs og séra Árna. Guðlaugur Jónsson er dulur mað- ur og fáskiptinn. Fáir hafa vitað um ritstörf lians, enda ekki siður slíkra manna að hreiða úr sér á alfara- leið. En oft liggur líka meira eftir slíka menn en flysjungana. Hér fer á eftir einn af þáttum Guðlaugs, liinn hugnæmi þáttur úr ástamálum heimasætunnar á Rauða- mel. ______________________I ber það mcð sér að hún liafi átt jörðina. Guðlaug Oddleifsdóttir and- aðist á Rauðamel 23. april 1785. Oddleifur Þorleifsson bjó á Ytri- Rauðamel eftir foreldra sína. Kona hans hét Oddhildur Jónsdóttir, dóttir hjónanna Jóns Þorkelssonar og Þóru Sigurðardóttur frá Skálholtsvík i Prestsbakkasókn í Strandasýslu. Þau áttu mörg börn. Manntalið 1801 her það með sér, að þau hafa átt jörð- ina. Magnús Þorleifsson, bróðir Odd- leifs, bjó á Syðri-Rauðamel og átti fyrir konu Sólrúnu Þórarinsdóttur. fædda að Kirkjuhvammi i Ilúna- vatnssýslu um 1754 (47 ára 1801). Þau hjón áttu eina dóttur barna, Frh. á bls. 13. V. S. V. • DdiMHttoii d RouM • Eftir Guðlaug Jónsson

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.