Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1952, Blaðsíða 38

Fálkinn - 12.12.1952, Blaðsíða 38
34 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 Di'. Albert Schweitzer. Myndin er tekin af honum 76 ára. Mesti mannvinur í heimi Það eru ekki góðu menirnir sem verða frægir í veröldinni. Caligula og Nero eru miklu frægari en Titus. — Þeir „hóg- væru og af hjarta lítillátu“ verða sjaldan frægir fyrr en eftir dauðann, en oftast nær aldrei. Albert Schweitzer er undan- tekning. Hann hefir fengið heiðursheitið: Mesti mannvinur í heimi. EGAR dr. Albert Schweitzer var á ferðalagi í Evrópu í fyrra könnuðust fæstir við þann mann. Hann hafði ekki komið neitt við dægurmálin. Hann var ekki stjórnmálamaður eða hershöfðingi, og þó að hann væri listamaður — frábær orgel- snillingur — hafði heimurinn haf t lítið af þvi að segja. Hann hafði ekki tekið þátt í samkvæmislífi stórborganna eða verið blaða- mannamatur hversdagslega, því að árum saman hafði hann lifað inni í frumskógum Afríku, fjarri allri „siðmenningu“. En þar hafði hann unnið starf, sem hefir áunn- ið honum aðdáun allra, sem meta nokkurs fórnfýsi og fagrar hug- sjónir. Albert Schweitzer er guðfræð- ingur, heimspekingur og tónsnill- ingur — er doktor í öllum þess- um greinum, og auk þess í lækn- isfræði. Hann hefir engan stór- mennskubrag á sér. Þegar þessi mikli maður var í Evrópuferða- lagi sínu í fyrra þótti blaðamönn- um skrítið að hann skyldi ávailt ferðast í III. flokks vögnum járnbrautanna og höfðu orð á því. Schweitzer svaraði: ,,Eg ferðast á III. farrými af því að IV. far- rými er ekki til í lestunum hérna.“ Svarið lýsir lífsskoðun hans, sem best verður tilgreind með orðinu: auðmýkt. 1 bók sem hann skrifaði og lýsti æskuárum sínum segir hann: ,,Nú á tímum, er ofbeldið íklætt lyginni situr í hásæti veraldar- innar, er ég samt sannfærður um að sannleikur, kærleikur, frið- semi og manngæska séu þau öfl er sigra muni. Allur annar mátt- ur takmarkast af sjálfum sér, af því að hann knýr fram annan mátt sem fyrr eða síðar verður jáfnoki hans eða ofjarl. En góð- mennskan starfar viðstöðulaust í kyrrþei. Það góða, sem maður- inn gefur umheiminum, verkar á hjörtu og hugsanir mannanna. Það er versta flónska mannsins að hann þorir ekki að gera al- vöru úr góðvildinni.“ Albert Schweitzer fæddist árið 1875 í smábænum Kayserberg í Elsass, en þar var faðir hans prestur. Þegar móðir hans sýndi vinkonum sínum nýfædda barn- ið þorði engin þeirra að óska henni til hamingju því að það var svo aumingjalegt og þær héldu að það mundi deyja von bráðar. En barnið dafnaði vel síðar. Þegar Albert var fimm ára kenndi faðir hans honum að spila á gamalt píanó, og sjö ára gam- all lék hann í kirkjunni í forföll- um organistans, þó að fæturnir næðu varla niður á pedalana. — Hann þótti ekkert Ijós í latínu- skólanum. Var seinn að hugsa og tók oft illa eftir. En honum fór fram er á leið, þó að aldrei yrði hann meðal þeirra bestu. En i mannkynssögu bar hann af öðr- um. Árið 1893 var „dreymandinn", sem bræður hans kölluðu svo, innritaður í háskólann í Strass- bourg sem nemandi í guðfræði og heimspeki. Sex árum síðar tók hann doktorspróf í heimspeki, en Albert Schweitzer gengur um og lítur eftir á spítalanum sinum. Húsið til vinstri er uppskurðarstofan. Þarna er hvorki vatnslögn né rafmagn. án þess að unna sér hvíldar hélt hann áfram og bjó sig nú undir fyrra doktorspróf í guðfræði, hélt jafnframt áfram músíknámi, tók þátt í samkvæmislífi og var að- stoðarprestur við eina kirkjuna. Þau tíu ár sem hann var að- stoðarprestur átti undirbúningur fermingarbarna best við hann. Hann reyndi að verða trúnaðar- maður barnanna. Hann taldi það skyldu sína að boða ekki gleði- boðskapinn sem trú er gefi skýr- ingu á öllu. Hann lagði áherslu á að menn yrðu að lifa í trú en ekki í skoðun. Meðan Schweitzer var að vinna að doktorsritgerð sinni í guðfræði skrifaði hann bók um tónskáldið sem hann unni mest allra: Johan Sebastian Bach. Og ennfremur kynnti hann sér orgelsmíði. Hann taldi það hlutverk sitt að bjarga gömlum og fráegum orgel- um frá eyðileggingu og ferðað- ist langar leiðir í þeim erindum. Glæsileg framabraut beið þessa unga fjölhæfa vísindamanns. Þótt ungur væri höfðu heimspekiskoð- anir hans borist meðal mennta- manna og voru mikið ræddar. En þá braut hann allar brýr. Hann var staddur í París í október 1905 og nú skrifaði hann foreldrum sínum og kunningjum, að hann hefði afráðið að fara að stunda læknisfræði og að því loknu mundi hann fara til Mið- Afríku, til að reyna að bæta kjör svertingjanna. Á barnsaldri hafði Albert Schweitzer oft furðað sig á því, að hann skyldi fá að lifa sæll og í allsnægtum er margir aðrir lif ðu í eymd og volæði. Hann var ekki nema 21 árs, er hann einn hvíta- sunnumorgun er hann vaknaði og heyrði fuglana kvaka fyrir utan gluggann og strengdi þess þá heit að hann vildi lifa fyrir tónlist og vísindi þangað til hann yrði þrjá- tíu ára, en síðan starfa að því að hjálpa meðbræðrum sínum beinlínis. — Nú voru tíu ár liðin, og Schweitzer vildi efna loforðið, sem hann hafði gefið sjálfum sér. Þegar fréttist um ákvörðun hins efnilega vísindamanns reis mótmælaalda um alla Evrópu. Það var tilviljun að hann kaus læknisfræðina .og starf meðal svertingja. Hann hafði oft hugsað sér að fórna sér fyrir munaðarlaus börn eða fyrir heimilislaust fólk. En einu sinni í Strasbourg fann hann plagg á skrifborðinu sínu frá Trúboðsfélaginu í París. Þar var grein sem hét: „Hvers þarfn- ast Kongo-trúboðið?“ Síðustu orðin í greininni voru: „Þeir sem eftir bendingu Meistarans svara: Herra, ég er reiðubúinn — það eru mennirnir sem kirkjuna vant- ar.“ Þegar Schweitzer hafði lesið greinina hélt hann áfram að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.