Fálkinn


Fálkinn - 02.04.1954, Blaðsíða 6

Fálkinn - 02.04.1954, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Spennandi framhaldssaga eftir Phyllis Hambledon. f 25 'i LegiMfnrmál s{fsn,nniyn „Nei,“ sagði ég. Ég var ákveðin í að gefa honum ekki eftir. „Þá hefði hún lialdið að ég vœri að ncyða hana til að sýna mér trúnað. Ég spurði hana hins vegar, hvort hún vissi eitthvað meira en við, varðandi dauða frú Frenier. Hún neitaði því, en ég fann hað á þvi hve æst hún varð að hún sagði ósatt! Ég er þegar búin að segja yður allt þetta einu sinni. Til iivers er að endurtaka það?“ Ég var örmagna af þreytu. Eg vildi gjarnan liðsinna Boudet, en framar öllu þráði ég þó að mega grúfa höf- uðið við öxl Martins og liágráta. „Ég vil fá það endurtekið til þess að lieyra, hvort þér segið nákvændega eins frá í seinna skiptið. Ennfremur vantar mig ýms smáatriði. Haldið þér áfram, madame, hvað sögðuð þér næst?“ „Ég sagði við Helen: „Þetta snertir Dinan á einhvern hátt? Það sást til þín, þegar þú skrifaðir bréf þar.“ Hún sagðist ekki hafa skrifað neitt bréf.“ „Hún sagði ósatt,“ sagði Boudet. „Ég hefi spurst fyrir í versluninni, þar sem hún keypti pappírinn og um- slögin. Áframl" „Ég reyndi að sannfæra hana um, að ef hún tryði mér fyrir því sem lhin vissi, þyrfti hún ekkert að ótt- ast framar. Hún var á báðum áttum. Hún sagði: „Þú myndir ekki trúa mér, þetta er svo ósennilegt." Síðan sagði hún: „Hún er farin, en hún kemur aftur, og þá gerir hún eitthvað hræði- legt við mig.“ Ég sagði henni, að svo framarlega sem Josephine kæmi aftur, tæki lögreglan hana í sina vörslu, svo að hún þyrfti ekki að óttast hana.“ „Viðurkenndi hún að það væri Josephine sem hún óttaðist?" „Nei, því að það var rétt í því, að ekið var yfir hundinn. Eftir það var ekki hægt að fá hana til að segja orð. Þegar heim kom, fór hún rakleitt fil herbergis síns, læsti sig inni og vildi ekki einu sinni hleypa systur sinni inn. Hún virtist alveg sturluð, mon- sieur.“ „Hvað gerðist niðri eftir að hún fór upp?“ Ég skýrði honum frá því. Hann fékk ýtarlega frásögn af komu Sebastians og siðan Edgars Finch. Síðan sagði ég lionum, hvað skeð hefði eftir að búið var að taka af borðinu, og ég frétti síðar að hann hefði einnig þaul- spurt Martin um það atriði. Ég sagði honum frá þruskinu, sem mér hafði fundist ég heyra er ég kom frá því að færa Helen matinn, eins og einhver hefði legið á hleri bak við hurðina, og sá hinn sgmi hefði auðveldlega getað komist aðra leið niður og inn í stofuna á undan mér gegnum eld- húsið. Margir höfðu farið inn í eld- luisið. Sebastian? Sebastian, sem liafði orðið hræddur er hann heyrði um dauða Toby, og svo hafði hann fundist á ganginum rétt áður en koni- ið var að Helen. „Mér hefði verið næst að lialda að þér hefðuð átt að vera búinn að hand- taka hann,“ sagði ég. Ég var í of æstu skapi til að hafa gát á orðum minum. Boudet hvessti á mig augun. „Ég mun vissulega handtaka hann, madame — ef hann er sekur. Ég er ekki viss um að hann sé það. Það var ekki vottur af blóði, hvorki á honum né fötum hans — og hefði liann þó alls ekki haft tíma til að þvo sér. Það var auðvitað ekki um mikið blóð að ræða, stungan var þess eðlis, cf svo mætti segja. Ennfremur liefi ég enga sönnun fyrir því, að hann hafi farið inn i herbergi Helenar. Hann var ekki með hanska, samt voru fingra- för lians ekki á hurðarhúninum. Og skýring á veru hans í húsinu er mjög sennileg, liann var á leiðinni til konu sinnar. Já, það vissum við raunar fyr- ir. Þau giftu sig í Rennes, og síðan i marsmánuði síðastliðnum hefir mademoiselle Suzy réttu lagi heitið madame Sebastian Guavara. Við höf- um þegar séð öll skilríki, en þau neyddust til að halda hjónabandinu leyndu, því að þau óttuðust reiði frú Frenier — og það ekki að ástæðu- lausu! „Dauði hennar kom sér þá sérlega vel fyrir hann,“ lirópaði ég. „Hann var mjög ástfanginn af Suzy — við tókum eftir því strax þegar hann tók á móti okkur á bryggjunni i St. Malo.“ „Þér gleymið fjarvistarsönnun hans. Við höfum vitni, sem eru reiðubúin til að sverja að hann liafi ekki getað verið i Bláskógum, nóttina sem fyrra morðið var framið." „Fjarvistarsönnun! Vorum við ekki að tala um það fyrir nokkrum dögum að fjarvistarsönnun einhvers hlyti að vera fölsuð?“ „Ég er ekki viss um að hans sé það,“ sagði Boudet. „En segið mér nú hvað gerðist, er þér fóruð upp til mademoiselle Héléne.“ „Ég sagði lienni að mér þætti fyrir ]iví hvernig fór fyrir Toby, en hún greip fram í fyrir mér. „Ég er ekki að syrgja dauða Toby,“ sagði hún. „Hann var gamall og hlaut að deyja fyrr eða siðar.“ Þessi orð koniu mér mjög á óvart, því að henni hafði þótt mjög vænt um hann og fyrr um dag- inn hafði hún virst yfirbuguð af sorg. „Nú get ég skýrt frá öllú,“ sagði hún, og ég hélt að liún ætlaði að segja mér það, en hún kvaðst vilja bíða eftir Júlíusi Hocker og segja honum allt af létta fyrstum manna." Þau eru mjög ástfangin. Hún sagði, að hann kæmi á morgun — það er að segja í dag. Hún virtist miklu rólegri eftir að liún var búin að taka þessa ákvörðun.“ Röddin brást mér skyndilega, og ég fann að ég var með grátstafinn í kverkunum. „Ég býst við að einhver hafi legið á lileri og heyrt til okkar, og þess vegna fór sem fór.“ „Þetta er mjög atliyglisverð tilgáta, madame,“ sagði Boudet og ég heyrði að honum var mikið niðri fyrir. „Þó hefir jafnan verið sagt að Englend- ingar stigju ekki í vitið.“ Ég beit á vörina. „Hvernig líður lienni?“ spurði ég. „Hvað segja læknarnir?“ „Hún lifir þetta ekki af,“ svaraði Boudet. „Það er að minnsta kosti ekki búist við því.“ „Guð minn góður!“ sagði ég. „Og þér ætlið ekki að handtaka neinn?“ Hann laut fram og otaði að mér bústnum vísifingri sínum. „Takið eftir því hvað ég segi, mad- ame. Við, sem erum hér i frönskú lögreglunni erum ekki neinir bjálfar! Mér er Ijóst að margir halda það, en þar skjátlast þeim. Vel getur verið að við vitum liver framdi morðið, en það er jafnframt luigsanlegt að eina smá- sönnun vanti — ef til vill er það fjar- vistarsönnun, sem þarf að hrekja. Eitt orð og eitt augnaráð gæti gefið okkur þær upplýsingar sem okkur vantar — og eftir því erum við að bíða. En þér getið verið þess full- vissar að sá, sem nú er grunaður, er undir ströngu eftirliti og engar likur til að hann geti sloppið. Okkur vant- ar aðeins eitt vitni, en það er ekki hér í Dinard.“ „Pierre? Vitið þér livar hann er að finna?“ „Ég segi ekki meira, madame.“ Hann stóð upp, og gaf með því til kynna að viðtalinu væri lokið. Ég fór fram til þeirra Martins og Suzy. „Hvernig gekk?“ spurði liann. Ég lét fallast niður á stól. „Boudet segir að það sé litil sem engin von um hana,“ sagði ég. Taugar mínar voru í of miklu uppnámi til þess að ég hefði gát á orðum mínum. Mér var farið að þykja mjög vænt um Helen. Mér hafði fundist hún minna á óútsprungið blóm, sem var að byrja að breiða blöð sín móti sólinni, óg hefði eflaust orðið fallegt. En það var ekki framar um neitt sólskin að ræða fyrir hana, ævi hennar virtist lokið, áður en hún var byrjuð að lifa. Martin stundi og Suzy fól andlitið í höndum sér. „Hvar er Sebastian?“ spurði ég. Ég var enn viss um að hann væri sekur og mig var liætt að gruna þau Vahli- ers hjónin. „Ég rak hann burtu,“ sagði Suzy. „Já, hann er vissulega maðurinn minn, en ég rak hann samt! Martin, geturðu skilið að ég skuli vera gift honum?“ „Ef satt skal segja stendur mér ná- kvæmlega á sama, og ég liefi þar af Forseti Brasilíu tekur á móti stjórn þarlenda STEFs, er færir honum þakkir félagsins fyrir viðurkenningu á því sem „velferða- stofnun til almenningsheilla“. Á myndinni sést fremst vinstra megin ríkisforsetinn: Getúlio Vargas, en til hægri formaður brasilíanska STEFs: tónskáldið Benedito Lacerda. „Stefið“ í Brasilíu var stofnað um líkt leyti og hið íslenska „STEF“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.