Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1954, Blaðsíða 8

Fálkinn - 08.10.1954, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Ég gat ekki flnið G var ekki nema nítján ára þegar ég giftist Itolf. Mér fannst hann svo laglegur, svo heillandi og glæsi- legur! Og þegar ég hugsa til hvernig andlit lians breyttist smátt ug smátt, varð sljórra og sviplausara af iíf- erninu hans .... ÞaS er löng og leiSin- leg saga, sem er mér svo rík í huga ennþá, aS ég verS aS skrifa liana niður. Fyrstu árin fór allt sæmilega, l)ví aS þá átti hann peningana, sem hann liafði erft eftir hana móSur sína. En kvöldið sem við komum í kaupstað- inn og fórum á gistihúsið, vorum við ekki á marga fiska. Þetta var ekki stórt eða dýrt gistihús, en mjög þokka- legt. Gistihúseigandinn, Magnús hét hann, var sjálfur víð afgreiðsluna. Og á sama augnabliki sem ég sá augun i honum, vissi ég að þetta voru sam- fundir, sem mundu verða mér örlaga- ríkir. Ég vissi ekki hvernig. Það fyrsta sem mér datt í hug var: Enn hvað liann er góðlegur! Og traustleg- ur. Hann var ekki ungur, frisklegur og fríður eins og Rolf hafði verið. En geðfelldur og ábyggilegur. — Við verðum liér hklega talsvert iengi, sagði Rolf með sama yfiriætis- fasinu eins og alltaf þegar liann talaði við gistihúsfólk og þjóna. Svo tók liann upp dýra vindlingahylkið sitt, eins og liann gerði alltaf þegar svona stóð á, „til að styrkja lánstraustið", eins og hann komst að orði við mig. Það veitti ekki af því að við höfðum ekki úr miklu að spila, og það voru ekki nema tveir vindlingar í hylkinu. Honum þótti vænt um þetta vindlinga- hylki, ekki veit ég hvað liann hefði gert ef hann hefði misst það. Það var gjöf frá leikkonu, sem hann hafði ver- ið mjög ástfanginn af einhvern tíma, og sem hann var alltaf að gorta af að hafa þekkt. HylkiS var verndargripur hans. Hann þoldi varla að ég snerti á ])ví. — Hvar er næsti veitingastaður, hélt Rolf áfram. — Og bankarnir opna víst klukkan tíu í fyrramálið, hér eins og annars staðar? Skelfing var ég orðin mædd á að heyra þetta ómerkilega yfirhorðsgort og mannalætin í honum. Ég vissi vel að „næsti veitingastaður" gat ekki orðið annað en næsti hjúgnasali, eða kannske mjólkurbúð, að minnsta kosti ekki þegar hann var með mér. Þegar við höfðum fengið eitthvað að borða var ég vön að skilja við liann því að ltann hélt beint á næstu billjardstofu og spilaði, drakk og svaliaði fram á miðja nótt með einhverjum sem hann rakst á. En ég lá andvaka i rúminu á gistihúsinu og beið. Þetta kvöld hafði ég ekki cinu sinni rænu á að fara með honum út að fá eitthvað að borða, og ég gekk ein upp stigann og inn i lierbergið. Enn eitt drepandi leiðindakvöld í gistihús- iierbergi, biðandi eftir Rolf. Daginn eftir þegar hann var farinn út, spurði gistihússtjórinn mig: — Hafið þið hjónin hugsað ykkur að verða hérna lengi? — Ég veit það eiginlega ekki, svar- aði ég. — Kannske dálítinn tíma. Starfi mannsins míns er ])annig hátt- að að við eigum erfitt með að liafa fastan samastað. Ekki gat ég sagt lionum að maður- inn minn liitti oftast „starfsbræður“ sína á sóðalegum knæpum og þvílikum stöðum. Magnús horfði einkennilega á mig en sagði ekki meira. OKKRUM dögum seinna, þegar ég var að fara út, ávarpaði hann mig aftur. — Það mundi ekki vilja svo til að þér vissuö um áreiðanlega stúlku, sein vildi taka að sér dálitla skrifstofu- vinnu, ef til viíl simavörslu, nokkra kukkutíma á dag? sjmrði hann. — ,fá, þér þekkið kannske ekki marga hér i bænum? — Ég gæti vel liugsað að fá mér þannig vinnu sjálf, sagði ég. — Ja, því að þér skiljið, bætti ég við, — að manni leiðist að gera ekki neitt, þeg- ar maður situr heima og maðurinn er úti í erindum. — Vitanlega, það er ekki nema eðli- legt. Ég vona að yður finnist ekki frekja að ég spurði! Hann liorfði þannig á mig, að ég þóttist vita að hann liefði séð og skilið ýmislegt um okkur. — Nei, þér skiljið að ég .... byrj- aði ég hálfrugluð. — Ég þarf engra skýringa við, sagði hann þýðlega. — Eg skal segja yður að maður æfist seni mannþekkjari í minni stöðu. — Það er að segja, að þér .......... Ég sótroðnaði. — Ég hefi þótst skilja að þér kunn- ið ekki við þessa óvissu tilveru, frú Berg. Þér viljið liafa eitthvað fyrir stafni. Eg hefi tekið eftir að þér eruð kvíðin og óróleg. Jæja, við skulum nú ekki tala meira um það. En viku síðar barst talið samt að þessu aftur, og það mun hafa verið mér að kenna. Þá var það Rolf sem við vorum að tala um. — Það er eins og ha'nn húist við miklu af tilverunni, vilji fá mikið ókeypis, sagði Magnús. Við sátum inni í skrifstofukompunni lians. — Hann gæti haft mikið upp úr sínum ytra manni, en ekki allt, eins og liann heldur. — Nei, bara að einhver vildi segja honum það, sagði ég beisk. — Hann er samt þesslegur að hann gæti iátið liendur standa fram úr ermum, ef þörf væri á. En nú virðist þér vera veiklaðri og áhyggjufyllri en góðu liófi gegnir, frú Berg, sagði hann allt í einu. — Er hann fjárhættuspil- ari — drekkur hann? Hann þagnaði þegar hann sá angistina í andlitinu á mér. Það lá við að mér liði vel fyrst í stað eftir þetta samtal. Ég fór að vinna á skrifstofunni, fékk að vera nærri Magnúsi, talaði daglega við hann. Hann liafði svo blessanlega ró- andi áhrif á mig. Og ég hafði ákveð- inn hlut að hugsa um, og það gerði mig rólegri. Mér féll betur við lianu með hverjum deginum sem leið, það var svo dásamlegt að vita af manni, sem liægt var að treysta. Ég hafði tekið eftir mynd af dá- lítið gamaldags en einstaklega fallegri konu á skrifborðinu, innan um bréf og reikninga. Ég spurði liver það væri. — Konan mín, sagði liann. — Ég missti hana fyrir nokkrum árum. Og meira var ekki sagt um það. V V V Eftir fast að því tvo mánuði fékk Rolf loksins atvinnu, — það var á bílaverkstæði, og vitanlega var það stórt skref niður á við í manngreinar- álitinu frá hans sjónarmiði, sérstak- lega eftir allt það gort, sem liann hafði látið af sér heyra þarna í bæn- um. Eina manneskjan sem gladdist yfir þessu mun hafa verið ég. Eitt kvöldið sat ég í skrifstofunni og var að vélrita. Það gekk ekki sér- lega fljótt því að ég hafði litla æf- ingu. Ég liafði látist kunna meira en ég kunni i raun og veru, þegar ég fékk starfið. En liann sagði ekkert og var góður og alúðlegur og virtist hafa gaman af hve klaufaleg ég var. — Þú ert alvarleg eins og skólastelpa við borðið sitt, sagði hann og brosti þegar hann sá hve vandlega ég skóf út skakkan staf, sem ég liafði skrifað. — Æ-já, ég er sjálfsagt flón. Ég leit upp til lians, og þá sá ég í fyrsta skipti í augum hans það, sem ég hafði alltaf haldið að ráða mundi örlögum mínum. — Gertrud litla. Góða Gertrud mín! Þetta var nóg handa mér. Það var ástarjátning hans, og ég fékk svima. Rolf leit á nýja starfið sitt með mik- illi fyrirlitningu. Hann liafði enga hugmynd um að eitthvað var að spretta milli mín og Magnúsar. Hann hugsaði meira um sjálfan sig en svo, að hann hefði tíma til að sinna því. Hann var allan daginn að starfa, — sagði liann, og kvöld eftir kvöld hvarf hann, til þess að fá sér frískt loft, eins og hann orðaði það. En það var samt oftast allt annað en frískt loft, sém ilmaði af honum þegar hann kom heim, seint á kvöldin. En þess konar var orðið mér svo fjarlægt, því að ég vissi að á hverjum morgni átti ég að fara til Magnúsar. IÐ urðum meira en kunningjar. Eitt kyöldið eftir að ég hafði far- ið í kvikmyndaliús, kallaði liann á mig, þegar ég var að fara upp i her- bergið mitt. — Ég verð að tala við þig, Gertrud, sagði hann. — Gerðu svo vel og sestu hérna inn rétt sem snöggvast, þetta er mjög alvarlegt mál. Ég settist nieð hattinn og í kápunni inn í litlu skrifstofuna. Það var ró- legt á gistihúsinu þetta kvöld, flestir gestirnir ýmist úti eða farnir að hátta. —- Ég hefi séð mikið þennan tíma, byrjaði Magnús. — Séð mikið og skil- ið meira ....... í gærkvöldi þegar maðurinn þinn kom heim ......... — Sást þú liann? spurði ég ang- istarfull. — Var liann ósvifinn? — Við mig? Nei. Hann ætti það nú bara eftir, úr því að ég skýt skjól- húsi yfir hann og iæt konuna haus hafa atvinnu! Ég þori að veðja um að mikið af því, sem þú vinnur fyrir, fer í vasa hans, er það ekki? — Æ, nei, taiaðu ekki um það, sagði ég biðjandi. — Jú, nú vil ég tala. Þú ert allt af góð handa honum, Gertrud, ég þoli ekki að liorfa upp á þetta lengur. — Ég þarf ekki á meðaumkvun þinni að halda, Magnús, ekki frekar en það sem þú hefir þegar sýnt mér, af svo mikilli nærgætni að ég get aldrei launað það. — Þér skjátlast þegar þú talar um meðaumkvun. Skilurðu þá ekkert, vina min. Ég elska ])ig. Eg fann þetta undir eins kvöldið sem þú komst, svo að þú skalt ekki halda að þessi tilfinn- ing sé sprottin af meðaumkvun með þér. En vitanlega hefir það ekki dreg- ið úr, að ég hefi kynnst ástæðum þin- um og hjúskaparógæfu. Ég hefi þráð að vernda þig, hugga þig ....... — Ó, Magnús, þú mátt ekki segja meira. Hver veit hvort þetta er það rétta. Þcgar ég kynntist Rolf liélt ég að þar væri ástin mikla. Kannske liefði hann ekki svallað eins mikið og hann hefir gert upp á síðkastið, ef

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.