Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1955, Blaðsíða 9

Fálkinn - 02.12.1955, Blaðsíða 9
FÁLKINN 7 MET-FLUGMAÐURINN. — Þegar Moneypenny (kannske þýðir nafnið: sparaðu eyririnn þá kemur krónan?! varð núna fyrir skemmstu heimsfræg- ur fyrir að fljúga frá London til New York og til baka, sama daginn. Hann át morgunverð tvisvar þennan dag, því að eftir morgunmatinn í London kom hann svo snemma til New York, að þar var enn morgunverðartími. Það er sem sé 6 tíma munur á klukkunni, og Moneypenny var ekki nema eitt- hvað yfir 7 tíma á leiðinni, svo að minnstu munaði að hann flygi jafn- hratt sólinni. Hins vegar fékk hann engan hádegisverð. En þegar hann kom til London um kvöldið var ekki enn lokið miðdegisverði þar, því ao hann er stundum etinn seint þar í borg. — Eins og sjá má á myndinni er Pétur Money-Penny giftur og á börn. eyrum — nýtt og spennandi. Er þaS ekki? — Jú. Anne tókst að stilla sig. — Ég er kominn á þann aldur aS mér finnst hjónabandiS vera góS höfn. Hann brosti og starSi út á dimman sjóinn, og undarlegur geigur greip Anne. Var allt þetta inngangur aS þvi, sem hann ætlaSi aS segja henni: aS liann hefSi afráSiS aS giftast I.illy Sheridan? AuSsjáanlega var þaS svo, þvi aS hann hélt áfram: — Veistu aS áSur en ég lagði i þessa ferð, skildi ég ekki hve fátæk ævi mín var orSin? Alveg þangaS til nú — og þaS er skrítiS — liefi ég aldrei gefiS mér tíma til aS staldra viS og hugsa um þetta — og athuga hvar ég mundi eiginlega lenda..... Hann þagnaSi í miSri selningunni og nú varS löng þögn hjá báSum. — Þér .... þér líSur betur núna, Nicholas? spurSi Anne loksins. Nic- liolas leit viS og liorfði á hana. Hann fieygSi snöggt frá sér vindlinum, og sást glóandi bogi eftir hann uns hann fór i sjóinn. — Betur? Mér — jú, mér líður miklu betur, þakka þér fyrir. Var þaS imyndun, eSa lieyrSi hún einhverja ergju i röddinni? — Mér þykir golt að lieyra þaS. Þú — þú gerðir mig hrædda, þarna um nóttina. — ÞaS var engin furSa. Ég varS liræddur sjálfur. Nú varS þögn aftur og Nicholas stóð upp. — Nú munar minnstu að viS forum að tala um sjúkdómseinkennin mín. Hann brosti út í annað munnvik- iS. — Komdu, viS skulum ganga um þilfariS, og gleyma því aS þú ert lijúkrunarkona og ég fyrrv. sjúkl- ingur þinn. Ég vildi óska, Anne, aS ég gæti látiS þig skilja mig. Ég er sjálf- sagt mesti klaufi, þegar öllu er á botn- inn hvolft. Hann rétti fram liöndina, og Anne tók í hana meS skjálfandi fingrum. — HeyrSu, Anne.......Andlit hans var rétt viS andlit liennar. — Þú titr- ar. HvaS er aS? Hefi ég misskiljiS þig? Hver er þaS eiginlega, sem þér þykir vænt um? Anne fékk ekki ráSrúm til aS svara honum, því aS í sönni svifum heyrSist rödd Lilly, loSin og ásakandi: — Nicky! Þú heldur þig þá hérna? Ég liefi verið að leita að þér, hátt og lágt. Þú lofaðir aS vera fjórði maður í bridge meS Cliarlestonbjónunum. — Varstu búinn að gleyma þvi? — Já, því miður. Nicholas sleppti hendi Anne. — Eru þau farin að bíða eftir okkur? — Já, góði. Lilly færði sig aS honum og smokraði hendinni undir handlegg- inn á honum. Það skrjáfaði i glæsi- legum, hvítum samkvæmiskjólnum. Anne var i þann veginn að hverfa þegar Lilly virti hana viðlits og sagði: — Nei, þarna er þá systir Anne! Er- uð þér að fá yður lireint loft eftir erfiðið i dag? YSur veitir sannarlega ekki af að hvíla yður, góða — þér hafið verið dæmalaus — alveg' dæma- laus. Finnst þér það ekki, Nicky — lnin liefir verið lietja. Ef yðar hefði ekki notið við mundi ég hafa misst elsku drenginn minn. Ekki veit ég hvernig ég á að fara að því að launa yður það, sem þér liafið .gert fyrir mig. ViS — Nicky, við verðum að gera citthvað fyrir liana, finnst þér það ekki? Hvernig líst yður á að koma með okkur eina kvöldstund inn i Bombay — i virkilegt samkvæmi, scm þér munið alla yðar ævi? List yður ekki vel á þaS? Þó að vitanlega vegi l)að ekki upp á móti því, sem þér hafið gert fyrir Dale og mig, en .... Hún brosti innilega. Anne stamaði: — ÞaS — það er fal- lega hugsað af yður, frú Sheridan, en — þér megið ckki láta yður finnast að þér standið í ncinni þalckarskuld við mig..... — Æ, góða mín! Lilly tók í hönd- ina á henni. — ÞaS geri ég sannar- lega. Ég á yður líf drengsins míns aS launa. Hún sneri sér að Nicholas og sagði með hrifningu: — Nicky, nú veit ég hvað við eigum að gera. Við náum í hljómleikamiða lianda þeim og förum með þeim um borð i skemmtisnekkju Silva á eftir. Nicholas hleypti brúnum. — HvaSa „þeim“? — Æ, vertu nú ekki svona utangátta. Handa systur Anne og föngulega stýrimanninum hennar, vitanlega — herra Ferrell. Þú verður að sjá um að hann fái iandgönguleyfi, þvi að ég geri ekki ráð fyrir aS Anne skemmti sér, nema unnustinn liennar sé nærri, heldurðu það? — Nei, líklega ekki. Rödd hans var ískiild, og Anne gat ekki leynt roðan- um, sem kom i kinnar henni. — ÞaS er þá afgert mál, sagði Lilly hróðug. — Ég er viss um að þér skemmtið yður — snekkjan hans Silva er alveg eins og ævintýri úr „Þúsund og einni nótt“, og .... — Ef við eigum að spila bridge við Charleston er vist best að viS förum, sagði N'icholas höstugt. — Já, það er kannske best. En Lilly stóð kyrr og brost til Anne. — Þér verðið endilega að koma i samkvæm- ið mitt, er það ekki? Þér og herra Farrell? Ég á að halda hljómleika i Bombay, en vitanlega á ég ekki að vera ein á skemmtiskránni. Gerda Francelin á að syngja. ÞaS verður talsvert gott kvöld. — Hjartans þakkir, frú Sheridan, sagði Anne. — ÞaS er fallega gert af yður að stinga upp á þessu. — Þér eigið skilið að lifa glaða slund við og við, og sama er að segja um unga piltinn yðar. Hann hefir ver- ið eins og vængbrotin æður, allan tím- ann sem þér voruð í sóttkvinni. Þér megið ekki vera slæm við liann — má hún það, Nick? — Nei, sagði Nicholas. — Slæm má luin ekki vera. GóSa nótt, Anne. Hann vatt sér burt og Lilly varð að lilaupa til að ná í hann. Anne beið þangað til þau voru horf- in. Svo gekk hún linarreist niður í klefann sinn. Þegar hún var háttuð, hálftíma síðar, mundi hún, klökk i huga, að Nicholas hafði ekki brosað til hennar um leið og hann bauS henni góða nótt. Hvaða möguleika liafði hún móti konu, sem var jafn glæsileg — jafn veraldarvön og jafn ófyrirleitin og Lilly Sheridan var? TRÚLOFUNARGILDI? LILLY heimsótti son sinn morgun- inn eftir. Anne var yfir honum — þegar Tim Lane kom með hana, og Anne létti er hún sá hve Dale varð glaður, er hann sá móður sína. Drengurinn var frá sér numinn af fögnuði og liélt dauðahaldi i móður sina, eins og hann ætlaði aldrei að sleppa henni aftur. Aldrei þessu vant ýtti liún honum ekki frá sér, og hún fékk tár i augun. — Dale, ástin mín, en livað það var gaman að sjá þig aftur, og að þér hefir batnað svona mikið síðan i gær. En þú ert svo skelfing magur! — ÞaS gerir ekkert til, mamma. ÞaS er eingöngu af því, að ég hefi ekki verið neitt svangur. Æitlarðu að vera hérna hjá mér? GeturSu lesið ævintýr fyrir mig, svona eins og þú gerðir þeg- ar ég var lítill? Ég hefi fengið svo mikiS af nýjum bókum .... einhverjir hafa sent mér þær — fólk, sem ég hefi ekki einu sinni séð. — Hefir einhver sent þér bækur, væni minn? Þá skal ég verða hjá þér og lesa fyrir þig. Hún léit á Tom Lane og Anne. — Ef ég þá má gera það? — Já, áreiSanlega. Hann hefir ekki nema gott af því, sagði Tim. En hann ýtti Dale niður á koddann aftur. — Þú verður að liggja kyrr i rúminu, drengur minn, — annars fær enginn að vera hjá þér. — Ég skal ekki hreyfa mig, sagði Dale. Anne fór út úr sjúkrastofunni og Lilly varð ein eftir lijá Dale. — Aðeins hálftíma, sagði Tim að- varandi. — Ekki lengur. Hann verður að fá að sofa eins mikið og hægt er, næstu dagana. En mér þykir vænt um að Lilly bauSst til að lesa fyrir hann. Augu Tims ljómuðu. — Hún á auðvelt meS að laða fólk, finnst þér það ekki? Hún launar Dale sonarást hans, held ég. Hann brosti. — En ég befi hins vegar enga von. Jæja, það verður ekki við þvi gert. Hann labbaði áfram, með hlustun- artækið um hálsinn. Anne horfði á eftir honum, en nú kallaði Leni til hennar úr skrifstofu- kompunni sinni. — KomiS þér og fáið yður tebolla með mér. Anne fór inn til hennar og Leni liorfði á hina yngri stallsystur sina og sagði, bæði í gamni og alvöru. — HvaS er það sem ég heyri um yður, systir? Þér ætlið Framhald í næsta blaði. MORGUNGANGA PHILIPS Philips er aldursforseti í dýragarð- inum í Vincennes. Þessi nashyrning- ur hefir verið þar síðan 1934 og á hverjum morgni rambar hann kring- um pollinn í búrinu sínu og speglar sig. Ef til vill dreymir hann um feg- urðina í átthögum sínum og um að fá að sjá einhverja frændur sína í staðinn fyrir að þurfa að skoða spegil- myndina af sjálfum sér. LITLI TÓNSNILLINGURINN. — Hún hefir náð í lúðurinn hans pabba síns og reynir sig niðri í fjöru, þar sem enginn getur heyrt til hennar. Það er auðséð á andlitinu á henni að hún er músikölsk. MINSTU ÞÁTTTAKENDURNIR. — Þessir reiðmenn voru þeir yngstu, sem nýlega tóku þátt í hestamannamóti i Englandi, þriggja og fimm ára. Þeir voru á smáhestum og vöktu mikinn fögnuð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.