Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 18.05.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 forarslóðar og húsin eins og slcúrar. Þarna var andrúmsloftið annartegt, ólikt þvi, sem hann hafði átt að venj- ast. Hann þekkti ekki nokkurn mann þarna, var einstæðingur og leiddist og langaði heim. Hann fékk smáiherbergi á gisti'húsi í Los Angeles, rétt hjá leikhúsinu, sem liann hafði leikið í þegar hann var með Fred Karno-félaginu. Og svo liðu margar vikur þangað til hann gerði vart við sig hjá Keystone Pic- tures og lét vita að hann væri til taks. í fyrsta skipti sem hann hafði skap i sér til að mæta á skrifstofunni fór hann með sporvagninum þangað, kom út, leist illa á sig og fór heim á gisti- lhisið með sporvagninum til baka. En liann reyndi að vinna bug á þessari andúð sinni, og gerði nýja tilraun eftir nokkra daga. Þegar hann kom á kvikmyndastöðvarnar var verið að taka leikatriði úr ýmsum kvik- myndum samtímis, á mörgum leik- sviðum. Þarna var hræðilegur hávaði. Það var engin þörf á að liafa kyrrð, þegar verið var að gera kvikmyndir í þá daga. Ghaplin varð hræddur og tapaði sér alveg. Þarna á leiksviðinu voru ýmsir kunnustu leikarar þeirra tima, og svo stóð á myndátökunni, að þeir voru margir liverjir í einkennisbúningum lögregluþjóna. Mack Sennett, sem hann átti að starfa hjá, kom og heilsaði Ghaplin. Honum fannst þetta vera fámáll og stirðbusalegur Englcndingur, sem kynni ekki að lireyfa sig nema liægt. Hvernig mundi þessi ungi maður geta náð þeim flýti í hreyfingum, sem Ameríkumenn vildu hafa í kvikmynd- unum? Hann vissi ekki neitt um hæfileika Chaplins sem fimlcikamanns og íþróttamanns, — hann vissi ekkert um hið ótrúlega þol hans, sem var meira en flestum leikurum var fært. En á hinn bóginn hafði Gharlie séð nógu mikið til ])ess að hann var sann- færður um að liann mundi ekki eiga heima i svona leikarahóp. Þegar liann lék með andliti sínu gerði liann það mjög hæglátlega, hugsandi — liann náði áhrifum hjá áhorfendunum með smávegis brögðum, sem brugðust ekki. Amerikumenn heimtuðu hraða. Þeir sögðu við Chaplin, að Englendingar væru svo seinir á sér — þeir mundu aldrei verða vinsælir lijá áhorfendun- um — þeim mundi þvert á móti leið- ast, að horfa á allar silalegu, ensku hreyfingarnar. FYRSTA MYND CHAPLINS. Chaplin var nú kominn þarna til lioilywood, og Mack Sennett fannst hann verða að reyna hann — að minnsta kosti. Hann bað Charlie um að nota sama gervið, sem hann hafði notað í „Stolnar fjaðrir" — og þar af leiðandi byrjaði Chaplin í kvikmynd- unum sem útlifaður tréspónastúdent, sem átti að vera um fertugt. Það hitt- ist svo á að kvikmyndin hét: „Barátt- an fyrir tilverunni“. Hún var frumsýnd 2. febrúar 1914 og vakti litla athygli. Sum blöðin hrós- uðu Chaplin, en önnur ekki. Hin síð- arnefndu sögðu, að hann kæmist ekki í hálfkvisti við Ford Sterling. Eins og áður var minnst á, var það hraðinn, sem var fyrsta boðorðið hjá Mack Sennett, sem kvikmyndastjóra. Það varð að láta margt gerast á Jiverj- um tíu mínútum, en Chaplin var of scinn á sér til að bregða svip, á þann hátt sem honurn þótti við þurfa. Sennett hafði orðið fyrir miklum von- brigðum. Hann sá fram á, að hann yrði að glíma við Chaplin í lieilt ár, til þess að hann „félli inn í ramm- ann“, sem hann liafði gert löngu áður. En hinir leikendurnir voru himin- lifandi. Þeir þurftu ekkert að óttast, | af þessum enska drumbi, og gátu gert [ sér von um að hækka í tigninni. Og þarna fékk Sennett fyrir ferðina að vera að ráða enskan nýgræðing að félaginu. Enginn af leikcndunum hafði mætur á Chaplin. Þeir kunnu ekki við að hann var svo ómannbléndinn og sat oft með bók og las, i staðinn fyrir að tala við hitt fólkið. Og Chaplin var eins og álfur úr hól. Átti hann að hætta við allt saman og fara heim? Nei, hann vildi ekki gefast upp úr því að liann var kominn út í þetta og ætlaði að reyna til þrautar. Hvað sem árangr- inum leið liafði hann þó allajafna dá- lítið upp úr þessu. Hann haíði alltaf verið sparsamur. Jafnvel þegar hann hafði þriggja punda kaup á vilui, liafði hann tals- vert afgangs. Ef hann eignaðist nægi- lega mikla peninga gat hann orðið sjálfstæður, og þá gat hann gert það sem hann langaði til að gera! CHAPLIN-„FÍGÚIÍAN“ VERÐUR TIL. Næsta hlutverkið hans var fremur liliðfjörlegt. Sennett ætlaði sér að búa til stutta „fréttainynd" og i einu atriðinu vildi hann sína barn, sem tæki þátt í kappakstri á bifreiðum. Þetta átti allt að gerast á fimrn min- útum. Nú sagði hann við Chaplin, að hann ætti að koma eins og fjandinn úr sauðaleggnum og gera þennan kapp- akstur skemmtilegan. En ekki benti hann Chaplin á hvernig hann ætti að gera það. Og þess vegna varð Chaplin að gera sér gervi eftir eigin geðþótta. Hann hugsaði sér að nota sams kon- ar föt og hann hafði verið í þegar hann lék „lasaron" í einum af smá- þáttaleikjum Freds Karno. Sá leikur hét „Úthverfi Lundúna". En að auki fékk hann til láns liólkvíðar buxur og mjög þröngan jakka. Hann hafði notað pípuliatt í fyrstu myndinni, en nú náði liann sér í harðan hatt, og i stað þess að nota hálsklút setti hann á sig langt háls- bindi. Hann fór i ein af stóru stíg- vélunum af Ford Sterling, en til þess að láta þau tolla á fótunum setti hann hægra stígvél á vinstri fót, og öfugt. Áður hafði hann notað sitt yfir- skegg, en nú klippti hann það, svo að ekki varð eftir nema stutt „tann- burstaskegg", sem veröldin átti eftir að kynnast betur síðar. Og svo fékk hann sér grannan göngustaf, sem liann gat undið um fingur sér. Þannig var búningurinn sem hann notaði meðan hann varð að verða heimsfrægur. Hann var í vafa um hvað það væri, sem áhorfcndurnir byggjust við að hann gerði meðan börnin væru í kapp- akstrinum, en svo datt honum í hug atvik, sem hann hafði séð einu sinni — og hlegið af. Þá hafði einhver verið að kvik- mynda einhverja opinbera athöfn. Charlie ihafði tekið eftir þvi að einn af umsjónarmönnunum var í sífellu að rápa fram hjá, og brosti og kink- aði kolli framan í kvikmyndarann. Þetta var sprenghlægilegt. Þetta ætl- aði Charlie að nota sér. Hann sagði leikstjóranum, Henry Lehman frá hugmyndinni. — Við skul- um reyna það, sagði Lehman. — Hver veit nema það gangi vel? Svo fékk hann „svika-ljósmynda- vél“, sem átti að nota, og Charlie var náunginn, sem alltaf var að flækjast fyrir. Honum lenti í illindum við Ijós- myndarann og hljóp beint inn á ak- brautina og varð fyrir krökkunum. Og lenti i klónum á lögreglunni sem reyndi að koma honum á burt. SIGUR! Þessi mynd var frumsýnd 7. fehrú- ar 1914, fimm dögum síðar en sú fyrri. Og hún vakti feikna fögnuð. Allir hrifust af þessum litla ræfli, sem lang- aði svo mikið til að „komast á mynd- ina“ — cn allir voru að hindra. Og alltaf þegar Chaplin varð fyrir ónæði af öðrum tók hann ofan, brosti, yppti svo öxlum og sveiflaði stafnum sínum. Nú skildi Nack Sennett að hollast mundi vera að láta Chaplin leiðbeina sér sjálfan. Og tveimur mánuðum siðar var Charlie farinn að skrifa kvikmyndahandrit og — stjórna leiknum. Áður en Chaplin fór að semja mynd- ir sínar sjálfur lék hann í niu öðrum kvikmyndum. Sú fyrsta hét: „Undir- samleg vandræði Mabells". Þar átti hann líka að koma eins og skollinn úr sauðarleggnum og verða fyrir öðru fólki. Þetta varð langt leikatriði. En Chaplin þótti svo skemmtilegur að hvorki leikstjórinn né Ijósmyndarinn vildu taka eftir þvi. Allir störðu á Chaplin, og jafnvel meðleikendur hans klöppuðu fyrir honum. I þessari mynd sýndi Chaplin þann sérstaka liátt sem hann hafði á því að beygja fyrir horn. Hann tekur til fótanna, snarstansar svo allt í einu og hleypur svo beint út á lilið, rekur sig á og hleypur til hinnar hliðar- innar — og lætur hattinn hneygja sig i sífellu, en glápir sjálfur eins og asni á meðan — og lineigir sig ekki. Þegar hér var komið sögunni var Charlie nýlega orðinn 25 ára. En nú var hann orðinn besti gamanleikarinn í kvikmyndaheimi Ameríku. Og nokkrum mánuðum síðar var hann orðinn heimsfrægur. I næsta blaði: — Dýrkeyptasti og frægasti gamanleikari í ver- öldinni. Chaplin í myndinni „Hnefaleikarinn", sem var gerð 1915, og varð einkar vinsæl í „Nýja Bíó“ forðum daga.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.