Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1957, Blaðsíða 9

Fálkinn - 12.07.1957, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 — Mig langar til a<5 heyra ofurlitið meira um þetta, þegar Tony tók bíl- inn. Það var þá í Randoph Street, sem þið náðuð í þennan bil ... ? — Nei, hljóðaði hún. — Það var á Montmorency West. Ég hefi sagt það hundrað sinnum! Tony hitti mig kringum klukkan eilt fyrir utan Woolys — ég vinn þar. Ég átti frí — ailar stóru verslanirnar lolca klukkan eitt á miðvikudögum. Við sátum svo sem klukkutíma í garðinum, svo gengum við um stund og svo settumst við aftur. Og þá stóð bíll á Montmor- ency West og lyklarnir í lionum. Við ókum kringum klukkutma og settum bílinn svo á sama stað aftur . . . ÉG var ekki fyllilega ánœgður þegar ég kom heim, og konan mín fann það á sér. — Þú ert eitthvað svo ólund- arlegur, sagði hún. — Og þó hafa þeir lofað þér betri stöðu og þar fram eftir götunum! — Ég er ekki viss um að neitt verði úr þeim frama, sagði ég. — Hvernig list þér á að ég fengi mér venjulega skrifstofustöðu fyrir 2500—3000 krón- ur á mánuði, Nancy? — Það væri hægt að lifa á þvi líka, sagði hún og strauk mér hárið. TEKUR þetta langan tíma? spurði Martinez um leið og hann stöðvaði bilinn við Randolph Street 1425. — Já, helst, svaraði ég og skeRti aftur bílliurðinni. Miðaldra vinnukona kom til dyra og hleypti mér inn í stofuna til Celiu Lanham. Hún setti glasið frá sér. — Wright lögreglufuRtrúi? Það ... Meðal annarra orða ... Neil hefir verið að tala um að við ættum að fara í ferðalag um tíma. Við verðum að reyna að gleyrna. Má ekki bjóða yður glas? Ég settist í stól og þáði það. — Ég get ekki um annað liugað en þetta ferðalag, sagði hún. — Það er orðið svo langt síðan við Neil liöfum farið í ferðalag saman. — Já, ég skil það, sagði ég — ég skil livernig manni finnst að vera eins konar varaskeifa og sitja aRtaf á hakanum. Það skýrir svo margt. Ég þykist vita hvcrnig yður hefir liðið, ■frú Lanliam. — Ég setti 'glasið frá mér á borðið við stólinn. — Ég hefi oft hugsað um hvernig tilfinningar það vekur að aka yfir barn og flýja svo og finna að nú er of seint að iðrast. Heyrið þér, frú Lanham — hvernig finnst manni það? Hún setti glasið frá sér, svo hart að 'skall í. Augu hennar störðu á mig, svört og uppglennt. Hún hélt hend- inni fyrir munninn. — Ég veit allt, sagði ég. Eg stóð upp og gekk út að glugganum og horfði. — í dag eru réttar sex vikur síð- an fimmtudaginn sem þér sögðuð mér ihérna inni í þessari stofu, að þér liefðuð lagt bílnum fyrir utan garðs- liliðið kringum klukkan nítján. Þér sögðust Jiafa komið úr borginni, af útsölu í stórverslun. Ég kveikti mér rólegur í vindlingi. — Hér i borginni eru nú engar út- sölur i stórverslununum á miðviku- dögum í júlí og ágúst. Þá eru stór- verslanirnar lokaðar. Ég frétti þetta hjá stúlkunni piltsins, sem var lát- inn fara í fangelsið fyrir yður. Hún vinnur nefnilega í stórverslun. Og ég hefi gengið úr skugga um að þetta er rétt. Ég gekk til hennar. Hún sat með hendurnar fyrir andlitinu. — Ég lvefi líka gengið úr skugga um annað, sagði ég og fleygði í liana samanvöfðu pappírsblaði. — Hér er boð i kokkteil á Ritz. Þér voruð þar, og í öðrum samkvæmum áður. Fóikið á þessum stöðurii þekkir yður, frú Lanham. Hefir þekkt yður í mörg ár. Þér gangið á röðina í drykkjusam- kvæmunum en létuð vinnukonuna hugsa um barnið og mannfnn yðar furða sig á hvar þér væruð niður- komin. Þér komuð í þetta samkvæmi klukkan 17, frá Lanhani. Og hve lengi voruð þér þar? Dyravörðurinn á Ritz gat sagt mér bað. Hann mundi meðal annars eftir þvi vegna þess að þér höfðuð lagt bílnum á óleyfilegum stað fyrir utan gistihúsið. Lögreglu- þjónn var að skrifa hjá sér númerið, en dró sig í hlé þegar hann sá að þetta var einkabíll lögreglustjórans. Og þetta gerðist á miðvikudagskvöld, skömmu eftir klukkan 20. Dyravörð- urinn vottar það. Þér voruð góðglöð, sagði hann. Og þér gáfuð bensin í mesta lagi er þér fóruð af stað. Hún stundi. Ég settist og horfði á hendurnar á mér. Þær voru kaldar og rakar. — Þér megið ekki halda að mér þyki gaman að þessu, sagði ég. — Þetta er hörmulegt. Lögreglustjóra- frúin liefir fengið of mikið í kollinn, dóttir yðar drepin á götunni og pilt- ur úr vesæRa hverfinu í fangelsi nieð 20 ára vist framundan. Það var engin furða þó að þér rækjuð upp trölla- lilátur þegar ég kom og sagði yður, að bílnum yðar hlyti að hafa verið stolið. — Lítið þér á mig! stundi frú Lan- ham. — Lítið þér á mig! Haldið þér ekki að ég hafi fengið að borga fyrir þetta? Ég vissi ekki að það var Cissy, sagði hún og tók höndunum fyrir andlitið og snökti. NÚ heyrðist iskra i bíl sem hemlaði. Kastljós féll inn um gluggann. — Þessi piltur má ekki sitja í fang- elsi fyrir yðar sök, frú Lanham. Og nú skuluð þér segja manninum yðar alla söguna — áður en ég geri það. — Nei, sagði hún og röddin var ró- leg og stillileg. — Heyrið þér fóta- takið í ganginum? Nú er hann að koma. Hann er að koma til min. Loks- ins, eftir ellefu löng ár. í eKefu ár hefi ég ekki verið til í meðvitund hans. Hann var maðurinn minn, en ekkert var honum neins virði í ver- öldinni nema Cissy. Andlit hennar var tært og þreytu- legt en augun gljáðu. — Það var þetta, sem þurfti til þess að sýna honum leiðina til mín aftur, hélt hún áfram og það var eins konar bælt sigurhrós í röddinni. — Kvöldið sem þetta gerðist kom hann til mín aftur, hann kom í faðm minn og grét eins og barn. Ilann varð maðurinn minn á ný. Auðvitað segi ég honum þetta ailt einhvern tíma. Lykli var stungið í skráargatið. — Heyrið þér, hvíslaði hún. — Nú kernur hann til mín! Þér dirfist ekki að segja honum neitt. Ef þér gerið það þá kremur hann yður — ég skal sjá um það. Þér eigið sjálfur konu, sem þér elskið. Og lítið barn. Þér verðið að sjá þeim farborða ... —, Ekki fyrir svo mikið verð, frú Lanham, í þessum svifum kom Lanliam lög- reglustjóri inn í stofuna. Hann var með böggul í ljómandi fallegum um- búðum undir handleggnum, auðsjá- anlega gjöf. Og hann virtist glaður. — Hvað er nú þetta — er ég að trufla stefnumót? sagði hann og hló. — Celia og besti grennslarinn minn. .Tá, ég var einmitt að hugsa um hvað Martinez væri að gera i útvarpsbiln- um hérna fyrir utan. Hefir Celia hoð- ið yður i miðdegisverð? Ég hristi höfuðið en gat ekkert sagt. — Rorðið þér með okkur, .Tohnny. Celia lætur okkur fá eitthvað gott að borða. Hún er dásamlegasta húsmóð- irin i heimi. Það er skritið, Jo'hnny, að þess konar uppgötvar maður ekki fyrr en með árunum. Hann hló og tók um mittið á kon- unni sinni. Hún lagði aftur augun og hallaði höfðinu upp að öxlinni á hon- um. Svo færði hún sig frá honum. Ég vissi að nú var að draga til úrslita. — Nei, sagði hún og röddin skalf. — Hvað er að? spurði hann. Munn- ur hans kipraðist saman og hann horfði hvasst á mig. — Neil, sagði hún svo lágt að það heyrðist varla. — Eitthvað hefir komið fyrir hérna, sagði hann byrstur, allt að því ógnandi. — Ef þér liafið sagt eitthvað, Joihnny ... ef þér hafið hafið angrað konuna mína, þá skal djöfullinn ... — Ég iheld að frúin þurfi að segja lögreglustjóranum eitthvað ... Ég stóð upp og gekk fram að dyr- unum. Tók liendinni um lásinn og stóð þannig og horfðist i augu við húsbóndann. — Fyrir tveimur mánuðum fól hús- bóndinn mér að finna þann, sem hafði ekið yfir litlu telpuna hans og drepið hana. Ég átti að ljúka þeirri rannsókn, þó svo að það yrði tíu ára verk. Ég hefi lokið þessu erindi. Nú ætla ég að biða í bilnum hérna fyrir utan. Ef luisbóndinn á erindi við mig þá kemur hann út. Ég tók lögreglu- skiltið mitt, blátt og gult, upp úr vas- anum og liéTt þvi fram. Svo lokaði ég dyrunum hægt á eftir mér. ÉG settist inn i bilinn hjá Martinez. Svo stakk ég dollaraseðli i lófann á 'honum og sagði: — Fáðu þér annan bil. Ég ætla að liafa þennan bil, sagði ég þreytulega. — Hvað er um að vera? — Ég vil ekki að þú verðir við- staddur þegar ég verð rekinn. — Hvað, gengur að þér, Johnny? Get ég hjálpað þér ... — Já, með því að fara, sagði ég og ýtti 'honum út. Ég færði mig i bílstjórasætið og hengdi liöfuðið niður á bringu. Ég var ósköp þreyttur. Eg hugsaði heim til mín, til hlýjunnar í stofunni, til Nancy og barnsins. Og mér varð líka hugsað til Tony Rosetti, sem lá vak- andi i klefanum sínum. Ég veit ekki hve lengi ég hefi set- ið þarna hálfblundandi, er ég vakn- aði við hljóð. Og dyrnar voru opn- aðar. 1 ljósglætunni sá ég tvær mann- eskjur standa 'hlið við hlið og hönd í hönd. Þær komu hægt til mín og marraði í mölinni á stígnum undan fótum þeirra. — Aktu heim, Johnny, sagði lög- regustjórinn og röddin var eins og í dauðum manni. — Aktu heim til konunnar þinnar og barnsins. Og — haltu skiltinu þínu. Ég kinkaði kolli. Svo þrýsti ég á ræsinn. Riðtiminn minn var liðinn. En hans var að byrja. —Ó— H. C. HANSEN í INDLANDI. — í fyrstu norður-flugferð SAS til Japan var H. C. Hansen forsætisráðherra aðalgesturinn. Og notaði hann tæki- færið til að heimsækja heldri menn ýmsra austurlandaþjóða á helmleið- inni. Hér á myndinni er hann stadd- ur í New Delhi, á tali við Scri C. Rajagopalarchi, sem varð stjórnar- ful'ltrúi Breta í Indlandi eftir Mount- batten lávarð. KONUNGLEG GJÖF. — Elizabeth Bretadrottning heimsótti Portúgal fyrir skömmu og var mikill viðbún- aður undir þá komu. Meðal gjafanna, sem drott'ningin tók við var þcssi brúða, sem þó var e'kki gjöf til Eliza- bethar heldur til Önnu dóttur hennar. SLIM WHITMAN sem töfrað hefir hálfa ameríku með söng sínum, er nú kominn til Englands með gítarinn sinn. Vitanlega var honum tekið með kostum og kynjum. Hérna er ung stúlka, sem daist að Slim og hefir saumað heitin á nokkrum söngvum hans á húfuna sína.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.