Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 30.01.1959, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN HVER ER HÚN * . . . * , TtlarUyn Ttlonroe? MARILYN ER HÚN SJÁLF. Jolinny var svo eftirvæntingarfull- ur, að maSur skyldi halda að hað hefði verið hann sjálfur, sem átti að leika lilutverkið. Og jafnvel Lucille fékk hjartslátt líka, út af Marilyn, en Natasche ias hlutverkið með henni. Hún las tilsvörin upp aftur og aftur og æfði sig í að setja andlitið í réttar fellingar og stellingar, Natasche sýndi henni hverja einustu hreyfingu — hún blátt áfram dáleiddi hana. Loks fór Marilyn til Hustons. Þar voru nokkrir menn að staðaldri, og það var sjáanlegt að Huston hafði sagt þeim frá hinum nýja feng sínum, þvi að þeir góndu forvitnir á Marilyn. Þeir virtust vera i góðu skapi, þvi að allir brostu og hlógu. Fyrir Marilyn var allt eins og í þoku. — Jæja, haldið þér að þér getið leikið hlutverkið? spurði Huston. Ekkert svar. — Ungfrú Monroe, ég er að spyrja yður hvort þér getið tekið hlutverkið að yður? Ennþá þögn. — Hvað gengur að yður? Hvers vegna svarið þér ekki? — Ég . . . ég . . . Marilyn gat ekki stunið upp nokkru orði. Hún mundi að hún hafði einu sinni upplifað þetta sama á barnaheimilinu. Hún vissi að ef hún færi að stama núna, væri úti um allt, sennilega um aldur og ævi. Enginn leikstjóri mundi þora að setja hana fyrir framan Ijósmyndavél. Hún harkaði af sér og stundi upp: — Ég ætlaði bara að skila handritinu. Nú urðu brosleitu mennirnir alvar- lcgir. Þeir litu sneyptir hver á annan og stálust til að gefa stúlkunni horn- auga. Huston þrammaði aftur og fram um gólfið. Honum fór að skiljast livað gekk að þeirri ljóshærðu. Sjálfur liafði hann átt að leika í fyrsta skipti, einhvern tírna fyrir langalöngu. Hann var alveg á hennar bandi, og vildi alls ekki krefjast tilraunaæfingar, sem gæti eyðilagt allt fyrir henni. Best væri að senda hana heim, svo að hún gæti búið sig betur undir. En svo tók hann sig á og sagði: Viljið þér ekki prófa ofurlítið samt? Aðeins fáar setningar? Marilyn tók handritið og skalf. Þegar hún liafði farið yfir hlutverkið og Natascha hlustað á, hafði hún allt af legið í sófa. Hún hafði aldrei lesið það standandi. Hvað átti liún nú að gera? Og áður en hún liafði hugsað sig um álpaðist út úr lienni: — Má ég ekki leggjast á gólfið? Ég held að ég leiki hlutverkið betur svoleiðis. — Jú, vitanlega, sagði Iluston. — Ilafið þér það alvég eins og yður sýnist. Og svo íögðust allir karlmennirnir á gólfið lika, til þess að geta séð betur. Marilyn las liggjandi, eins og Natascha hafði kennt henni, og karl- mennirnir voru hrifnir. Já, hugsaði Huston með sér, hún er góð og mikil leikkona. En áður en hann sagði nokkuð upphátt þagnaði Marilyn allt í einu og spurði svo: — Má ég lesa þetta allt upp aftur? Ég held að ég geti gert það betur. Og svo las hún hlutverkið á nýjan leik. Hún var ráðin þegar hún fór út úr stofunni. SÚ NAFNLAUSA. Frumsýning á myndinni „Malbika- frumskógurinn“. Nöfn stjarnanna stóðu með gríðarstóru letri á Ijós- auglýsingunum. En Marilyn Monroe var alls ekki nefnd. Jafnvel ekki i hlutverkaskránni framan við mynd- ina, á tjaldinu, var upplýst hver sú ljóshærða væri. Bréfunum rigndi yfir Metro. Hver var þessi ljósliærða? Hvers vegna var nafni þessarar töfrandi stúlku haldið 4. grein. leyndu? í Hollywood töluðu allir um nýju stöjrnuna. ljóshærðu stúlkuna með fallega vaxtarlagið og hálfopna, dreymandi munninn. Jolinny og Nat- ascha voru sannfeérð um að hún hefði stigið fyrsta skrefið til frægðarinnar. Það var eitthvað bogið við, ef hún fengi ekki stórt aðalhlutverk von bráðar. Johnny talaði við Metro. Nei, þeir töldu hana ekki persónu, sem fjöldinn mundi verða hrifinn af. Nei, ónei. Þarna voru leikslokin — að minnsta kosti var Marilyn sannfærð um það. Metro vildi hana ekki, og Zanuck hafði blátt áfram rekið hana. Nei, Natascha, Lucille og Johnny höfðu farið villur vegar. Unt sama leyti sátu tveir menn og voru að tala saman inni i skrifstofu Zanucks — í dag sá ég nýju myndina „Mal- biks-frumskóginn“ frá Metro, sagði annar. — Þar leikur ung stúlka, sem hefir öll skilyrði til að geta gert hvaða karlmann sem er hamslausan. Það stóð hvergi orð um hvað hún héti. Reyndu að komast að hvað hún heitir, Ben, og gerðu við hana tveggja ára samn- ing. — Herra Zanuck, þessi ljóshærða stúlka var ráðin hjá okkur. Það er unga stúlkan, sem ])ér rákuð á dyr eftir átján mánuði. Ég er hræddur um að við fáum liana ekki fyrir 100 dollara núna. — Þá borgum við 200. Og þannig kom Marilyn aftur til Zanucks. Hún fékk stórt hlutverk í mynd Joseps Mankiewics, „Allt um Evu“. Þegar hún Iicýrði nöfnin á liinum að- alleikendunum varð hún agndofa. En lnin lék hlutverkið, og lék það vel. Og betta var byrjunin að heimsfrægð- inni. Hún liafði ekki mörg tilsvör, held- ur sat lengstum þegjandi hjá George Sanders, en samt vakti lnin mikla sam- úð hjá meðleikendum sínum — þar á meðal toppstjörnunni Bette Davies. Nú varð Joseph Schanock umboðs- maður hennar, og eftir fráfall Jolinnys varð hann vinur hennar og verndari. Hann réð miklu hjá Fox og sá um að Marilyn fékk loksins gott hlut- verk. Zanuck undirskrifaði sjálfur sjö ára samning við hana. Nú var hann ekki lengur í vafa um að hann gæti notað hana til einhvers! Og nú var barátt- unni við sultinn lokið hjá Marilyn. Um alla veröld var þessu nýja andliti fagnað. í Bandarikjunum var lofi og oflofi ausið yfir hana. En Marilyn var ekki ánægð sjálf. Henni var mein- illa við að eiga að leika tælandi gló- hærðar meyjar, án nokkurs vits í kollinum. Henni grömudust allar aug- lýsingarnar um „sex-bombuna“ nýju. Það var allt annað, sem hún hafði þráð. Hún vildi ekki leika með útlit- inu eingöngu. Ilún vildi láta draum sinn rætast — verða mikil og alvarleg leikkona. Þá var það að einn Hollywoodblaða- maðurinn bar á borð nýstárlega frétt: nýja Zanuck-stjarnan Marilyn Monroe liefði látið taka af sér strípamyndir í tvö dagatöl. Annað myndasafnið hét „Gullinn draumur“ og hitt „Einkenni- legt göngulag“. Þetta vakti óhemju hneyksli í Bandaríkjunum. Kvenfé- lögin, sem höfðu litið hornauga til Marilyn og þeirrar kventegundar, sem luin sýndi í kvikmyndunum, hótuðu að afsegja kvikmyndirnar eða bann- færa þær, og blaðamennirnir hjá Fox urðu gráhærðir af áhyggjum. Zanuck varð liræddur, félagið hans gat ekki sætt sig við þetta. Fyrst reyndi hann að fá Marilyn til að gefa yfirlýsingu um, að ])etta væri haugalygi. En hún svaraði með sínu ísmeygilegasta brosi á vörum: — Þetta var ég. Hvað munduð ])ér hafa gert i mínum sporum? Munduð þér hafa svelt i liel? Munduð ])ér hafa látið reka yður úr leiguherberginu yðar og út á götuna? NIAGARA-HNEYKSLIÐ. Brátt varð það kunnugt að Marilyn hafði ekki látið Ijósmynda sig strip- aða af fúsum vilja, lieldur af þvi að hún var í neyð. Og þess konar getur vitanlega komið fyrir á bestu heim- iium. En þegar kvikmyndin „Niagara“ kom út skall nýr fellibylur á. Þar er Marilyn talsvert léttúðug i sumum leikatriðunum, og visa sem var tals- vert djörf vakti andúð á ýmsum stöð- um. Það voru ekki aðeins lcvenfélög- in sem mótmæltu alls lconar klám- fenginni list, ])eldþr líka uppeldis- fræðingar, prestar og foreldrar. Zan- uck var í öngum sínum. Hann sór og sárt við lagði, að félagið skyldi aldrei taka þess háttar myndir framar. En Marilyn var enn reiðari en hinn voldugi húsbóndi hennar, og lét það sjást við ýms tækifæri. Hún var svo hyggin að hún sá, að svona myndir gátu aldrei aukið lienni frama, og við- kvæði hennar var: — Ég vil eklci vera vetnissprengja Bandaríkjanna I Eg vil verða góð og mikil leikkona. Hún var alls ekki ánægð með sjálfa sig og til- Marilyn og DiMaggio nýgift og hamingjusöm. Hjónabandið varð 263 daga gamalt og cndaði með skelfingu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.