Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 09.10.1959, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN -K llmurinn af „SPECIAL127 kom njósnurunum -x á sporiö — Við drekkum ekki kaffi hérna, sagði Page. — Er það ekki gott? spurði Cowles. — Nei, versta kaffið í allri París. Og dýrt er það líka. Þegar ég.var hérna með Gordon, urðum við að borga hálfan annan dollar fyrir tvo kaffibolla og tvær smákökur. Við þurfum ekki kaffi hérna, við fáum morgunverð í flugvélinni... Þeir sátu í biðsalnum í Gare des Invalides og biðu eftir vagninum, sem átti að fara út á Orly-flugvöll- inn. Cowles var lítill vexti, gishærð- ur og með stutt yfirskegg. Hann var englendingslegur ásýndum, enda var það staðreynd, að hann var fæddur í London og hafði ekki átt heima í Badaríkjunum nema tíu ár. Page var hins vegar há-ame- rískur, hár og grannur, dökkhærð- ur og bláeygur. Þeir voru báðir í leynilögregl- unni, og það var sérstök ástæða til að þeir voru staddir í Evrópu. í tilefni af viðsjám í stjórnmálum hafði háttsettur maður úr stjórn- inni, Bailey senator, flogið til Par- ísar til þess að taka þátt í mikil- vægum fundi, og honum til örygg- is áttu lögreglumennirnir að fylgja honum til London og þaðan áfram með vél frá Transatlantic Airways til New York. Frá því augnabliki að Bailey fór úr sendiráðinu og þangað til hann kom út á flugvöll- inn var hópur af mönnum úr sendi- ráðinu kringum hann. En undir eins og hann kæmi inn í flugvélina voru það þeir Page og Cowless, sem áttu að hafa gát á honum og öllum grunsamlegum farþegum. — Grunur lék sem sé á því, að á- kveðið stórveldi hefði hug á að Bailey kæmist ekki heill á húfi vestur til New York. Þó þetta væri snemma morguns var allmargt fólk saman komið í biðstöðinni. Það drakk kaffi, reykti og las blöðin og fylgdist með til- kynningunum, sem heyrðist í gjall- arhornunum. Cowles hafði keypt sér enskt blað, en Page hafði tekið upp vindil og var að kveikja í hon- um. Hvorugur þeirra mælti orð langa stund. En allt í einu hvíslaði Page: — Til hægri við þig ... Cowles leit við svo lítið bar á og kom auga á mann í kápu úr úlf- aldahári og með grænan hatt á höfðinu. Hann var í meðallagi hár, dökkur yfirlitum og nýrakaður og virtist yfirleitt vera ofur meinlæt- islegur. — Jahá, sagði Cowles og grúfði sig yfir dagblaðið. Og hann þessi ætti að vera... ? — Morrison, einn af hættulegustu alþjóðlegu bófunum. Hann er ætt- aður frá London, alveg eins og þú. Gerir hvað sem vera skal fyrir þúsund dollara og tilkostnað eftir reikningi. — Hm. Eru morð meðtalin þar? — Já, og verði hann í flugvélinni þá vitum við að ... Page þagnaði, því að nú heyrðist í gjallarhorninu: — Farþegar með Air France- flugvélinni til London, eru beðnir að fá sér sæti í vagninum. — Það er gott að við eigum að fljúga með Viscount núna, sagði Cowles. — Já, ég kann ekki heldur við Silver-flugvélarnar, sagði Page. — Of þröngt og of mikill reykur ... — Kaffið er líka betra hérna... Þeir héldu áfram að rabba sam- an, alveg eins og aðrir farþegar, en við og við gáfu þeir gætur að Morri- son, sem sat í þriðju stólaröð fyrir framan þá. Enn framar í vélinni sáu þeir Bailey, mjósleginn og grá- hærðan, sem hafði fengið sér sæti þar. Hann hafði fengið sæti við glugga, og enginn sat við hliðina á honum eða í stólunum næst bak við hann. Það var langt frá því að vélin til London væri fullsetin, og með því að „taka frá“ sætin kring- um senatorinn, hafði tekizt að ein- angra hann. Flugfreyjan var byrjuð að bera fram morgunverðinn. Allt virtist ganga fyrir sig með venjulegu móti, en samt lá einhvers konar ókyrrð í loftinu. Þarna mun ekki hafa verið sá, sem ekki vissi hver gráhærði mað- urinn var, og að hann hafði verið í erindum, sem skipti miklu máli. Vélin flaug svo lágt, að hægt var S. PEYDING: rólegra verður hjá okkur á leiðinni vestur. — Þetta starf hefur sínar góðu hliðar, sagði Page. — Að rugga fram og aftur yfir Atlantshafið, kýla vömbina og láta fallegar flugfreyj- ur stjana við sig — það er drauma- tilvera. — Já, ég kvarta ekki heldur, sagði Cowles. — Þegar maður hugs- ar til að þetta er allt ókeypis og að maður fær kaup í tilbót. Þeir sátu í einni risaflugvélinni frá Transatlantic Airways á leið til New York. Flugvélin var tvílyft. Á efri hæðinni héldu farþegarnir til eins og í venjulegum flugvélum, en á neðri hæðinni var skemmtileg vín- stofa. Þar voru líka tvö svefnher- bergi. í öðru þeirra var senatorinn, en í hinu var kona, sem hét lafði Hammersmith, hafði Page séð, þeg- ar hann skoðaði farþegalistann. En hvergi sást neitt til Morrisons. Hann hafði auðsjáanlega ekki farið lengra en til London. — Ég hugsa að við höfum ekki neina ástæðu til að vera órólegir, sagði Page. — Úr því að hann er ekki um borð höfum við ekkert að óttast. Jú, Page var öruggur. En það var einhver beygur í Cowles. Hvað sem öðru leið fannst honum ekki allt vera eins og það ætti að vera. En hann vissi ekki hvað það var, sem gerði hann svona órólegan. Hann lagði augun aftur. Fyrir dá- lítilli stundu, er þeir höfðu fengið sér glas saman 1 vínstofunni, hafði hann fundið lykt, sem minnti hann á litla búð í Jermyn Street í Lon- don. „Floris — stofnuð 1730“ stóð í eina sýningarglugganum. Ekkert meira. En hann þurfti ekki meira. Þeir,. sem verzluðu í þessari búð, vissu, að þar var hægt að fá ýmis ilmvötnr sem fengust hvergi annars staðar. En þessi lykt... ? Cowles var að reyna að muna nafnið á ilmvatninu, sem lyktin var af. Var það Verbena? Nei, Sandalwood? Nei, ekki heldur. Þessi lykt, sem hann hafði fundiðr var alvpg sérstök og hlaut að hafa alveg sérstakt nafn .. . Hann glennti upp augun. Jú, mi mundi hann það. Ilmvatnið hét. „Special nr. 127“. Miðdegisverðurinn, sem borinn: var fram, var frá einu frægasta gistihúsinu í London. Maturinn var afbragð, vínin líka, en Cowles drakk ekki nema tvo sopa af þess- um Rochebourg, sem þeir höfðu pantað. Hins vegar þáði hann tví- vegis meira í bollann, þegar hanru var að drekka kaffið. — Skelfing þambar þú af kaffi í' dag, sagði Page. — Ég hef hlakkað svo lengi til þess að fá almennilegan amerísk- an kaffisopa, svaraði Cowles. Hann vildi ekki minnast á þaðl við félaga sinn, að gott kaffi héldi manni vel vakandi. Hann vaf6 að' vera vel vakandi, hafa auga á hverj- um fingri þangað til flugvélin væri lent á La Guardia-flugvellinum. — Fyrst þá gat hann leyft sér að hvíla sig. Eftir miðdegisverðinn fóru flest- ir farþegarnir niður í vínstofuna til að fá sér hressingu. Cowles fylgdist með straumnum, en bað um glas af appelsínusafa. Þegar vínstofunni var „Special að fylgjast með leiðinni eins og á uppdrætti. Þegar komið var norður yfir Ermarsund sagði Page: — Nú getur varla neitt orðið að úr þessu. — Það held ég ekki heldur, sagði Cowles. — Ég held yfirleitt ekki að neitt komi fyrir hérna megin Englands. Flugvélin renndi sér niður á völl- inn hálftíma síðar. Þegar hreyfing- arnar höfðu verið stöðvaðar fóru flestir farþegarnir inn í biðstofu framhaldsfarþega. Maðurinn í úlf- aldahárskápunni og með græna hattinn gekk til vegabréfaeftirlits- ins. — Hvað er nú þetta? sagði Cow- les hissa. — Ætlar hann ekki á- fram til Ameríku? — Auðsjáanlega ekki, sagði Page. — Eða þá að hann á erindi inn í London fyrst. Hinn hristi höfuðið. — Hann hefur ekki tíma til þess. Það tekur tvo tíma að komast til Waterloo Air Terminal, og svo verð- ur hann að komast til baka líka. Og flugvélin fer eftir tæpa þrjá tíma. — Þá þurfum við ekkert að ótt-. ast. Og það er ekki nema gott. Þess

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.