Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1962, Blaðsíða 16

Fálkinn - 15.08.1962, Blaðsíða 16
Það var hlýtt og yndislegt sumar- kvöld árið 1294. Bjarmann frá þúsund- um kertaljósa bar út um gluggana á húsi Polos kaupmanns og gneistaði í gárunum á lognkyrru vatni síkjanna í Feneyjum. Inni í hinum uppljómuðu sölum sátu allir helztu höfðingjar þess- arar gömlu verzlunarborgar umhverfis borð, er svignuðu undan dýrum réttum og höfgum vínum. í miðjum salnum stóð Marco Polo sjálfur, klæddur óbrotnum fötum, er stungu mjög í stúf við litskrúð það í klæðaburði, er sjá mátti allt í kring um hann. Margir gutu hornauga til hans í laumi. Það var hann, sem hvíslazt var á um, yfir gylltum bikurum. Það var hann sem hafði þetta boð inni. Hvers vegna hafði hann gert það? Og hvern- ig stóð á því, að jafnvel hinir göfug- ustu menn í þessari gömlu menning- arborg höfðu þegið heimboð hans? Þegar glaðværin stóð sem hæst, klappaði Marco Polo saman lófunum. Allar samræður hljóðnuðu, tónlistin þagnaði og það varð dauðaþögn í hin- um mikla veizlusal. Teikning af Marco Polo í skrúða prins- ins. Allt í einu dró hann kníf frá belti sér og sneið sundur kyrtil sinn, ofan frá og niður í gegn, með einu löngu hnífs- bragði. Fataslitrin féllu á gólfið og í staðinn fyrir kaupmann þenna, klædd- an lúðum flíkum, sáu orðlausir gestirn- ir ævintýraprins birtast á gólfinu, per- sónu, sem var eins og gengin beint út úr Þúsund og einni nótt, klædd silki- skrúða, með þungum gullkeðjum sett- um gimsteinum, er glitruðu skærar en kertaljósin. — Út úr leynivösum ultu demantar, smaragðar, tópasar, túrkís- ar — perlur á stærð við hænuegg. Marco Polo leit fyrirlitlega á forviða andlitin. Síðan snérist hann á hæli og gekk brott úr samkvæminu. Hann hafði fært sönnur á það í eitt skipti fyrir öll, að hann væri ekki „mesti lygari heims- ins“. Höfðingjum þeim og ríkismönnum, er til staðar voru, þetta minnisverða kvöld í Feneyjum, varð ljóst, að Marco Polo var annað og meira en hugmynda- ríkur kaupmaður, er hafði skoðað sig nokkuð um í veröldinni. Þeir sann- færðust um að það væri rétt, að hann hefði haft aðsetur í borg með tíu mill- jónum íbúa, að hann hefði séð hallir úr skíru ulli, að hann hefði séð lifandi dreka, einhyrninga og fugla, sem gátu lyft heilum fíl í klónum. Fólk streymdi að úr öllum áttum til að hitta þennan mann, er staðhæfði að hann hefði komizt á heimsenda. Og það trúði honum af hlutum, sem það hafði þekkingu á: gulli og gimsteinum. Eigi að síður voru írásagnir hans svo ósennilegar, að í framtíðinni var hon- um ekki trúað. Öldum saman var hann álitinn eins- konar Múnchausen, prakkari, er skop- aðist að samtíðarmönnum sínum, og það er fyrst nú á síðari árum, að sagnir „meistara Marcos“ hafa verið rannsak- aðar í ljósi sögunnar og reynzt sannleik- anum samkvæmar að miklu leyti. Hann er hreinskilinn og athugull kaupmaður, er farið hefur um langa vegu að litast um, og segir blátt áfram frá því, sem hann hefur séð og heyrt. Sumsstaðar tekur hann munninn að vísu nokkuð fullan, fyrir kemur að hann ber fram óstaðfestar sögusagnir, en þungamiðjan, sjálfur kjarninn í hin- um furðulegu frásögnum hans — það er sannleikur. ALLT fram að upphafi 13. aldar var Asía — og það sem að baki hennar lá — fullkomlega framandi heimur. Menn vissu, að kryddvörur, eðalsteinar og þungir silkistrangar kom einhversstað- ar þaðan innan að, og í hafnarborgunum fyrir botni Miðjarðarhafs sáu þeir söiu- búðir kaupmanna svigna undir munað- arvörum, er báru vott um háþróaða menningu. En Djengis Kan og herflokkar hans höfðu, ef svo mætti segja, vakið for- vitni vesturlandabúa eftir þessari vold- ugu lokuðu víðáttu. Trúboðar lögðu þangað leið sína, til að færa heiðingjum kristindóminn, og í fótspor þeirra fylgdu kaupmennirnir. Voru það eink- um kaupmann frá Feneyjum — drottn- ingu Adríahafsins — er tóku sig upp til að leita hins mikla ævintýris, og hér er það sem Polo-ættin kemur til sög- unnar. Einn góðan veðurdag yfirgáfu tveir bræður — Nicolo og Matteo Polo — ítalska grund til að leita gulls og gim- steina úti í hinu mikla tómi. Tíu árum seinna snéru þeir heim aftur eftir ótelj- andi viðburði og ævintýri. Höfðu þeir lagt leið sína gegnum Bokhara og Pers- íu, en þar höfðu þeir slegizt í för með sendinefnd, er Persakonungur gerði út á fund Kínakeisara, — hins nafnkunna Kublai. Ríki hans var Rómaveldi Asíu, — aðeins víðlendara, voldugra og fólks- fleira. Jós hann gjöfum yfir Feneyja- búana tvo við brottför þeirra. Meðal annars gaf hann þeim gulltöflu á stærð við mannsandlit, þar sem á voru rist leturtákn og mynd keisara. Verkaði taflan sem dularfullt vegabréf hvar- vetna á heimleiiðinni, og náðu þeir bræður heilu og höldnu til Feneyja, með gullið, gjafirnar — og bréf til páfa frá hinum stórvolduga þjóðhöfðingja Kína. En þar biðu Nicolo sorgartíðindi: Kona hans var látin. En sonur hans, sem verið hafði fimm ára hnokki, þeg- ar hann fór að heiman, var nú orðinn stór og sterklegur piltur 15 ára að aldri, og hlýddi með opinn mun af undrun á hinar ótrúlegu sagnir föður síns og frænda. Feneyjar voru í þá tíð glæsilegasta borg Norðurálfunnar, en nú hafði hún misst ljóma sinn í augum þeirra bræðra. Þeim fannst hún fremur menn- ingarsnauð og sveitaleg, — og einn góð-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.