Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 11

Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 11
Þremenningarnir( sem einna mest komu við sögu björgunarinnar: Tómas Þor- valdsson, formaður björgunarsveitarinn- ar, Árni Magnússon, skytta og Sigurð- ur Þorleifsson, formaður Slysavarnafé- lagsins í Grindavík. sérstaklega Guðmund um að hafa bíl tiltækan til að flytja áhöldin og menn- ina að strandstað. Taka menn nú við að undirbúa leið- angurinn. Tómas fer til Sigurðar Þor- leifssonar formanns Slysavarnafélags- ins, er var við vinnu. Skipta þeir með sér verkum. Sigurður sér um að hafa símasamband við Reykjavík. Reynir hann að fá sem nákvæmastar upplýs- ingar um stöðu skipsins og fær því framgengt að vakt verði á símstöðinni. Tómas fer aftur á móti til áhaldahúss- ins og vinnur að því að allt sé til staðar á brottfarartíma. Þegar hann kemur að áhaldahúsinu eru Guðmundur og Árni þar fyrir og hafa þeir vakið menn í nokkrum hús- um. Innan skamms er allt tilbúið til brottfarar og er menn hafa sett tækin á bíl Guðmundar, kemur Sigurður með þær upplýsingar, að Clam væri að reka á land einhvers staðar á milli vitanna á Reykjanesi. Leggja þá 8 menn af stað á bíl Guðmundar. Þá er klukkan 7.10. En Grindvíkingar höfðu fljótt brugðizt við. 30 menn eru mættir, þegar björg- unarsveitin leggur af stað út á nesið. Mannaðir eru í skyndi fleiri bílar. Fer hver bifreiðin af stað eftir því hve fljótt menn eru tilbúnir. Alls eru þetta 5 vörubifreiðir og 2 jeppar aka eins hratt og vegurinn leyfir út á nesið. í fyrstu gengur ferðin allgreiðlega, enda leiðin góð út í Staðarhverfi, en er veg- inum þar sleppir, taka við ruddir, þröngir troðningar yfir mela ýft hraun, gljúpa sanda og hverasvæði. Verða menn að taka ytri afturhjólin af vörubifreiðunum til þess að þær komist leiðar sinnar. Gengur það verk fljótar fyrir sig en menn hafa búizt við. En ferðin sækist samt seint, enda þótt leiðangursmenn hafi öll segl uppi. Miðja vega nær önnur jeppabifreiðin fyrsta vörubílnum og notar þá Tómas Þorvaldsson tækifærið og biður Gamalí- el Jónsson að fara á undan í jeppanum og kanna greiðfærustu leiðina að strandstaðnum. Gamalíel er allra manna kunnastur hér um slóðir, þekkir allar leiðir út í nesið og meðfram ströndinni. Áfram er haldið og loks eftir rúman klukkutíma komast leiðangursmenn að Reykjanesvita. Þá er Gamalíel, þegar kominn þangað eftir að hafa fundið beztu leiðina að strandstað. Hann hefur þær fréttir að færa, að Clam sé strand- að um það bil 1500 metra frá Valahnúk. Heldur björgunarsveitin rakleiðis á strandstað og er komin þangað klukkan 8.40 að morgni. Á olíuskipum er venjulega ekki val- inn maður í hverju rúmi. Oftast nær eru skipverjar af mörgum þjóðernum, stundum lítt vanir sjómennsku og stundum menn, sem lögreglan hefur þurft að losna við úr landi. Það þarf því góðan stjórnanda, helzt eitthvert hörkutól, til þess að hafa hemil á skip- verjum. Eins og áður hefur verið skýrt frá, voru skipsmenn af Clam af ólíku þjóð- erni. Ekki vitum við til þess, að um borð hafi verið misindismenn eða þorp- arar, en um leið og strandið varð, hef- ur ofsahræðsla gripið um sig meðal Sigurjón Ólafsson vitavörður. Hann kemur mjög við sögu strandsins. Myndin er tekin uppi í vitanum. FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.