Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 23

Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 23
• Jón Gíslason Framh. af bls. 21. óþægindi af ungfrúnni, þvi hún ásækti sig mjög á nóttum í hús sitt. Hann kvaðst oft hafa ávítað hana og eitt sinn í meira lagi, og hefði hún þá ætlað að hárreita hann, og reiddist hann þá svo, að hann barði hana. Segist Wulf hafa séð marbletti á Schwartzkopf eftir þessa at- burði. Leið svo fram á vetur, þar til Schwartzkopf kom næst til fundar við Wulf landfógeta. Segir hann svo frá þeirri heim- sókn hennar: „Nokkru síðar (þ. e. veturinn 1724) kom jóm- frúin enn til mín, og kvartaði undan því að hafa verið veik, og greip sóttin hana svo æsi- lega, að brjóst hennar og líf þandist svo, að henni fannst þau myndu springa, og sagði: „Guð gaf, að ég fór að selja upp, og það svo ákaft, að ég jafnaði mig ekki af því í viku.“ Af hverju vildi jómfrúnni þetta til? hlaut ég að spyrja, og sagði hún mér það þá, en ég man nú ekki, hvort það var af mat eða drykkjarföngum." í marzmánuði 1724 kom jóm- frúin enn á ný til Wulfs land- fógeta og bar sig allaumlega og var „hjartanlega aum og ör- vilnuð“. Hún kvaðst vera mjög illa haldin og hafa engan frið út af tilhugsuninni, að um sig væri setið. Gat hún mjög um veikindi sín um haustið og jafnframt hefði hún orðið þess áskynja, að sveini Páls Vídalíns lögmanns og Sigurði nokkrum Gamlasyni, hefði verið boðið íé til að koma sér fyrir kattar- nef. Einnig varð hún þess vör, að maður að nafni Skæringur Jónsson dvaldi nótt eina um haustið í herbergi Marenar Jaspersdóttur, og verið þar við eiturbyrlun eða einhverja ó- lyfjansgerð, er sér var ætluð. í þetta sinn tjáði hún landfó- geta, að svo væri komið hög- um sínum, að hún væri í svo mikilli örvilnan, að hún kvaðst varla myndi lifa þetta af öllu lengur og myndi fyrirfara sér. Wulf reyndi á allan hátt að tala um fyrir henni og hugga hana, og að svo búnu hvarf hún frá honum, Leið svo fram yfir miðjan apríl. En 20. apríl varð Schwartzkopf aftur veik, og 23. eða 24. maí sendi hún enn á ný eftir Wulf landfógeta. Þegar hann kom á fund henn- ar, var hún mjög illa haldin, hafði hún klukkustrenginn bundinn um úlnliðinn, er hún notaði til að hringja, er hún æskti eftir hjálp eða aðstoð, því svo var hún máttfarin í fingrum og höndum, að hún hafði ekki afl til að að taka í hann með öðru móti. Sagði hún honum þá hiklaust, að þær mæðgur hefðu gefið sér eitur í mat. Greindi hún svo frá, að seint að kvöldi hins 19. apríl hefðu sér verið sendar þrjár vöflur, og var mikill sykur á tveim hinna efstu, að því að henni sýndist, og borðaði hún þær, en sú neðsta var sykur- laus, og lét hún hana verða eftir óhreyfða. í því bili, er hún var að greina landfógeta frá þessu, kom Maren Jespers- dóttir vinnukona inn, og spurði, hvort ekki hefði verið hringt, en svo var ekki. Þegar Maren var snúin til baka, greindi Schwartzkopf frá því, að þegar einhver kæmi inn til sín, sem sjaldan bar við, væri um sig setið og stað- ið á hleri. Hélt hún að þessu loknu áfram sögu sinni. Þegar hún hafði lokið við að borða vöfflurnar, hefði hún orðið syfjuð, og gekk hún því til rekkju sinnar. Þegar hún var háttuð, þembdist brjóst hennar og líf mjög og þrengdi að hjartanu, svo að hún bjóst við dauða sínum hið bráðasta. „Síðan gaf guð þá gæfu, að ég seldi upp, og það svo æsilega, að það hélzt alla nóttina. Síðan varð ég svo máttfarin, að ég varð að vera rúmföst, og eftir það virðist mér alltaf vera fiðringur í fingrum, höndum og tám.“ Miðvikudaginn 3. maí var henni borinn grautur, og „virt- ist mér það óvenjulegt, hvað var mikill kanell og sykur á honum, og greip mig grunur út af því. Ég tók svo með fingr- inum og bragðaði á því, sem átti að vera sykur, en fann ekki af því neitt sætubragð. Bað ég því Marenu Jespers- dóttur, að hún vildi hjálpa mér að torga grautnum, því hann væri svo mikill. Ég hugsaði sem svo, að ef eitthvað væri að honum, myndi hún ekki neyta neins af honum. En þar eð hún hjálpaði mér til við grautinn, óttaðist ég ekkert. Síðan gekk Maren á burt, og upp úr því varð ég geysilega veik og hélt, að hjartað myndi þeytast út úr kroppnum. Ég fór að selja ákaft upp, og hélzt Framh. á bls. 26. PHILIPS JAFNGÓÐ FYRIR TÓN OG TAI GERÐ FYRIR BATTERÍ OG VENJULEGAN STRAUM - llo/22o SPÓLURNAR SETTAR I MEÐ EINU HANDTAKI - (MAGASIN) HANDHÆG - ÞÆGILEG - SKEMMTILEG SKOLAVORÐUSTIG 8 SÍMI 18525 FALKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.