Verkalýðsblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 4

Verkalýðsblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 4
VERKALÝÐSBLADIO-STÉTTABARÁTTAM m Ganga verður út frá því sem eðlilegum hlut að börn fæðist“ Á baráttufundi Rauðsokka þ. 8. mars sl. var safnað fé til stuðnings Auði Oddgeirsdóttur, iðnnema, starfsmanni Slippstöðvarinnar á Akur- eyri, sem ekki fengi greitt neitt fæðingaror- lof, eins og flestar aðrar konur í sömu aðstöðu. Okkur fýsti að fræðast nokkuð nánar um mál Auðar, og leituðum því til hennar. Hún varð géðfúslega við beiðni okkar um viðtal, en auk þess ber að geta að þær upplýsingar sem birt- ast í greinunum hér á síðunni um fæðingarorlof, eru flestar frá henni ættaðar. Sjálfsögð mannréttindi - Auður, hvers vegna færðu ekki fæðingarorlof? - Ég rak mig á þá furðu- legu reglu að iðnnemar eiga engan rétt á neinum greiðsl- um í þá þrjá mánuði, sem nauðsynlegt er talið að mæður einbeiti sér að barni sínu. Ástæður þessarar reglu er sú að atvinnurekendur greiða ekki í atvinnuleysis- tryggingarsj6ð fyrir iðn- nema. Þar með fá iðnnemar hvorki atvinnuleysisbætur nú fæðingarorlof. Ég trúði þessu varla3 en þetta er víst staðreynd. Það er sárt til þess að vita að iðnnemar skuli ekki hafa svo sjálfsögð mannréttindi í samningum sínum. Augljóst misrétti - Hefurðu reynt aðrar leiðir til að fá greidda þriggja mánaða framfærslu vegna fæðingarinnar? - já, úg haf kannað hvort til sáu einhverjar imdantekningar en svo er ekki. Ég skrifaði Jafnrétt- isráði til að kanna hvort það gæti eitthvað gert. Her er augljðslega um misrátti að ræða, bæði milli iðnnema eftir því hvoru kyninu þe-ir tilheyra og á milli kvenna í ólíkum starfsgreinum. Eiigin svör hafa enn borist þaðan. Einnig skrifaði ég Rauð sokkahreyfingunni til að láta þær vita af þessu tilfelli og nota það, t.d. í skrifum á jafnráttissíðu Þjóðviljans. Þær brugðust mjög skjðtt við og höfðu samband við mig. Þær vildu gera úr þessu stórt mál og 8. mars var framundan. Til að vekja athygli á þessum málum hófu þær söfnun undir mínu nafni og söfnuðu á fundínum 65 þúsund kránur, sem teTst mjög mikið. Táknræn s-öfnun - Er slfk söfnun rétt aðferð? — Þetta er táknræn söfn- un til að vekja með henni athýgli á kjörum iðnnema. En auðvitað er slík söfnun engin lausn,, því að fjöl- margar konur eru í sömu sporum og égf Lausnin er sú að gengið sú út frá því sem eðlilegum hlut að börn fæðist og gert ráð fyrir því sem sjálfsögðum hlut í atvinnuuppbyggingu landsins. - Hvernig ætlarðu að komast af kauplaus í þrjá mánuði? -Ég hef eingöngu unnið dagvinnu síðasta árið og hef haft í laun 2Ó0 þús. kr. Þá er eftir að draga frá skatta og önnur gjöld. Af þessu hef ég ekki getað lagt neitt að ráði til hliðar. Nú ég á ekki barnið ein. Karlinn minn er í námi, og varla hrökkva sumarlaunin hans til að framfleyta okkur öll í langan tfma. Ég fékk ábendingu um það frá þremur félagsráðgjöfum að sækja um aðstoð frá Félagsmálastofn- un Akureyrar í þessa þrjá mánuði. Ég eigi fullan rétt á slíkri aðstoð. Fordæmi séu til fyrir slíkri aðstoð, amk. í Reykjavík. Ég er búin að skrifa Félagsmálastofnun og vonast eftir jákvæöu svari. Erfitt að fá vinnu - Hvert er álit þitt á nýja frumvarpinu og ákvæð- um þess um fæðingarorlof? - Mér finnst þetta já- kvætt frumvarp og það boðar breytingar til batnaðar, ef það verður samþykkt. Hins vegar mundi það leiða til nokkurs kostnáðarauka fyrir atvinnurekendur. Ég er ansi hrædd um að einmitt það verði til að valda konum erfiðleikum við að fá vinnu. Þegar ég lauk verklegu tré- smíðanámi í Iðnskélanum vorið 1978 þurfti ég að komast á samning til að geta lokið náminu. Ég fér til flestra húsgagnaverk- stæða og nokkurra húsasmíða- meistara hér á Akureyri, en hvergi fékk ég samning. A einum stað þar sem ég sétti um, var bekkjarbréðir minn tekinn. Hann sagði mér að eigendurnir hefðu ekki þor- að að taka áhættuna vegna þéss að ég var kona. Ég held að sama ástæða hafi verið hjá þeim hinum, sem neituðu mér um samning. Ég er smeyk um að þetta við- horf breytist ekki, meðaif atvinnurekendur taka bein- an þátt í fæðingarorlofs- greiðslum til kvenna. - F. „Barlómi atvinnurek ber okkur aö taka m< varúð“ - rætt við Björn Arnórsson, hagfræðing, um stöðu frystiiðnaðarins húsin annars staðar á land- inu, en láta mun nærri að 11 - 12% af freðfiskfram- leiðslunni á landinu komi frá Suðurnesjum." Síðar í skýrslunni kemur fram að af frystihúsunum 24 megi segja að 9 - 11 þeirra skipti höfuðmáli, "bæði að því varðar atvinnu- líf og framleiðslu. Þessi hús eru með nálægt 80% af freðfiskframleiðslunni á svæðinu." Vorkenni ekki Þetta er hlutur sem ætti að liggja x augun upp fyrir hvern og einn, að það er hrikalegt bruðl með fjár- magn að vera með 24-faldan, uppbúnað af tækjum, kössum og öðru þ.h. í öðru lagi gerir smæð þessara frysti— húsa það að verkum að dæmi eru um að þegar þau fá sér togara, ná þau ekki að vinna upp úr honum. Þegar komið er í mitt skip fer afgangurinn í gúané. í þriðja lagi er rétt að benda á að einmitt á Reykja- nessvæðinu er eitt full— komnasta vegakerfi lands- ins. Maður vorkennir manni ekki meira að fara úr Grindavík til Keflavíkur í vinnu en manni úr Breið- holti vestur í bæ. Það keniur reyndar fram í tillögum þeim sem starfs- hépurinn, vann og ég vitnaði í áðan, að þarna verði kom- ið af stað miklu meiri sam- einingu á þessum fyrirtækj— um. Mér er ekki kunnugt um! hvað hefur verið gert í framhaldi af 'þessari skýrslu en mig-; grunar að það sé harla lítið. "A einu máli hef ég haft mikinn áhuga. Hvernig hafa t.d. fiskverðsákvæði áhrif á afkomu frysti- húsanna? Fiskverðið hækkar, frystihúsin reka upp ramakvein - nú þarf að lækka gengið. En að hve miklu leyti eru sömu eigendur að útgerðinni og vinnustöðvunum? Ég hef reynt að afla þessarar upp- lýsinga.eru ekki til'. Með fiskverðshækkun eru jú peningarnir færðir úr einum vasanum í annan- Þarna er pottur bij'otinn með upplýsingar." Sérhæfðar aðgerðir Taka tillögur t.d. stjérn málamanna í efnahagsmálum nokkur mið af raunverulegu ástandi? Þeir virðast a.m.k. nokkuð sáttir við ébreytt ástand. - Allar efnahagsmálatil- lögur stjérnmálaflokkanna byggjast á meðaltölunum. Dreifingin er hins vegar mjög mikil. Það gildir t.d það nákvæmlega sama um verslunina og frystiiðn-ð - inn. Afkomutölurnar þar -’ex< stérgréðann hér í Reykja þar sem tapfyrirtækin og t.d. vandi dreiffeýCLisins ;r reiknað með. Ég er ekki að métmæla því að almennum aðgerðum sé beitt í efnahagslífinu. Þá á ég við fjárlög, vexti, peningámál og annað þ.h. Við þurfum miklu meira að snúa okkur að sérhæfðum að- gerðum, líta á þessi tap- fyrirtæki, gera upp við okkur hvort þau eigi rétt á sér miðað við þær þarfir sem við höfum skilgreint._ Hvað þurfum við stéran flota hve mikið af frystihúsum og hvar. Atvinnu- og byggingar. sjénarmið þurfa lfka að s.iálfsögðu að vera með í daeminU, Við þurfum að kíkja á tapfyrirtækin, þurfum við á þeim að halda? Ef við þurfum á þeim að halda, hika ég ekki við að segja að veita megi þeim aðstoð við að komast á legg, e£ þau geta sýnt fram á að þau verði rekstr&Thæf innaii einhvers ákveðins tíma og að þau séu þjéðhagslega nauðsynleg. Annars verðum við að leggja þau niður. Atvinnuleysi Myndi þetta orsaka at- vinnuleysi, t.d. á Suftur- nesjum? - Það er erfitt að segjja.

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.