Dvöl - 01.04.1910, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.04.1910, Blaðsíða 4
i6 DV0L. ástand. Hann hafði sofnað fyrir nokkrum kl,- stundum. Það fanst lionum alveg ómögulegt að öllu þessu hefði verið komið til leiðar á eðlilegan hátt, án þess hann liefði orðið var við það. Það var því all trúlegt að eitthvað yfirnáttúrlegt ætti hér hlut að máli! — Voru þessir sex múnkar þá andar, sem höfðu tekið á sig mannsmynd? Voru þetta vofur? Hann gat nærri því trúað því. Vinur hans hafði talað um að fá hjálp frá öðrum heimi. . . . Skyldi þá þelta sem bar fyrir augu hans vera þess háttar? Herfylkisherra de Buller, lá þannig dálitla stund þegjandi, eins og liann væri að liugsa um livað hann ætti að gera. Þá alt í einu var eins og liann tæki fasta ákvörðun, og það ieit út fyrir að liann væri hinn sami óhræddi, hugdjarfi maður, sem hann var í raun og veru álitin að vera! Hann settist nefnilega upp í rúm- inu sínu og sagði með sterkum málróm: »Nú er komið nóg af þessu, eg er ánægður ineð það sem þið hafið innt af hendi, en þetta má ekki vara of lengi. Nú getið þið hælt!« Orð- in sem hann sagði voru merkilega hljómlaus, í þessu svart-tjaldaða lierbergi. En hið merkileg- asta var, að múnkarnir hirtu ekkert um þau, en hjeldu samt sem áður áfram að syngja eins og hann hefði ekkert orð sagt. Þessu reiddist hann og fór að verða óþolinmóður. En var þó fyllilega með sjálfum sér. Svo þagnaði hann stundarkorn, en lét svo gremju sína í Ijósi og sagði í grimmilegum róm: »Eg hef sagt að nóg sé komið af þessu, ykk- ur skal þó ekki heppnast að gera mig hræddan. Nú vil eg fá leyfi til að sofa í friði!« Múnkarnir héldu samt áfram með söng sinn og bænir, eins og ekkert hefði ískorist. Við þetta varð herfylkisforinginn afar reiður og frönsku funabráðu skapsmunirnir hans komust í svo mikinn æsing að hann þreif marglileypuna og lirópaði með drynjandi raust: »Ef þið hættið þessu ekki undir eins, þá sver eg við æru mína, að hver einn og einasti af ykkur skal fá kúlu í gegnum höfuðið«. Múnkarnir héldu samt áfram bænum sínum og söng eins og liann væri ekki til! . . . Af þessu varð herforinginn svo hissa að hann nötraði af geðshræringu, lauk skambyssu sinni upp, til þess að sannfæra sig um að alt væri eins og það ætti að vera. Hann sá að hinar sex oddhvössu örvar voru á sínum réttu stöðum, alveg eins og hann hafði gengið frá þeim um kvöldið. Hann lokaði svo byssunni, dróg upp bóginn á henni og sagði með raust sem var þrungin gremju: »Hér hef eg í skammbyssunni minni sex odd- hvassar örfar. Eg er nú búinn að sjá að þær eru í góðu lagi. Alt er við hendina. Eghefnákvæm- lega eina ör handa sérhverjum af ykkur . . ,«. Þessi orð liöfðu heldur engin áhrif á múnk- ana, þeir héldu áfram að syngja eins og fyr. Herfylkisforinginn stóðst þetta ekki lengur, en miðaði nú marghleypu sína á næsta munkinn, á mitt höfuðið á honum og sagði áður en hann hleypti skotinu úr henni: »Þið takið upp á ykkur ábyrgðina á því sem eg nú geri. Hún mun ekki lenda á mér. Eg ætla að telja 1, 2, 3, og ef þið eruð þá ekki liættir að syngja æðissönginn ykkar, þá sendi eg fyrstu örina í gegnuð höfuðið á þeim næsta«. Um leið og hann sagði þetta horfði hann á næsta múnkinn og miðaði um leið á höfuðið á honum. Að því búnu sagði hann seint og álcveðið: »1, 2, 3!« I sörnu svipan heyrðist hár hvellur!........... Söngurinn og bænirnar þagnaði eilt augnahlik og dauðaþögn ríkti í herberginu. Múnkur sá sem skotið kom í datt þó ekki, en stóð ofur rólega upp, og gekk stillilega til her- foringjans laut honum hátíðlega, og tók lempilega fram aðra hendina á honum, og hrækti blýkúlunni sem fylkisforinginn liafði skotið í liöfuðið á lion- um, í lófann á honum . . . Svo hneigði hann sig aftur fyrir honum og gekk til sælis síns, og svo fóru allir múnkarnir aftur að syngja eins og ekkert hefði iskorist. Herfylkisfoi'inginn var orðinn náhvítur í fram- an, og án þess að mæla orð frá munni hóf hann með skjálfandi hendi upp skammbyssuna miðaði á næsta munkinn og hleypti skotinu af . . . Sá sem skotið hrepti, stóð upp, gekk að sæng lierforingjans, eins og liinn fyrri, hrækti morðör- inni í lófa hans og gekk að því búnu til sætis síns við likkistuna. Nú sendi herforinginn þriðju örina á þriðja múnkinn, sem undir eins stóð upp og færði lionum hana á sama hált og hinir höfðu gert. Eftir þetta skaut lierforinginn hinum örfunum sem eftir voru í höfuðið á hinum þremur múnkum sem sátu liinum megin við líkkistuna, en fékk þær allar aftur á sama hátt. Herra de Butler lét nú vopnið detta úr hönd- unum á sér niður á gólfið, um leið horfði hann stundarkorn með einkennilegu augnatilliti á alla sex múnkana í kringum líkkistuna. Svo snöri hann sér til veggjar, án þess að segja eitt einasta orð og lireyfði sig ekki frekar. Munkarnir héldu samt sem áður áfram að syngja stundarkorn, þar til þeir allir þögnuðu. Við eitthvert aftalað merki, þeirra í milli, stukku þeir allir upp, skellihlógu og vörpuðu af sér munka- fötunum; og í staðinn fyrir munkana stóðuþarnú sex ungir liðsforingjar i einkennisbúningi sínum. Þeir gengu nú hlægjandi að sæng lierfylkishöfð- ingjans og sögðu: »Verið þér nú svo hreinskilinn, herra liðs- foringi, að viðurkenna, að þér urðuð liræddir!« Herfylkisforinginn hreyfði sig ekki . . . Þeir lutu niður að honum og urðu nú þes» áskynja að hann var nábleikur i framar! . . . Svo sneru þeir honum við í sænginni og sáu — að hann var dauður! . . . Eins og maður get- ur hæglega skilið, beyttist kæti þeirra í sárustu sorg. Skýring þessarar ráðgátu kemur í næsta blaði. Útgefandi: Torfhildur I’orsteinsdóttir Holm. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.