Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 5

Iðnneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 5
sem í dag eru að ljúka iðn- námi hófu iðnnám, þá voru Félagsíbúðir iðnnema ekki til og ekki neinn möguleiki á félagslegu leiguhúsnæði fyr- ir félagsmenn Iðnnemasam- bands Islands. Uppgangur Félagsíbúða iðnnema er í raun og veru lítið kraftaverk í samtíman- um og því ættu iðnnemar að fylkja sér að baki FIN og tryggja með því áframhald- andi uppbyggingu. Með því stuðla þeir best að því að metnaðarfull framkvæmd- aráætlun FIN um uppbygg- ingu fram að aldamótum nái fram að ganga. Félagsíbúðir riN iðnnema Umsóknarfrestur um herbergi og íbúðir FIN vegna vormisseris 1996 er til 1. desember 1995. Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókninni: a) Námssamningur ef nemi er í samningsbundnu námi. b) Staðfesting á skólavist ef nemi er í skóla. c) Utskrift af námsárangri eða afrit af einkunnablöðumjmeð stimpli viðkomandi skóla). d) Afrit af skattaskýrslu síðasta árs, staðfesta af viðkomandi skattstofu. e) Ef sótt er um íbúð á fjölskyldusetri og upplýsingar um barnafjölda á skattaskýrslu eru ekki réttar þarf fæðingarvottorð eða þungunarpróf að fylgja umsókninni. f) Ef umsækjandi telur að umsókn sín eigi að njóta forgangs af heilsufarsástæðum ber að staðfesta slíkt með læknisvottorði. g) Ef umsækjandi telur að umsókn sín eigi að njóta forgangs af félagslegum ástæðum ber að skila greinargerð og staðfrestingu ef því er við komið. Umsóknareydublöð og aðrar upplýsingar fást á skrifstofu FIN - Skólavörðustig 19. Sími 551 0988 IÐNNEMINN 5

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.