Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1997, Blaðsíða 3

Iðnneminn - 01.05.1997, Blaðsíða 3
f n i Frá formanni Eins og gefur að skilja hefur mikil orka farið í kjarasamninga fyrir iðnnema undanfarinn mánuð en ekki hefur, þegar þetta er ritað, náðst að semja fyrir alla nema. I’eir nemar sem búið er að semja fyrir eru nemar innan sveinafélaga, þ.e. raf- iðnaðarnemar og nemar innan SAM- IÐNar. Þar náðust samningar sem hljóða uppá um 8% byrjunarkaup- hækkun í stað 4,7% eins og aðrir eru að fá. Aðrar hækkanir á samningstímanum eru þær sömu og aðrir hafa samið um. Við gerum að sjálfsögðu svipaðar kröfur fyrir nemana utan sveinafélaga, en það eru meðal annars nernar í matvælageiranum, þjónustugreinum, háriðn, o.fl. Eins og staðan er í dag er þó of snemmt að spá fyrir um þá samninga. Undanfarinn mánuð hefúr Iðnnema- sambandið í samvinnu við Blóðbank- ann staðið fyrir blóðsöfnun úr iðnnern- um en ekki bar það sama árangur og upphaflega var áætlað. Þó nokkrir blóðlítrar úr iónnemum verma þó geymsluhillur Blóðbankans urn þessar mundir og vonandi munu iðnnemar halda áfrarn aö gefa blóö af jafnvel meiri krafti. Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að ný lög um Lánasjóðinn eru nú til umfjöllunar á Alþingi og fela þau í sér mjög bætta stöðu fyrir iðnnema. Endurgreiðslubyrðin er lækkuð, samtímagreiðslum er komið á, gert er ráð fyrir nokkru svigrúmi ef uppá koma veikindi eða önnur áföll og síðast en alls eltki síst felur frumvarpið í sér að Iðnnemasamband íslands fái aðalmann inní stjórn Lánasjóðsins líkt og aðrar námsmannahreyfmgar hafa haft. Þetta þýðir það að nú getur fúlltrúi iðnnema barist af meiri krafti fyrir réttlátu láiíakerfi til handa iðnnemum. Eins og allir \'ita þá nálgast 1. mai óðfluga og munu iðnnemar væntanlega vera þar áberandi eins og undanfarin ár. Nú þegar er undirbúningur hafinn og verður undirrituð m.a. ræðumaður INSI á útifundinum á Ingólfstorgi. Eg þykist þess fúllviss að nú sem áður munu iðnnemar úr öllum áttum þyrpast í kröíúgönguna og vekja athygli á kjaramálum iðnnema. Bn ráttukvedjur, Drífa Sthcdal, formaður INSI k Fossberq 7 1. mdíávarp INSÍ 10 Iónnemar: ódýrt vinnuafl? 12 Kjarakannanir hja bakara - og framreiðslunemum 15 Heimsókn frá Köbu Iðnneminn 3

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.