Iðnneminn


Iðnneminn - 01.12.2001, Blaðsíða 14

Iðnneminn - 01.12.2001, Blaðsíða 14
í haust sækjum við um styrki fyrir 10 manns til að fara utan og kynnast sinni iðngrein i öðrum Evrópulöndum. Okkur tiL mikillar gleði fengum við þennan styrk siðastLiðió ár og voru 5 nemar sem fóru út núna i sumar. Umsóknarfrestur fyrir næstu úthlutun veróur nánar auglýstur síóar. H U G I Ð beonardo Da \inci mannaskiptaverkefni Evrópusambandsins í HVAÐ LAIMGAIM TÍMA GET ÉG VERIÐ ÚTI? í 4-8 vikur fer ailt eftir þínum óskum. HVA, HVERNIG VIRKAR ÞETTA? Já góð spurning, þú sækir um hjá okkur og tekur fram i um- sókninni hvert þú vilt fara og hvað þú ert að læra. OG HVAÐ SVO... Ef þú færó styrk reynum vió að uppfyLla þínar óskir um land, starf og fleira. Svo sjáum vió um að útvega þér gistingu, starf, fæói og flug. OG HVERT GETUR MAÐUR FARIÐ? TiL allra Evrópulanda innan EES. HVAÐ ÞARF ÉG AÐ GREIÐA? Bara þann kostnað sem snýr að þér sjálfum/sjálfri þar að segja föt, snyrtidót og fleira. HVAÐA LEYNDU SKULBINDINGAR FYLGJA ÞESSU? TiL að sækja um þarftu að vera félagi i Iðnnemasambandinu. HVAÐA KLÍKU ÞARF MAÐUR AÐ ÞEKKJA TIL AÐ KOMAST AÐ? Enga, úthlutunarnefnd vinnur hlutlaust og tiL að tryggja það er aðili utanaðkomandi í nefndinnni. Iðnnemasambandið var svo heppið að fá fyrstu 5 europassana hér á Landi, en þeir eiga að staðfesta nám sem nemi stundar á meðan dvölinni stendur. Ekki hika, draumar rætast. Umsóknarfrestur til 1. apríl 2002 S_m_á sö g u_r Vanaverk Eftir ölL þessi ár að sjá um heimiLið, matinn og börnin, þá hafði hún tekið af sér höfuðið og hent því út með hinu rusLinu. Hend- ur hennar og Líkami unnu bara sitt verk. Maður hennar kom heim settist við boróið og kLáraði matinn sinn og settist svo fyrir fram- an sjónvarpið og var þar þangað tiL hann fór inn i rúm að sofa. Hann kyssti ekki konu sina einu sinni einum kossi. Enda vissi hún það, svo hún Lét höfuðið fara, hún hafói ekkert með það að gera. Einn góðan veðurdag myndi hún Láta restina fyLgja með. Fer þessu ekki að linna Hún vissi hvað kæmi næst, reiði hans Líkt og stormurinn, storm- urinn sem öskrar ónotum að henni. Hún beið eins og kLettarnir eftir eiLífðinni. Hún Leit upp, þarna kom hann. Stormur hans feykti öLdunum reiðilega tiL og þær hvisLuóu hótunum að henni. Hún vissi hvað koma skyLdi. ÖLdunar myndu skeLla af krafti upp að skipsskrokknum, í þessum óLæknandi stormi hans. Hún vissi aó aðeins hún gæti bjargað skipinu en þaó var orðið of seint því þaó voru komin of stór göt á skipið og hún var byrjuð að sökkva. Hún vissi að hún gæti engu bjargaó sem var innanborðs, aLLt Löngu orðið ónýtt, gegnum bLautt af blóði. Skipsskrokkur hennar var mjög iLla farinn er hún gekk tiL vinnu sinnar daginn eftir. Málverkið... Hann fór inn á vinnustofu sína og bjóst ekki við að gera neitt, hann hafði ekki gert neitt lengi. Hann tók upp pensilinn og byij- aði aó máLa en endaði með þvi aó grýta verkinu þvert yfir vinnu- stofuna, svo það Lenti meó látum á veggnum. Hann opnaði vodka flöskuna sem stóð á borðinu innan um litina og pensLana, hann fékk sér drjúgan sopa og gretti sig aóeins, fyrsti sopinn var aLLtaf aðeins of sterkur. Næsti varð fínn og þar næsti á eftir og svo næsti og næsti. Hann átti ekki við neitt vandamát aó stríða, hann drakk bara þvi honum fannst þaó gott. Hann tók upp pensiLinn aftur og byrjaði að máLa og það gekk eins og í sögu. Hann máLaði eina mynd og svo aðra og aðra, hann stoppaði bara ekki, hann var kominn á skrið. Hann tók ekki eftir þvi hvaó hann var aó mála, það gerðist aLLt svo hratt, hann bara málaði og skipti um pensLa og Liti og gaLdraði fram List. Hann Lauk við síóustu myndina, svoLitið þreyttur, hann yrði að sína konu sinni myndirnar hún yrði svo stoLt. Honum fannst eins og að sá tími sem fór í það að máLa myndirn- ar hafi farið fram hjá honum svo hann ákvað að fara yfir mynd- irnar sínar, byrja á þeirri fyrstu. Hann gekk að fyrstu myndirfni, hann hafði málað heimiLi sitt og umhverfið i kring, ekki sLæmt. Næsta mynd var af konu hans inni í eLdhúsi, þriðja myndin var af konu hans sitjandi við eLdhúsborðið með byssu fyrir framan sig. Hann horfði undrandi á myndina, hvað hafði hann verið að spá? Hún á ekki byssu, hvað ætti hún að gera með byssu? Fjóróa mynd- in var af konu hans aó setja hLjóódeyfi á byssuna og Labba upp stigann að háaLoftinu, hann hristi höfuðið undrandi á myndefni sínu. Fimmta myndin var af honum, hann snéri í átt að dyrunum á vinnustofu sinni og vió dyrnar stóð kona hans þó sást bara bak- hLutinn af henni, hún heLt á einhveiju i höndunum. Hann færði sig nær málverkinu tiL að sjá hvaó það var, þaó var byssan... hann hrökkLaðist frá máLverkinu, hvað var i gangi? Hvers vegna hafði hann málað slíkar myndir? Undrandi snéri hann sér við, og þarna stóð hún með byssuna í höndunum. 14

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.