Ljósberinn - 01.10.1939, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 01.10.1939, Blaðsíða 3
Október 1939 8(rídsmadur Drottins. Hér sjáið þið mynd af Páli postula, þar sem hann stendur á miðri Aresarhæð um- kringdur heiðingjum. Hann er að fl.ytja þeim fagnaðarboðskapinn u,m frelsarann. Það var kærleiki Krists sem knúði Pái til þe.ss að fara borg úr borg og land úr landi til þess að kalla á heiðingjana, að þeir lærðu að þekkja. hinn sanna Guð og letu frelsast. Páll var stríðsmaður Drott- ins. Baráttan. var oft hörð og .margar voru þrautirnar sem hann varð að ganga í gegn- um á ferðum sín.um en hann gafst ekki upp. Að lokum lét hann lífið fyrir trú sína. Áður var hann á meðal óvi.na Krists, já, fremstur þeirra. Hann leitaði uppi þá sem trúðu á Jesúm og færði fyrir dómstólana, svo að þeir yrðu dæmdir til fangeJsisvistar eða dauða f.yri,r það, að þeir trúðu á Jes- úm Krist, sem frelsara sinn og Drottinn. En er Páll var á einni slíkri ofsóknarferð mætti hann hinum upprisna Frelsara og á þeirri stundu varð hann að nýjum manni.. Að þeirri stundu hafði hann ofsótt Jesúm, en frá þeirri stundu var hann stríðsmað- ur Drottins og barðist fyrir því, að gera þjóðirnar að Jesú lærigiveinum. »Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaöar- eri.ndið, því að það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim, sem trúir« — skrifar Páll í Rómverjabréfinu. Fagnaðarerindi Jesú Krists. fór sigur- för Um löndin og þessi sigurför heldur áfram enn í dag. Stöðugt bætist við læri- sveipahópinn hans. Ert. þú ekki með í þeim hóp, kæra barn? Pnll postuli talar á Aresar-hœð., Við Sikulum ganga fram undir krossi Jesú, sem er sigurmerki kærleikans. Þá verður iíf vort sigurför, þrátt fyrir erfið lei,ka og þrautir, sem kunna að mæta okkur. Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottinn vorn Jesúm Krist. y. Sem ungur Fönix flýgur æ hans i’rægðarorð um land og sæ og yfir alla storð. Menn geta’ að vísu vorkennt Sál, en virða menn og elska Pál, er lífsins flutti friðarmál og fagnaðarins orð. (V. Br.: Bibliuljóð).

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.