Vaka - 01.12.1929, Page 44

Vaka - 01.12.1929, Page 44
298 ÓLAFL'H MARTKINSSON: [vaka] að kveðja þann framliðna, því að ég þóttist viss am, að enginn, sem þarna var, hefir efazt um, að nú væri þessi heittelskaði vinur og sorgumþjáði krossberi kominn eitthvað annað. Ég bjóst við, að sumir, — og ég leit framan i þá um leið - þeir væru nú að hugsa um þenn- an stað, sem hann væri nú kannske kominn í, og hvort það mundi nú verða eins hjá sér; og mér fannst á sum- um, að þeir hefðu fastar og ákveðnar hugmyndir um þennan stað og hefðu geymt hann einhvernveginn frá því þeir voru í síðustu jarðarför, en aðrir lengur. Flest- um fannst hann víst hálfpartinn kominn i burtu og hálf- partinn þarna inni. Menn trúa því ekki, að persónan leysist í sundur, þegar hún er orðin verkfæralaus. Ég gat ekki leyst úr þessu fyrir sjálfan mig og nennti ekki að vera að brjóta heilann neitt mikið um það, en mér þótti allur þessi hugsunarháttur ósköp skrítinn. Ég minntist þess, hvað sálin í mér hagar sér mikið eftir líkamlegum tilbreytingum. Hún ér eitt á morgnana, ann- að á kvöldin, og á næturnar veit ég svo sem ekkert mn hana; og ef ég verð druklcinn, kemur fram gjörólikur maður, eða menn, og stundum hefi ég ekki nokkra hug- mynd um, hvað þeir hafa sýslað, meðan þeir skröltu í skálatóttunum, nema þá ef vera skyldi einhverjar bölv- aðar vitleysur, sem allir mínir hversdagsmenn eru sár- lega mótfallnir, kannske í marga daga á eftir. Svo íor ég að hugsa um, hver af þesum herrum mundi nú verða drýgstur hjá mér hinum megin, hvort það yrði miðlað málum milli þeirra á sama hátt og hér, svo að ég yrði lýðveldi með tíðum stjórnarskiptum og samábyrgð, eða hvort það yrði sovjetstjórn, svo að þeir allra hversdags- legustu fengju að ráða, — og það fannst mér helzt til nöturleg tilhugsun um himnaríki. Eða skyldu ekki sál- irnar vera eins og vötnin, sem renna í ýmsum farveg- um til sævarins og laga sig eftir farvegum sínum. Þau eru fossar í gljúfrum og lygnir straumar á jafnsléttu, eða kyrlátar og mildar tjarnir. Margir straumar breyta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.