Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Blaðsíða 7

Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Blaðsíða 7
223 NÝTT KIRKJUBLAÐ er fyrir, að séu ykkur sjálfum undarlega hulin, og gjöra það án ])ess að valda neinu hneyksli að ó])övfu“. Á eftir þessum inngangi kemur lýsing á „Norðurálfu- miðlungsmenninu“. Hún er á þessa leið: „Mér birtist mannvera, fráhorfm náttúrunni og þó ekki mótuð af listinni; vel að sér, en ekki mentuð; hæf til að Iæra, en ekki til að hugsa. Hann er alinn upp við kenningar trú- arinnar, en hann trúir þeim ekki í raun og veru. Samt hefir hann óljósa hugmynd um það, að hyggilegt sé, að dylja van- trúna, sem hann tæpast er nægilega skynugur til að kannast við, undir guðræknishjúp. 011 guðrækni hans er ytri guðs- dýrkun og vanabundin. Siðferðislíf hans er alt að einu ytri- þjónusta, sem trúarlífið. Miskunnsemi, skírlífi, sjálfsafneitun og heimsfyrii'litning — alt þetta eru orð, sem hann hefir ver- ið uppalinn við; — og orð, og ekkert annað, hefir það alla tíma verið honum; því hvorki hefir hann séð aðra framfylgja þessum orðum, né nokkru sinni sjálfur hugsað til að fram- fylgja þeim. Áhrif þeirra eru nægilega kröftug til þess, að gera hann að æfilöngum hræsnara, en ekki nægilega kröftug til hins, að færa honum heim sanninn um hræsni hans. Hann er ánægður, ef hann breytir eins og aðrir breyta; ogþarsem honum er ókunnugt um hið andlega líf, þá lifir hann og hrærist algerlega í hinum efnislega heimi. Hann verður að bláberu vinnuverkfæri. I þjóðfélagi ykkar úir og grúir af mönnum, sem eru ekkert annað en „verkfæri“. Af ávöxtun- unum skuluð þið þekkjast. Sigrar ykkar á sviði aflfræðinnar eru ekkert annað en ranghverfan á gjaldþroti ykkar andlega líts. Vélar getið þið smíðað, og þær að gagni! En að til- biðja, að þrá dásemdir andans — hvað megnið þið í þeim efn- um!“ — — Er ekki merkilegt, að heyra kínverskan heiðingja halda slíka áminningarræðu yfir „hinni kristnu“ Norðurálfu! Ef til vill á lýsingin á sumum stöðum sérstaklega heima um ensk þjóðareinkenni. En hitt dylst þó eigi, að í öllum aðal- atriðum á hún einnig við okkur; hún snertir rnikinn hluta af flokki verkmanna og auðmanna í okkar eigin jijóðfélagi. Fjáðir fésýslumenn og félausir öreigar — það er „mann- arðurinn11 í þjóðfélagslifi vorra tíma. „Menn, sem vanlar

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.