Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 2
242^ hefðum Iesið saman þennan texta, mundi eg spyrja þau til hvers saltið væri, hvaða verkanir það hefði. Þau mundu svara af sinni reynslu og sinni sjón. Þau muudu koma með það, að bragðið yrði betra af ýmsum mat, þegar saltið ki'yddaði hann, og svo niundu þau fljótt finna dæmi þess, hvernig lífsbjörgin geymist og varðveitist þegar hún er söltuð, en mundi annars spillast og grotna niður. Og enn hægra væri að tala við börnin um ljósið. Hverj- ar verkaqir þess væru og gagnsemdir. Hvernig það lýsir og hitar. Það yrði ljóst af samtalinu, bve dýrmætt hvorttveggja þetta væri — bæði saltið og Ijósið. Langt mál þyrfti ekki til þess um blessað ljósið, hvort beldur tendrað inni í húsum vorum eða lýsandi oss af himni guðs. En eg kynni að þurfa að segja börnunum sögu af styrjaldaráruuum miklu á Norð- urlöndum fyrir 200 árum síðan, með siglingaleysi og viðskifta- banni, þegar saltspónninn var orðinn eins dýr og heill máls- verður. Þér eruð salt jarðarinnar! Þér eruð ljós heimsins! Jörð og heimur eru hér í sönm merkingu. Lærisveinar Jesú Krists eru og eiga að vera umheiminum, sem þeir lifa i, alt hið sama og saltið og Ijosið oss mannanna börnum. Víða er það annarslaðar í Nýja testamenlinu og i munni frelsarans að dæmi eru dregin frá Ijósinu og saltinu. Hér eru samlíkingarnar tengdar saman ákveðnu hugsanabandi og með sérstakri áherslu, að saltið og ljósið verði að vinna sitt verk í heiminum. Lærisveinarnir mega ekki ekki dofna, þeir mega ekki draga sig í hlé og fela sig. Þessi orð Jesú urði lærisveinahópnum svo sérstaklega minnistæð er ofsókuirnar fóru að byrja. Hlutverkið sem Jesús Kristur hefir lagt fyrir lærisveina sína á öllum tímum er þá þetta, að hafa hressandi og bæt- andi áhrif og afstýra spilling og rotnun, sem í einu orði mætti kalla heilnæmi eða heilbrigði lífsins, og i annan stað er hlut- verkið það, að gjöra lífið bjartara og veita hlýjustraum inn í það. Það væri töluvert í því að tala um saltið sem ímynd sannleikans og Ijósið sem ímynd kærleikans. NÝTT KlRKJtJBLAÐ

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.