Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Blaðsíða 14

Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Blaðsíða 14
S6 NÝTT KIRNTUBLAÐ Og sá er góður prédikari, hvar sem hanri fer og hver sem hann er, sem í einhverjum mæli bætir úr þessari þörf vorri. Ireinin afl lífsins tré. Forn lielg'isaga. IÞegar Adam lagðist banaleguna, fór Set sonur hans að leita að Eden-garði, og hann fann Kerubana við hliðið, sem vegarins geymdu að lífsins tré með loga hins svipanda sverðs. Og Set féll þeim til fóta og hann grátbað þá að gefa sér eitt aldinið af lífs- ins tré; hann ætlaði að gefa það föður sfnum sjúkum að eta, svo að hann gæti lifað. Og engillinn sem stóð við hliðið braut grein af lffsins tré og fékk hana Set og sagði: „Enginn maður má upp frá þessu nú né nokkru sinni f'á ávöxtinn af lífsins tré að eta af, og lifa ei- líflega, en taktu við þessari grein og farðu vel með hana; þegar hún á sínum tíma ber ávöxt, þá mun heilsubót veitast Adams börnum allra þeirra meina.“ Þegar Set kom heim með greinina, var Adam faðir hans lát- inn. Og Set gróðursetti greinina á gröf föður síns. Það var í fjallshlíðinni upp af völlunum, þar sem Damaskus var síðar reist. Og greinin festi rætur, og var að vaxa fram á daga Salómós konungs. Og Salómó lét fella sedrusviðinn og kýpresviðinn á Libanon- fjalli. Hann þurfti að draga að sér svo mikinn við til að reisa musterið og höilina sina miklu. Og þá var tréð sem vaxið var upp af greininni feifc með hinura, og það var flutt ofan frá Líban- on til sjávar og lagt í flotann með hinum, og úr þessu tró var gjörð ein súlan í Líbanons-skógarhúsinu. Nokkru síðar kom drotningin frá Saba til Jerúsalem til að heimsækja Salómó konung. Hún sá það af speki sinni hvaða náttúra fylgdi þessu tró og sagði við Salómó: „Þessi viður á að bera þann mann, sem verður valdur að því, að hvorttveggja liður undir lok, bæði lögmálið frá Móse og konungdómurinn í ísrael.11 Og Salómó trúði orðum drotningarinnar frá Saba, og hann vildi varðveita lögmálið og halda konungdóminum i sinni ætt um aldur og æfi, og lét hann þá taka burtu súluna og gróf hana djúpt i jörðu, þar í brekkuhalliuu.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.