Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Blaðsíða 12

Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Blaðsíða 12
8 NÝTT KIRKJUBLAÐ er þetta ólíkt ])ví, sem vakir fyrir einum lœrisveina hans, er gefur oss þessa áminningu: verið hver öðrum fyrri til að veita hinum virðingu. Það er nœrrí því svo oft og tiðum, sem menn snúi ])essu alveg við, séu hver ftðrum íljótari til að gera hinum óvirðipgu, og þar sem slíkt viðskiftalögmál kemst á, þar er ekki við neinu góðu að búast. Dæmalaus munur á þessu og hinu, ef vér legðumst allir á eilt, að hefja hver annan, gera hver öðrum sem mesta virðingu, búast ekki við neinu öðru en öllu því bezta hver af öðrum, meðan vér höf- um ekki annað reynt. — Eg hygg að segja megi með sanni, að menning vor sé enn mest falin í ytri breytingum — hún er ekki komin nærri eins og hún þarf að komast inn í hjörtu vor, og hún kemst þangað ekki eftir öðrum vegum en vegi trúar og kristilegs kærleika. — Vér erum snyrtilegri í framgöngu, betur búnir og íróðari um margt, en forfeður okkar voru, en umbótaverk- inu er ekki lokið, fyr en vér erum orðnir menn meiri mann- kostum búnir, menn með göfugri hugsunarhætti, stærri og kærleiksríkari hjörtum og — færri göllum en þeir voru. Og þessa kosti, þessa breytingu verðum vér að sækja í lindir kristindómsins. Það var þetta, sem mig langaði til að minnast á, áður en vér skildum. Hér er margt ungra manna, sem bera eiga uppi framtíð tands vors og þjóðar. Starfið saman sem bræð- ur. Ætlið ekki hver öðrum að óreyndu annað en alt hið bezta. — Styðjið hver annan til þess að verða sem mestur. Látið ykkur verða það fagnaðar — en ekki öfundunarefni, er einhver ber af öðrum. Eins gagn og sómi er annars gagn og sómi. — Eg vona að það verði þó nokkrir ávextir af þessu náms- skeiði. Látið einn ávöxtinn verða: Meiri kærleika. Kærleik- anum ér hvergi ofaukið. Land vort þarf kærleika; vér þurf- um að elska það, og sú elska á að birtast í því, að vér rækt- um það, og sýnum því allan þann sóma, seni vér megnum — og mun það launa slíka ræktun með margföldum afrakstri. Vér þurfum að elska hver annan, hafa trú og traust hver til annars — með því munum vér fá hver út úr öðrum alt það bezta, er hver hefir að bjóða — og vér þurfum loksins

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.