Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 9

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 9
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA að tæma horn sitt; líka drukku menn tvímenning, og sátu þá tveir og tveir saman að drykkju, og oft kom það fyrir, að konur drukku þannig á móti karlmanni, og mun það hafa tíðkast bæði í Noregi og á íslandi. Egilssaga segir t. d. þannig frá Djörgólfi í Noregi: »Þar var hlutaðr tvímenningr á öftnum, sem siðvenja var tiM). Hildiríður Högna- dóttir hlaut að sitja hjá Björgúlfi, og allmörg því- lík dæmi má nefna til vitnis um tvímenningsdrykkju þá, sem getið er um í fornsögum vorum. Þá var drukkinn tólfmenningur, þ. e. a. s. tólf mönnum skipað til sætis, eins og meðal annars er sagt í Vígaglúmssögu2). í veislum hjá hjeraðshöfðingjum og konungum voru vitanlega drukkin þeirra full eða minni og svo tíndist ýmislegt til, sem gerði öldrykkjuna ákafa; safnað var vítum á menn og beitt til þess ýmsum brögðum, eins og kunnugt er, en vítin varð að drekka af sjer, ef vel átti að fara. Svo voru sveitardrykkjur og fleira, sem fram mætti telja. Einmennings-drykkjurnar urðu oft skæðar, eins og t. d. má sjá á frásögn Eglu um það, er Eiríkur konungur og Gunnhildur komu í Atley, þar sem vera skyldi dísablót og mikil drykkja. »Sat EgiII næstr Olvi. Síðan var þeim borit öl at drekka. Fóru minni mörg, ok skyldi horn drekka í minni hvert. Enn er á Ieið um kveldit, þá kom svá, at förunautar Ölvis gerðust margir ófærir«3). Eins og nærri má geta, varð stundum að standa á stöku, jafnve! þótt drukkinn væri tvímenningur, enda ber Egla það með sér. »En áðr borð skyldu upp fara, þá sagði jarl, at þar skyldi sæti hluta. Skyldi drekka saman karlmaðr ok kona, svá sem til ynnist, en þeir sjer, er fleiri væri«4). Vitanlega gæti hjer verið átt við, að kvenfólkið hafi verið mun færra í veislu þessari, og fyrir þá sök hafi menn orðið að drekka, annaðhvort í flokkdrykkju, eða hver út af fyrir sig, eftir því sem á stóð. Til dæmis um það, hve mjög var reynt að skapa mönnum víti, má nefna atvik úr Halldórs-þætti Snorrasonar. Þar er greinilegt af viðræðum Bárðar við Harald konung, að Þórir þótti drekka sleiti- lega og ætlaði að bera drykkinn aftur í skapkerið, og á næstu blaðsíðu ber sagan það með sjer, að konungur vildi þröngva Halldóri til þess að drekka af sjer víti5). Víti þessi voru þannig til komin, að konungur ljet breyta hringingum, svo að Halldór 1) Egilssaga bls. 13. 2) Vígaglúmssaga bls. 9. 3) Egilssaga bls. 107. 4) Egilssaga bls. 120. 5) Halldórsþáttur Snorrasonar, 40 íslendinga-þættir, bls. 115-116. Snorrason varð of seinn til tíða; var því aðferðin ekki drengileg, en óþarft er að tilfæra hjer svör Halldórs við konung. Leysa mátti menn frá skyldu- drykkjum, að minsta kosti var það svo í Noregi, þar sem Sturlunga segir frá því, að Þorgils Skarði var í jólaboði hjá Brynjúlfi að Hvoli. Þar voru drukkin mörg víti, en Bergur nokkur, sem var í veislu þessari, drakk jafnan lítið, því að hann var krankur, og skyldi hann því drekka eftir vild sinni, og engin víti1)- Hámark ofdrykkju Islendinga í Noregi, af því 1. mynd. DrYUbjarhorn Eggerts lögmanns Hannessonar. sem getið er um í Islendingasögum, er líkast til drykkja Egils og förunauta hans hjá Armóði, sem Egilssaga segir svo ófeimulega frá. Islendingar, sem komnir eru til vits og ára, vita svo vel um mannkosti Egils og skapferli, að vansalaust er að tilfæra hjer nokkurn kafla úr svaðildrykkju þessari: »Því næst var öl inn borit, og var þat hit sterk- asta mungát. Var þá brátt drukkinn einmenningr. Skyldi einn maðr drekka af dýrshorni. Var þar mestr gaumr at gefinn, er Egill var ok sveitungar hans, at þeir skyldu drekka sem ákafast. Egill drakk ósleitilega fyrst langa hríð. Enn er föru- 1) Sturlunga III. bls. 187—188. [ 39 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.