Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1959, Blaðsíða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1959, Blaðsíða 10
10 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA bæði innanlands og utan. Vefaravinnustofan er önnur deild, $em hefur sambönd sín við iðnaðinn í lagi. Hún er fjárhagslega styrkt af tveimur vefnaðarverksmiðj- um, og liafa þær þegar fengið fyrstu munstrin frá unga fólkinu, sem þær hafa séð fyrir verkefnum. Við erum þeirrar skoðunar, að hinar ýmsu deildir eigi að geta þróast í velútbúnar og hagnýtar rann- sóknastofur, sem breytt geti og bætt gerð og munst- ur iðnaðarvaranna. Þeir, sem hittast á þessum stað, eru ekki aðeins teiknarar og iðnaðarmenn heldur einnig framleiðendur og sölumenn. Þennan tengilið milli þeirra, sem móta vöruna og framleiðendanna hefur vantað í Noregi. Hér hafa aðeins stærstu fyrir- tækin haft ráð á þvi að hafa sina eigin teiknara. Venj- an er sú hjá meðalstórum iðnfyrirtækjum, sem vilja notfæra sér þekkingu teiknara, að teiknararnir búa svo langt i burtu, að þeir geta ekki verið viðstaddir, þegar framleiðslan hefst. Teiknararnir sjá yfirleitt sjaldan nokkur sýnishorn af framleiðslunni. Þeir kunna að hafa misreiknað framleiðslumöguleikana, og oft á tíðum þekkja þeir ekki til vélakosts framleið- andans. Framleiðandinn breytir því teikningunni upp á eigin spýtur. Þetta er orsökin fyrir lélegu vörunum, sem eru á boðstólum. Útkoman verður því sú, að teiknarinn verður vonsvikinn og framleiðandinn líka. Einnig kemur það fyrir, að framleiðendur þekki svo litið til teiknara, að þeir snúi sér til lélegra teikn- ara og fái ófullnægjandi teikningar. Þegar nýja gerðin svo hvorki selst vel eða vekur athygli, verður fram- leiðandinn bitur. Hann hverfur frá nýju stefnunni og tekur upp fyrri framleiðsluhætti. Ég er þeirrar skoðunar í stuttu máli sagt, að skipu- lagt samstarf á þessu sviði eigi mikla framtið fyrir sér. Og ég vil meira að segja halda því fram að takist ekki að koma listiðnaðarsjónarmiðum að í iðnaðar- framleiðslu okkar, þá höfum við enga möguleika á mörkuðum erlendis. Innanlandsmarkaður okkar hefur verið verndaður fram að þessu, en hversu lengi verður það? Þeir, sem hafa lagt fé i fyrirtækið hafa ábyrgst reksturinn í þrjú ár, og ég er ekki í vafa um það, að við munum þurfa aðstoð. Hins vegar efast ég ekki um að unnt verði að auka reksturinn. Hvernig er fjárhagshlið málanna háttað milli iðn- aðardeildanna og Plus? Hver iðnaðardeild er sjálfstæð stofnun með sína eigin stjórnendur. Hún getur verið rekin af listiðn- aðarmanni eða iðnaðarmanni fyrir eigin reikning, hún getur notið fjárhagsaðstoðar iðnfyrirtækis eða verzl- unarfyrirtækis eða verið rekin af aðalsamtökunum. Samstarfsformið getur verið breytilegt, en í megin- atriðum er það þannig, að aðalsamtökin aðstoða iðn- aðardeildirnar í því að afla sér einkaleyfa fyrir gerð- um og munstrum og sjá um viðskiptahlið málanna. Vinnustofurnar hafa iðnaðardeildirnar tekið á leigu, en hins vegar eiga aðalsamtökin Rosing-húsið. Tekjur aðalsamtakanna eru ákveðin prósenta af þvi að útvega gerðir og fyrirmyndir, aðgangseyrir af sýn- ingum og ágóði af sölu muna í Rosing-húsinu. Það er langt þangað til fjárhagur Plus fer að rýmka. Kynningarstarfsemi er fjárfrek, en nauðsynleg. Hins vegar hefur verið reiknað með því, að hagnaður yrði, en honum skal þá ráðstafa til námsstyrkja, kynningar listiðnaðarmanna og iðnaðarmanna við erlendan iðn- að, fjárhagslegrar uppbyggingar og nýsköpunar. Hér standa allar dyr opnar þeim, sem liafa köllun til að móta, og við erum sjálf með nýjar hugmyndir. í stuttu máli: Plus í Fredrikstad er fyrirtæki, sem býr yfir miklum vaxtarmöguleikum. Það liefur búið sér sína umgjörð. Siðar munum við sjá, hvað lista- mennirnir setja i hana og hvað framlag þeirra verður mikið. Margir þeirra eru ungir nú, en það fer ekki á milli mála, að þeim er ljóst, hvilíkt tækifæri þeir hafa fengið og hver ábyrgð þeirra er. Þeir hafa einn- ig sýnt, að þeir eru fúsir að vinna liörðum höndum. Mynd til vinstri er tekin í deild silfursmiða og sýnir einn þeirra að starfi. * Mynd til hægri er frá vefaradeild- inni. Vinnur stúlkan að litun.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.