Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Síða 47

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Síða 47
Eins er það aukið hagræði, þegar kaupbreyting á sér stað, að þurfa ekki að umreikna verðskrána í krónu- tölu, því hún inniheldur svo mörg verð og fjölbreyti- leg. Samningu nýju verðskrárinnar annaðist, ásamt nefndum frá sveinum og meisturum, Torfi Ásgeirsson hagfræðingur. Hefur hann hlotið verðskuldað lof og viðurkenningu fyrir þau störf. í því sambandi vil ég aðeins geta þess, að þegar fulltrúar Norræna Málara- meistarasambandsins héldu þing sitt í Reykjavík fyrir fimm árum var að nokkru kynnt verðskráin og vakti hún slíka athygli og þótti svo vel uppbyggð, að Köben- havner Malerlaug fékk reykvískan mælingarfulltrúa til Hafnar, til þess að flytja um verðskrána fyrirlestra og greiddi af því allan kostnað. Ég fullvissa ykkur um, að verðskrá málara er ekkert leyniplagg, sem aðeins útvaldir mega líta. Hún stendur þvert á móti öllum þeim opin, sem áhuga hafa á að kynna sér hana, og væri stéttinni mikill greiði gerður með því að sem flestir þeir, sem verðskráin snertir, gerðu það. Því að hleypidómalaus gagnrýni, sem sett er fram af þekkingu, ætti að vera öllum til gagns. 1 þessu sambandi vil ég upplýsa: Eftir að verðlags- eftirlitið var stofnsett og lögfest hefur engin verðskrá verið í gildi eða verið breytt án samþykkis viðkom- andi verðlagsyfirvalda. Mér er kunnugt um að Málara- meistarafélag Reykjavíkur hefur bæði með bréfi og munnlega óskað eftir því við viðkomandi ráðuneyti, að það skipaði nefnd fulltrúa, sem ynni að verðskrár- endurskoðun með fulltrúum stéttarinnar til frekara ör- yggis fyrir neytendur. Ráðuneytið hefur enn ekki talið vera ástæðu til þess. Verðskrá málara er miðuð við gildandi tímakaup í dagvinnu á hverjum tíma. Gagnvart kaupanda verks- ins er miðað við meistarakaup, en við greiðslu meist- ara til sveina er miðað við sveinakaup. Við hvert taxtanúmer í verðskránni er tilfærður sá tími á einingu (reiknaður í mínútum), sem áætlaður er að fari til verksins, væri það unnið í tímavinnu. Þegar verkið er unnið eftir verðskránni, er verkið verðlagt í samræmi við hinn áætlaða tíma, án tillits til þess hvort sá sem verkið vinnur, notar til þess lengri eða skcmmri tíma. Hver einstakur vinnuliður er í flestum tilfellum miðaður við eina yfirferð. Verðskráin er miðuð við að verkið geti gengi hindrunarlaust og önnur vinna á staðnum tefji ekki fyrir. Það er viðurkennd staðreynd um allan heim og í öllum atvinnugreinum að afköst í tímavinnu eða eftir mánaðarkaupi, eru mun minni en í ákvæðisvinnu og geta ekki öðruvísi orðið svo neinu nemi. Við verðum nauðugir viljugir að bíta í það súra epli, að maðurinn almennt er þannig gerður, að hann er sérhlífin og ófús til þess að leggja að sér umfram það nauðsynlega, nema til komi örvun eða kallað sé fram aukið vinnu- framlag með voninni í ábata. TfMARIT IÐNAÐARMANNA Mig langar til að taka tvö sláandi dæmi, sem þið þekkið flestir sjálfsagt miklu betur en ég. I fyrra lagi hvað hlutaskipti sjómanna snertir, sem frekar heyrir til svokölluðu kaupaaurakerfi, þar sem kauptrygging eru lágmarkslaunin, en aukinn hlutur, ef fæst, gefur von í meiri peningatekjur. Það dylst eng- um, sem til þekkir, að oft er annað yfirbragð á þeirri skipshöfn, sem aflað hefur umfram tryggingu, eða er að keppa um efstu aflasætin, heldur en hinni, sem enga vonina hefur eða viljann til þess að ná hlut. Ef þið væruð útgerðarmenn (sem þið jú eruð surnir), hvern hlutinn munduð þið greiða með glaðara geði, þann sem væri t. d. kr. 50.000,00, en næði ekki umsamdri trygg- ingarupphæð, eða hinn sem væri tvisvar eða þrisvar sinnum stærri, vegna meiri afkasta, útsjónarsemi og á- huga fyrir starfi, vegna meiri sóknar og aukins afla. Ég er ekki í neinum vafa með svarið. 1 síðara lagi ákvæðisvinna við síldarsöltun. Síldar- söltun í ákvæðisvinnu hefur um áratugi tíðkast hér á landi og var framan af verðákveðin einhliða af at- vinnurekendum, en í seinni tíð verið samningsatriði milli atvinnurekenda og verklýðsfélaga. I dag fær stúlka um kr. 73,00 fyrir að salta i hverja tunnu og er það eflaust að nokkru miðað við stopulleika hráefnis- ins, því þá er einnig atvinnurekanda hagur að því, að sem mestu af hráefninu sé breytt í sem dýrasta vöru. Ég held að enginn atvinnurekandi sjái ofsjónum yfir þeim kr. 73,00, meðan söltun stendur yfir, en mundu þá frekar óska sér, að allar þeirra söltunarstúlkur væru þess umkomnar að hola niður í tvær tunnur á klukku- stund, eins og þær röskustu leika sér að. Enda er alltaf barizt um þær beztu og afkastamestu á plönin. Um þessi mál eru til bækur og rit sem hundruðum skipta og við höfum aðgang að, svo einsýnt er að slíku verða ekki gerð nein tæmandi skil í stuttu erindi, en ég hef aðeins reynt að draga fram hið algengasta og aug- ljósasta, sem máli skiptir. Eftir það sem ég hef sagt vonast ég til að fundar- menn geri sér ljósari grein fyrir þeim vanda og einnig ávinningi sem ákvæðisvinna leiðir af sér. 1 stuttu máli, dekkri hlið ákvæðisvinnu, frá sjónar- hóli launþega, er aukningin á vinnuhraðanum sem starfsmaðurinn er örvaður til. Því er hinsvegar til að svara að ákvæðisvinnan er fyrst og frcmst fyrir full- fríska menn og opnar þá jafnframt ný tækifæri til lækk- unar vinnutímans. Bjartari hliðin er einnig stærri. Aðalatriðið fyrir launþegann er tekjuaukningin, sem þeir stofna til með ákvæðisvinnu vegna hærra raunverulegs tímakaups og hvers eðlis sú tekjuaukning er. Dæmi eru til um að raunverulegt tímakaup við ákvæðisvinnu sé 200% miðað við samningsbundið tímakaup sem við nefnum ioor/. Líklegra er þó algengast, að það liggi milli 130 og 160% í ákvæðisvinnu, sem grundvölluð er á vinnu- rannsóknum. 103

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.