Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Side 58

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Side 58
Framleiðandi er Smith Welding Equipment, 2633 S. E. 4th St., Minneapolis, Minn., 55414, U.S.A. Úr „World Industrial Repoeter", júlí 1966 Raisuðutæki sem „brennú" vatni. HENES rafsuðutækið, sem myndin sýnir, notar vatn sem aðal eldsneyti. Með rafeindaútbúnaði að- skilur það eimað vatn í súrefni og vetni og notar sem hitagjafa. Það er hentugt til rafsuðu á málmplötum og það bræðir málmstengur með allt að Ví þuml. þvermáli. Loginn er tempraður með skífu. Hitinn getur orðið allt að 33150 C. Engin þörf er fyrir gashylki og ventlabúnað. Framleiðandi er E. D. Allmend- inger, Inc., 74 Trinity Place, New York, N. Y. Úr „World Industrial Reporter", nóv. 1965. Undraverð lýsing. Mesta framför í lýsingu síðan Thomas Edison fann upp ljósaper- una fyrir 86 árum, er nú talin á næsta leiti, að því er General Elec- tric Co., New York, heldur fram. Þessi „ljósgjafi framtíðarinnar“ byggist á tilkomu hins geysilega eld- trausta gervikeramikefni félagsins, „Lucalox“, og ber einnig það heiti. Þetta hvíta keamik er afburða sterkt og hitaþolið og hleypir ljósinu greið- lega í gegn. General Electric hefur framleitt úr því mjóa pípu (á stærð við vindling) og í þeim er hitað sodíum, breytt í gas og hlaðið raf- magni, og gefur það geysimikla lýs- ingu. Framleiðandinn telur ,að ekk- ert annað þekkt efni myndi þola hinn gífurlega hita, sem veldur ljós- inu og dreifir því. „Lucalox“-lampinn er talinn lækka lýsingarkostnað um 30%. Þessi undralampi mun verða fáan- legur snemma á næsta ári í 400 watta einingum til notkunar í versl- unarbyggingum, iðnaði, á strætum úti, á íþróttavöllum o. s. frv. Verð: 25 dalir. ur „Newsweek", nóv. 1965. Um merkingar á íyrirtækjum Fyrir skömmu átti ég erindi í lítið iðnfyrirtæki í úthverfi borgarinnar, og þrátt fyrir að ég vissi götunúmer, þá varð mér tafsamt að finna fyrir- tækið, þar sem númerið var alls ekki til staðar á húsinu, og sá stórborgar- bragur er kominn á Reykjavík, að fólk er ekki of kunnugt í nágrenni sínu, svo að þeir sem spurðir voru til vegar reyndust ekki færir um að gefa greið svör. Þegar ég svo fann loks áfanga- staðinn, uppgötvaði ég, að fyrirtæk- ið var að vísu merkt, en aðeins með ca. 20 sentimetra langri ræmu með nafni fyrirtækisins, sem var álímt á of lítið áberandi stað. Ég ræddi þetta við eiganda fyrirtækisins, en hann lét sér fátt um finnast og taldi ekki hæfa svo litlu fyrirtæki að láta of mikið á sér bera og svo hefði hann ekki hugsað neitt út í málið. Og þar held ég að hundurinn liggi grafinn, menn hugsa ekki út í málið, hversu mikil þægindi og tímasparnaður það er fyrir þá, sem erindi eiga við þá, að fyrirtæki þeirra séu merkt fyrir ókunnuga. Dagbl. Visir y nóv. 1966. -------------------------------------------------------- IÐNAÐARMENN 100 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík verður haldið hátíð- legt á Hótel Sögu hinn 3. febrúar 1967. Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu Landssambands iðnaðarmanna, Iðnaðarbankahúsinu, 4. hæð, í Iðnskólanum í Reykjavík (hjá umsjónar- manni) og skrifstofu Meistarasambands byggingamanna, Skipholti 70, dagana 18.—28. janúar 1967 á venjulegum skrifstofutíma. HÁTÍÐ ANEFND V-----------------------------------------------------j 114 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.