Fréttablaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 72
 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR HANDBOLTI Markvarsla Harðar Flóka Ólafssonar tryggði Akur- eyri 25-24 sigur gegn Stjörnunni á heimavelli í gær. Hörður varði 26 skot, þar af þrjú hraðaupphlaup og þrjú víti auk tveggja skota í síð- ustu sókn Stjörnunnar sem hefði þar getað tryggt sér stig. Fyrri hálfleikur var jafn framan af en í stöðunni 5-5 skoraði Akur- eyri fimm mörk í röð. Stjörnumenn börðust þó vel til baka og staðan var 13-12 í leikhléi. Stjarnan komst yfir í upphafi síðari hálfleiks en Akureyringar settu þá í fimmta gír og sigldu fram úr. Þeir voru fjórum mörkum yfir þegar skammt var eftir en voru nálægt því að kasta öruggum sigri frá sér. Léleg og ótímaær skot, fáránlegar tvær mínútur og rangar ákvarðanir urðu til þess en Stjarn- an sýndi frábæra baráttu með því að eiga möguleika á stigi miðað við hvernig leikurinn spilaðist. „Þetta er bara ekki vottur af skynsemi eða reynslu hvernig við gerum síðustu mínúturnar spenn- andi. Ég er ekki ánægður með það. Við erum að leiða leikinn en það virðist vera sem sú staða sé of þægileg fyrir okkur. Við förum að spila slakari handbolta og fáum það svoleiðis í hnakkann að við getum ekki staðið undir því,“ sagði Rúnar Sigtryggsson sem var þó ánægð- ur með sigurinn. „Ég er ánægður með það þegar menn spila vel en ekki þegar menn missa það svona niður,“ sagði Rúnar sem hrósaði Herði í hástert. „Ég hef ekki séð hann svona lengi.“ Patrekur Jóhannesson, þjálf- ari Stjörnunnar, leit á björtu hlið- arnar. „Þetta var klaufaskapur í okkur. Við áttum skilið eitt stig og það er fúlt að ná því ekki en ég er mjög ánægður með strákana. Við vorum ekki líklegir þegar það voru fimm mínútur eftir en við gáfumst ekki upp og það er mjög jákvætt. Þetta er á réttri leið hjá okkur,“ sagði þjálfarinn. - Hþh Akureyri vann 25-24 sigur gegn Stjörnunni í N1-deild karla í handbolta í gær: Flóki frábær í naumum sigri ÖFLUGUR Jónatan Magnússon var markahæstur hjá Akureyri með 7 mörk í góðum sigri gegn Stjörnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HANDBOLTI Grótta vann í gær sinn annan sigur í N1-deild karla á tímabilinu er liðið heimsótti gríð- arsterkt lið FH í Kaplakrika. Leiknum lauk með sex marka sigri Gróttu, 38-32, eftir að staðan var jöfn í hálfleik. Segja má að Gróttumenn hafi verið sterkari aðilinn í leiknum lengst af. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en þó var augljóst að FH-ingar voru að spila langt undir getu. Það sem hélt þeim inn í leiknum, fyrst og fremst, var fín frammistaða Pálm- ars Péturssonar í markinu. En hafi fyrri hálfleikur verið slakur hjá FH var sá síðari hrein hörmung. Varnarleikur liðsins var í molum sem sást best á því að Grótta skoraði 22 mörk í síðari hálfleik. Ekki var sóknarleikurinn burðugur heldur. Það skal þó ekki tekið af Gróttu- mönnum að þeir spiluðu glimrandi fínan handbolta í gær. Þeir voru duglegir að nýta sér veikleika andstæðingsins og galopnuðu vörn heimamanna hvað eftir annað. Það hefur háð Gróttumönnum í vetur hversu illa þeim hefur geng- ið að klára leiki sína almennilega en það gerðu þeir svo sannarlega í gær. FH náði mest að minnka mun- inn í þrjú mörk en gestirnir gáfu þá aftur í og unnu öruggan sigur. „Þessi leikur var skandall frá a til ö,“ sagði Sigurgeir Árni Ægis- son, fyrirliði FH. „Menn voru greinilega ekki tilbúnir enda voru þeir alltaf skrefinu á eftir, sér- staklega í vörninni. Sóknarleikur- inn byrjaði ágætlega en það dugði hvort eð er ekkert til. Þetta var einfaldlega mjög lélegt.“ Halldór Ingólfsson, þjálfari Gróttu, var vitanlega mjög sáttur. „Ég veit ekki hvort lið eru að van- meta okkur en ef þau gera það þá er það gott fyrir okkur. Við vorum staðráðnir í að grípa þá í bólinu ef þeir væru ekki tilbúnir sem við gerðum mjög vel. Menn lögðu sig mikið fram og uppskáru sam- kvæmt því.“ eirikur@frettabladid.is Gallharðir Gróttumenn Grótta vann í gærkvöldi glæsilegan útisigur á FH í N1-deild karla, 38-32. FH- ingar voru langt frá sínu besta sem gestirnir færðu sér óspart í nyt. HARÐFYLGI Halldór Ingólfsson, spilandi þjálfari Gróttu, gefur ekkert eftir í baráttunni við varnarmenn FH. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FH-GRÓTTA 32-38 (16-16) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 7/1 (12/2), Benedikt Kristinsson 5 (6), Ólafur Gústafsson 4 (11), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (3), Sigurgeir Árni Ægisson 3 (3), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Ásbjörn Friðriksson 3 (6), Ólafur A. Guðmundsson 2 (6), Guðmundur Pedersen 1 (2), Ari Magnús Þorgeirs- son 1 (3). Varin skot: Pálmar Pétursson 13 (40/4, 33%), Daníel Freyr Andrésson 5 (16, 31%). Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stef- ánsson 8 (10), Anton Rúnarsson 7 (12), Jón Karl Björnsson 7/4 (11/4), Atli Rúnar Steinþórsson 6 (7), Hjalti Þór Pálmason 4 (10), Halldór Ingólfs- son 3 (5), Arnar Freyr Theodórsson 2 (4), Júlíus Stefánsson 1 (1), Ægir Hrafn Jónsson (1). Varin skot: Gísli Rúnar Guðmunds- son 14/1 (42/2, 33%), Einar Rafn Ingimarsson 1 (5, 20%). KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar eru einir á toppnum með fullt hús stiga eftir leiki gærkvöldsins í Iceland Express-deild karla í körfu- bolta. Njarðvík vann 89-100 sigur gegn Hamri og hefur unnið alla sex leiki sína til þessa. Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í deildinni þegar Tindastóll kom í heim- sókn en lokatölur urðu 93-95. Leikur Stjörnunnar og Tindastóls var í járnum lengi vel en gestirnir í Tindastóli leiddu leikinn 35-38 í hálfleik og 60-68 fyrir lokaleikhlutann. Stjörnu- menn gerðu heiðarlega tilraun til þess að stela sigrinum á lokakafl- anum þar sem Justin Shouse fór mikinn en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan var 93-95 sigur gestanna. Amani Bin Daanish var stigahæstur hjá Stólunum með með 26 stig og 12 frá köst en Shouse var atkvæða- mestur hjá Stjörnunni með 38 stig og 11 stoð- sendingar. Hamar átti í fullu tré við Njarðvík lengi vel og leiddi í hálfleik, 50-45, en gestirnir tóku svo til sinna ráða í þriðja leik- hluta og fóru með sex stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Njarðvíking- ar héldu haus í fjórða leikhlutan- um og unnu að lokum góðan 89-100 sigur. Magnús Þór Gunnarsson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 32 stig og 7 stoðsendingar. Þá fengu Grindvíkingar heldur betur uppreisn æru í kvöld þegar þeir unnu 72-104 stórsigur gegn Blikum en Suðurnesjaliðið hafði átt erfitt uppdráttar til þessa í vetur. Nýi leikmaðurinn Darrell Flake var stigahæstur hjá Grinda- vík með 21 stig. - óþ Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í gærkvöldi: Fyrsta tap Stjörnunnar í deild TAP Stórleikur Justins Shouse dugði Stjörnunni ekki til sigurs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Helgarblaðið: Heimili og hönnun: Menning: Kolbrún Halldórsdóttir í helgar- viðtali. Beinta Maria Didriksen og Levi Didriksen: Levi níu ára er stoð og stytta tvíburasystur sinnar sem er með sjúkdóm sem aðeins fimm manns í heiminum þjást af. Íslensk hönnun eins og hún gerist best. Húsgögn, arkitek- túr og vöruhönnun í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum. Þrjár óperufrumsýningar í maí. Mest seldu bókmenntaverk Evrópu í fyrra. Íslenska ímyndin á viðreisnar- árunum. Allt um Listahátíðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.