Fréttablaðið - 19.11.2009, Síða 8

Fréttablaðið - 19.11.2009, Síða 8
8 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR 1 Hvenær var Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga stofnað? 2 Hvaða íslenska tónlistarkona semur lag fyrir teiknimynd um Múmínálfana? 3 Hvaða samtök gefa út lista um spillingarstig ríkja heims? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 66 VIRKJANIR Til að tryggja 360 þúsund tonna álver Norðuráls í Helguvík þarf 625 mega- wött (MW) af orku. Óljóst er hvaðan sú orka kemur, en fyrirtækið hefur samið við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur um öflun hennar. Þar á bæ er aðeins tryggð orka fyrir tveimur af þremur áföngum álversins. Orkuveita Reykjavíkur hefur á borðinu þrennar framkvæmdir sem umhverfismati er lokið á: fimmta áfanga Hellisheiðarvirkjunar, Hverahlíðarvirkjun og Bitruvirkjun. Þar að auki hefur matsáætlun verið samþykkt fyrir virkjun við Gráuhnúka. Samtals gefa þessar virkjanir af sér 360 MW. HS Orka hefur fyrirhugað stækkun Reykja- nesvirkjunar um 100 MW. Umhverfismat hefur farið fram, en hvorki er komið virkjana- leyfi frá Orkustofnun né heimild skipulags- yfirvalda í Reykjanesbæ og Grindavík. Að auki eru hugmyndir um ýmsa virkjanamögu- leika, sumir hverjir mjög skammt á veg komnir, sem saman eiga að gefa 200 til 300 MW. Eftir stendur að einungis er búið að full- tryggja 460 MW af orku fyrir álverið í Helgu- vík, sem framkvæmdir eru þegar hafnar við. Norðurál sótti fyrst um starfsleyfi fyrir 250 þúsund tonna álveri, en orkuþörf þess nemur 435 MW. Ágúst Hafberg, hjá Norðuráli, segir að ætl- unin sé að byggja álverið upp í fjórum níutíu þúsund tonna áföngum. Hagkvæmast sé fyrir fyrirtækið að tólf til fimmtán mánuðir líði á milli þess sem áfangarnir eru teknir í notkun. „Við viljum vera þokkalega vissir um að við fáum alla áfangana.“ Fyrirtækið hafi gert samning við HS Orku og Orkuveituna um orkuöflun og koma verði í ljós hversu hratt og vel gengur að ná í orkuna. Í Norðuráli séu menn bjartsýnir á að það takist. Auk álversins eru nokkrar orkufrekar framkvæmdir fyrirhugaðar á Reykjanesi, sem óljóst er hvaðan muni fá orku. Þetta eru netþjónabú í Sandgerði og annað á Keflavíkur flugvelli, kísilmálmverksmiðja í Helguvík og framleiðsluaukning álversins í Straumsvík. Samanlögð orkuþörf þeirra er 270 til 370 MW. Sé álverið reiknað með er orkuþörfin á svæðinu 895 til 995 MW. Gangi allar hug- myndir HS Orku eftir, sem allsendis er óvíst, sjáum við fram á 760 til 860 MW af orku. kolbeinn@frettabladid.is Ekki trygg orka fyrir álverið Ekki er til trygg orka fyrir 360 þúsund tonna álveri í Helguvík sem framkvæmdir eru þegar hafnar við. Orka er til fyrir tveimur áföngum af þremur. Óljóst hvernig full orka verður tryggð sem og í annan iðnað. HELGUVÍK Framkvæmdir eru hafnar við álver í Helguvík, en óljóst er hvaðan orkan í það mun koma. Allar tölur í fréttinni eru fengnar úr gögnum Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku til Skipulagsstofnunar vegna mats á Suðvestur- línu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hraðallinn brátt í notkun Öreindahraðall kjarnvísindastofnunar- innar CERN í Sviss verður brátt tekinn í notkun á ný eftir að hafa verið í viðgerð í meira en ár. Bilun varð í hraðlinum þegar hann var fyrst tekinn í notkun með mikilli viðhöfn á síðasta ári. SVISS 25 TÍMA AÐGERÐ Stúlkunum verður haldið sofandi næstu daga. NORDICPHOTOS/AFP ÁSTRALÍA, AP Samvaxnir tvíburar, tveggja ára stúlkur frá Bangla- dess, voru aðskildir með skurð- aðgerð í Melbourne í Ástralíu. Aðgerðin tók alls 25 klukkustund- ir og tóku sextán skurðlæknar þátt í henni ásamt hjúkrunar- fólki. Stúlkurnar voru samvaxnir á höfði. Hluti af æðakerfi þeirra, höfuðkúpu og heilavef var sam- eiginlegur. Óljóst er hvort stúlkurnar hafa beðið heilaskaða af aðgerð- inni. Þeim verður haldið sofandi í nokkra daga. Fyrir fram voru taldar helmings líkur á heilaskaða. - gb Samvaxnir tvíburar: Aðskildir með skurðaðgerð Verkefnisstjórnin: Bergur Elías Ágústss. f.h. Norðurþings Margrét Hólm Valsd. f.h. Skútust.hr. Tryggvi Harðars. f.h. Þingeyjarsveitar Reinhard Reyniss. f.h. Atv.þr.f. Þing. Einar Mathiesen f.h. Landsvirkjunar Martha Eiríksdóttir f.h. iðnaðarráðun. ATVINNUMÁL Verkefnisstjórn um leit að samstarfsaðilum um atvinnuuppbyggingu í Þingeyjar- sýslum hefur verið skipuð og tekið til starfa. Stjórnin á að ljúka fyrstu athugun á mögulegum samstarfs- aðilum fyrir 1. apríl á næsta ári og nýta næstu sex mánuði þar á eftir til nánari viðræðna og samningagerðar. - bþs Atvinna í Þingeyjarsýslum: Samstarfsaðila leitað til 1. apríl Hægt að bjarga þúsundum Hægt væri að koma í veg fyrir dauða 24 þúsund ungbarna á hverjum ein- asta degi í þróunarlöndum ef stjórn- völd þar verðu meira fé til heilsu- gæslu. Þetta kom fram á alþjóðlegri ráðstefnu í Kenía. KENÍA Húsfélagaþjónusta Kaupþings sparar þér tíma og fyrirhöfn Nánar á www.kaupthing.is/husfelag Ekkert mánaðargjald Einföld innheimta Öflugur netbanki Þinn þjónusturáðgjafi Fullkomið rekstraryfirlit Félagatal og greiðslustaða Komdu í viðskipti með húsfélagið þitt. Sendu fyrirspurn á husfelag@kaupthing.com - hringdu í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi. Starfsfólk Kaupþings tekur vel á móti þér og veitir allar nánari upplýsingar. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu gerði upptæk fíkni- efni þegar hún fór heim til manns í miðborginni til að birta honum nið- urstöðu dóms um nálgunarbann. Í íbúð hans og nágranna hans fund- ust samtals um hundrað grömm af fíkniefnum, auk þess sem nágrann- inn var nappaður við sölu fíkni- efna. Fyrrnefndi maðurinn hafði hlotið nálgunarbannsdóm eftir að hann hafði hótað einstaklingi, er hafði nýverið borið vitni í héraðs- dómi, í máli sem hann hafði verið dæmdur í. Þegar lögreglan kom í íbúð mannsins var þar rammur þefur af maríjúana og fíkniefni, tól og neyslutæki út um allt. Við leit í húsinu fundust fimmtíu grömm af maríjúana. Meðan á þessum aðgerðum stóð veitti lögregla því athygli að annar íbúi í sama stigagangi var á miklu stími og átti greinilega annríkt. Þóttu ferðir hans grunsamlegar og við nánari eftirgrenslan reynd- ist hann hafa verið að selja fíkni- efni. Við húsleit hjá honum fundust um fimmtíu grömm af hassi og amfet- amíni. Mennirnir sem báðir eru á þrí- tugsaldri, hafa komið við sögu lög- reglu áður, og að minnsta kosti annar vegna fíkniefnamála. Þar sem nálgunarbannsmaðurinn er þekktur fyrir að hóta ofbeldi fór sérsveit ríkislögreglustjóra með lögreglumönnunum á höfuðborgar- svæðinu til að birta dóminn. Lögregla gerði tvær árangursríkar húsleitir á höfuðborgarsvæðinu: Fundu dópsala við birtingu dóms MARIJÚANA Lögregla fann um fimmtíu grömm af maríjúana í annarri íbúðinni og hass og amfetamín í hinni. DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur karl- maður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi og til sviptingar ökurétti ævilangt fyrir að valda árekstri við bifhjól. Ökumaður þess beinbrotnaði á sex stöðum við áreksturinn. Héraðsdómi Suðurlands þótti fullsannað að maðurinn hefði ekið undir áhrifum fíkniefna, gegn biðskyldu án þess að virða hana og í veg fyrir bifhjólið með þeim afleiðingum að ökumaður þess stórslasaðist. Ökuníðingurinn á langan saka- feril að baki þrátt fyrir ungan aldur, þar á meðal ítrekaðan fíkniefnaaakstur. - jss Átta mánaða fangelsi: Ók á mann undir áhrifum VEISTU SVARIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.