Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2009, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 19.11.2009, Qupperneq 74
54 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR Skrekkur, hæfileikakeppni íþrótta- og tómstundasviðs fyrir grunnskóla í Reykja- vík, var haldin í tuttugasta sinn á þriðjudagskvöld. Laugalækjarskóli bar sigur úr býtum með verk- inu Ástar kveðju, í öðru sæti varð Hagaskóli og í því þriðja hafnaði Selja- skóli. Góð stemning var á úrslitakeppninni, sem fór fram í Borgarleikhúsinu, og afhenti Hanna Birna Kristjánsdóttir borgar- stjóri sigurvegurunum Skrekkstyttuna. - ag MIKIÐ STUÐ Á SKREKK Robbie Williams steig á svið með sínum gömlu félögum í Take That í fyrsta sinn í fimmtán ár á góð- gerðartónleikum í Royal Albert Hall. Robbie söng þó ekki með félögum sínum heldur flutti einn lögin Bodies og You Know Me. „Þetta er frábært tækifæri til að kynna fyrir ykkur gamlan vin,“ sagði Gary Barlow við áhorfendur. Robbie kom þá á sviðið og faðmaði hina strákana með tárin í augunum. „Ég var byrjaður að tárast áður en ég kom upp á svið,“ sagði Robbie. Í lok tónleikanna fluttu allir tón- listarmennirnir sem komu fram í Royal Albert Hall Bítlalagið Hey Jude og fremstur í flokki var Paul McCartney. Þar héldu Robbie og Gary hvor um annan og virtist fara vel á með þeim þrátt fyrir að þeir hafi lengi vel átt í harð- vítugum deilum. Orðrómur hefur verið uppi um að Robbie syngi aftur með Take That þegar Brit-verðlaunin verða afhent á næsta ári. Þá verður Robbie einmitt verðlaunaður fyrir framlag sitt til tónlistar- heimsins. „Við ætlum að geyma endurkomuna fyrir sérstakt til- efni, hvað sem það svo verður,“ sagði Robbie og vildi ekki játa því að það tilefni yrðu Brit-verð- launin. Robbie segir að deilur hans við meðlimi Take That séu liðin tíð. „Ég hef engar áhyggjur af þess- ari endurkomu lengur vegna þess að við erum búnir að hittast og öll óvildin er horfin. Núna er þetta bara ég og fjórir aðrir gaurar sem mér þykir ótrúlega vænt um.“ Táraðist á sviði með Take That TAKE THAT Take That áður en Robbie Williams sagði skilið við hljómsveitina. ÁSTARKVEÐJA Laugalækjarskóli fór með sigur af hólmi í Skrekk með verkinu Ástarkveðja. HÖRÐ KEPPNI Alls tóku 28 skólar þátt í undankeppninni fyrir Skrekk en aðeins átta skólar komust í úrslitakeppnina. FJÖLBREYTT Fjölbreytt atriði kepptu til sigurs á Skrekk og mikil sköpunargleði einkenndi keppnina. Í TUTTUGASTA SINN Góð stemning var í Borgarleikhúsinu á úrslitakeppninni, sem var sjónvarpað beint á Skjá einum. Hlédís Sveinsdóttir hleypti af stokkunum verkefninu www. kindur.is fyrir ári, en þar gefst fólki kostur á að eignast eða taka í fóstur kind í íslenskri sveit. Hún segir verkefnið hafa geng- ið vonum framar og nú séu um fimmtíu manns sem eiga eða fóstra íslenska kind. „Þetta hefur gengið alveg ótrú- lega vel. Maður vissi ekki við hverju átti að búast þegar maður fór af stað með þetta verkefni og þetta sprakk eiginlega í andlitið á okkur. Athyglin hefur verið gríðar- leg,“ segir Hlédís og bætir við að nokkuð sé um að Bandaríkja- menn kaupi kindur. „Háskólapróf- essor einn á nú orðið sex kindur, að mig minnir. Hann kemur hing- að til lands árlega með hóp nem- enda með sér og heimsækir kind- urnar sínar. Þau eru mjög heilluð af frelsi fjárins og finnst næstum eins og þetta sé villibráð.“ Kaupendur eignakinda fá heim- sendar kjötafurðir auk þess sem hægt er að fá unna ull af kindinni gegn vægu aukagjaldi. „Í réttun- um í haust hitti ég til dæmis konu sem sat og prjónaði peysu úr ull- inni af kindinni sem hún átti. Mér fannst mjög skemmtilegt að sjá það,“ segir Hlédís og hlær. Hún segir margar kindurnar bera nokkuð skemmtileg nöfn og má þar á meðal nefna kindina Höllu Pönkrottu, Frú Hillary Clinton, hrútana Þveng og Íra og svo kind- ina Rakel sem er í eigu forsetafrú- arinnar Dorrit Moussaieff. Spurð hvort hægt verði að fóstra önnur húsdýr í framtíðinni segir Hlédís ekkert útlokað. „Þó að hug- myndin sé mín var pælingin allt- af að láta þetta í hendur bænda svo þeir gætu séð um framhaldið. Mig langaði að sýna fram á það að sveitin er gott umhverfi fyrir nýsköpun, sérstaklega í dag þar sem áhuginn á landbúnaði hefur aukist til muna.“ - sm Bandaríkjamenn fóstra kindur „Það er búið að vera svo mikið að gera hjá okkur sem að þessu stöndum að við höfum ekki haft tíma til að uppfæra síðuna. Við erum öll í fullu námi og vinnu og þess vegna hefur síðan setið svolítið á hakanum,“ segir Dagný Berglind Gísladóttir, einn stofnenda vefritsins iheartrvk.is sem var sett á laggirnar fyrr í sumar. Á síðunni mátti finna umfjöllun um tísku, menningu, tónlist auk ann- arra viðburða en sé síðan heimsótt í dag má sjá að hún hefur ekki verið uppfærð nýlega. Dagný Berglind tekur þó fram að þetta séu ekki enda- lok vefritsins. „Við ætlum að mæta aftur sterk til leiks eftir áramót. Þá fáum við til liðs við okkur bloggara sem munu blogga reglulega á síðunni og munum auk þess uppfæra síðuna reglulega. Það fer mikill tími og vinna í að halda úti svona síðu, mun meiri en við gerðum ráð fyrir í fyrstu. En þetta er ekki búið,“ segir Dagný Berglind að lokum. - sm Mæta til leiks á ný eftir áramót EKKI BÚIÐ Dagný Berglind segir vefritið iheartrvk.is ekki hætt, heldur sé bara mikið að gera hjá aðstandendum þess. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ashley Simpson segir líkama sinn hafa breyst eftir að hún eignaðist son sinn Bronx, ellefu mánaða, en hún segist ánægð með útlit sitt. Í viðtali við tímaritið Women‘s Health segist Ashley vera ham- ingjusöm og segir eiginmann sinn Pete Wentz finnast hún kynþokka- full. „Pete er alveg saman um húð- slit og lætur mér alltaf finnast ég kynþokkafull. Það mun koma að því að ég mun fitna, en það verður bara flott. Kynþokki er ekki mæld- ur í kílóum og mér finnst flott að vera með ávalar útlínur,“ segir söng- og leikkonan. Ashlee, sem er 25 ára, segist fá regulega hreyfingu með því að halda á Bronx. „Ég geri „Bronx pilates“ og upphandleggsvöðvarn- ir á mér eru svona stórir af því að ég held á honum öllum stundum,“ segir hún. Húðslit skiptir engu máli HAMINGJUSÖM Ashley segist ánægð með útlit sitt eftir barnsburð og segir húðslit ekki fara fyrir brjóstið á eigin- manni sínum, Pete Wentz. Leikkonan Robin Wright virðist pluma sig vel eftir skilnaðinn við Sean Penn. Hún hefur meðal annars fjarlægt Penn-nafnið og litað hárið á sér dökkt. Leikkonan mætti á frumsýningu myndar- innar The Private Lives of Pippe Lee á sunnudaginn. Í nýlegu við- tali ræddi hún um skilnaðinn við Penn, en þau höfðu þá verið gift í rúm tuttugu ár. „Ég vil ekki fara út í smáatriðin af því að ég hef ekki áhuga á að deila þeim með hverjum sem er. Ég sé ekki eftir neinu, ég á tvö yndisleg börn og þegar fólk spyr mig „af hverju fórstu?“ held ég að þetta hafi bara verið tímapunktur í lífi mínu þegar ég varð að breyta til.“ Sér ekki eftir Sean Penn DÖKKHÆRÐ Robin Wright hefur skipt um háralit eftir skilnaðinn við Sean Penn. Susan Boyle segir að það hafi verið nauðsynlegt fyrir sig að leita sér- fræðiaðstoðar eftir að hún lenti í öðru sæti í hæfileikakeppninni Britain‘s Got Talent í maí. Í við- tali við breska tímaritið OK segist Susan muna lítið eftir þessum tíma. „Eftir úrslitin þjáðist ég af mikilli ofþreytu og lagðist inn á Priory-spítalann í London. Þá hafði ég ekki sofið í heila viku og ég vissi ekki hvað var að mér,“ segir söngkonan, sem er 48 ára. „Ég var inni á spítalanum í þrjá daga og hef aldrei verið svona þreytt en þegar ég lít til baka var þetta nauðsynlegt fyrir mig. Ég þurfti hvíld fjarri öllum myndavél- unum,“ segir Susan, en fyrsta sóló- plata hennar, I Dreamed a Dream, er væntanleg í verslanir 23. nóvem- ber og er nú þegar orðin söluhæsta platan á Amazon í forsölu. Leitaði sér- fræðiaðstoðar SVEFNLAUS Susan Boyle þjáðist af ofþreytu og lagðist inn á spítala eftir að hún lenti í öðru sæti í Britain‘s Got Talent í maí, en fyrsta sólóplata hennar er nú væntanleg. FÉ TIL EIGNAR Hlédís Sveinsdóttir átti hugmyndina að verkefninu kindur.is, þar sem fólki gefst kostur á að fóstra kindur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.