Vikan


Vikan - 23.08.1951, Blaðsíða 4

Vikan - 23.08.1951, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 32, 1951 Hellevi HiU: Létt eins og köngulóarvefur. (Hjónabandssaga). (Dag nokkum kom breytingin. Hún var ekki áberandi, og létt eins og köngulóarvefur. Þau veittu henni ekki athygli í upphafi). Klukkan var að verða átta, þegar Erik Sjöli kom heim, eftir langan og erfiðan vinnudag. Hjónin höfðu leigt einbýlishús út við fjörðinn. Þegar Erik fór út úr „allravagninum“, gekk hann eftir veginum, sem lá upp að húsinu. Veðrið var indælt, logn og blíða. Er Erik kom í nánd við húsið, voru úti- dyrnar opnaðar og Irma kom hlaupandi niður tröppumar. Hún var mjög óttasleg- in og æst. Eitt augnablik virtist Irma hafa í hyggju að kasta sér í faðm manns síns. En skyndi- lega nam hún staðar og hrópaði í angist: „Erik, Mads er horfinn!" Svo brast Irma í grát. — Grátur henn- ar, var ákafur. Angistin hafði yfirbugað hana. Erik stóð kyrr í sömu sporam. Hann gat ekki faðmað Irmu að sér, þó hann gerði sér grein fyrir því, að hún vænti þess og þarfnaðist samúðar. Erik sagði kuldalega, með fullu valdi yfir sjálfum sér: „Hættu að gráta, og gefðu skýringu.*1 Svipur Irmu breyttist skyndilega. Andlit hennar varð sem steinrannið. Hún sagði rólega: Mads svaf vært. Hann hafði leikið sér allan daginn. Ég fór til frú Johnsen tii þess að sækja fisk, sem hún hafði lofað mér. Eg bjóst við komu þinni á hverju augnabliki. Þrátt fyrir það flýtti ég mér sem mest ég mátti. — En er ég kom aftur — klukk- an rúmlega sjö — var rúm Mads litla tómt. Hann var horfinn.“ Irma horfði á Erik örvæntingarfullu augnaráði. Hún sá ekki að hann var ná- fölur; það var orðið svo skuggsýnt. „Hvar hefirðu leitað?“ spurði hann. „Hvarvetna.“ „Hvarvetna," endurtók Erik. „Þetta er ekkert svar.“ „Hefurðu leitað hjá nágrönnunum? Svaraðu!“ Hann greip í handlegg Irmu og hristi hana. Irma sá, að Erik hafði löðursvitnað. Svo djúpum áhrifum varð hann fyrir, við að frétta um hvarf drengsins. Irma svaraði kuldaíega: „Ég hefi farið til nágrannanna. Ég fór til Karlsen, Holm og Svendsen. En enginn hafði séð Mads.“ Erik þaut af stað til þess að leita. Irma var grafkyrr, og hélt höndunum fyrir andlitinu. Tárin vora hætt að renna, en hún hafði ekka. Vonleysið og örvænt- ingin höfðu hertekið hana. Hún titraði frá hvirfli til ilja. Hvers vegna bað Erik hana ekki að koma með sér? Hvers vegna tók hann hana ekki í faðm sinn og reyndi að hugga hana? Ef Mads----------“. . Hún gat ekki trúað því, að Mads væri týndur. Hann var eins og sólargeislinn á heimilinu. Innan skamms átti Mads tveggja ára afmæli. Erik elskaði drenginn heitar en hann hafði nokkra sinni elskað Irmu. Hún vissi ekki, hve lengi hún hafði set- ið í grasinu, með hendur fyrir andlitinu, er hún heyrði fótatak. Irma leit upp. Erik var kominn. Hann gekk fram hjá henni og lét sem hann sæi hana ekki. Hún stóð á fætur og fór á eftir honum. Erik sat á veggsvölunum, er voru á bak- hlið hússins. Hann var lamaður. „Þeir eru að leita niður við sjóinn,“ sagði Erik með rödd, sem Irma hafði aldrei heyrt fyrr. „Erik! Segðu ekki þetta, segðu ekki þetta,“ hvíslaði Irma og lyfti örmunum til varnar væntanlegu höggi. „Þetta er þín sök,“ sagði Erik. Þessi ásökun snart hana inn að hjarta- rótum. Hún varð náhvít, og lét þegjandi fallast á stól. „Já, þú átt sök á þessu,“ mælti Erik aftur. „Þú þarft ekkert annað að gera, allan daginn, en gæta drengsins. Jafnvel það er þér ofvaxið.“ Irma fékk máttinn aftur. Hún kreppti hnefana og sagði með titrandi, reiðiþrang- inni rödd: „Dirfistu að ávarpa mig þannig?“ „Já,“ svaraði Erik. „Og meira en það. — Þú hefur ætíð verið afbrýðissöm vegna drengsins. Þér geðjaðist illa að því, hve mikið jmdi ég hafði af honum, og að ég eyddi öllum mínum tómstundum til þess að gleðja Mads og vera hjá honum. Ég hef veitt því athygli, hve súr þú varst á svipinn, er ég lék mér við hann. Þú reynd- ir að koma honum á þitt band. En ég lét sem ég yrði þess ekki var.“ Irma sagði, og talaði lágt: „Ég hefi ekki gert tilraunir ti.1 þess að láta Mads hæn- ast meira að mér en þér. En þú hefðir getað gefið mér meiri gaum, og meiri ást- úð við og við, þó að þú elskaðir dreng- inn heitt.“ Erik hló kuldahlátur og sagði: „Ertu búin að gleyma, hve heitt ég elsk- aði þig? Þú varst mér allt. Ég unni þér ,<v*iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiir/> i 1. Til hvers var tomaturinn ræktaður í | upphafi? Hversvegna var hann ekki \ É borðaður ? É \ 2. Hvenær var gríski heimspekingurinn 1 Plato fæddur og hvaða merkilegt starf É vann hann ; sambandi við kenningar | É Sókratesar? | | 3. Hvar var Páll postuli fæddur? = = 4. Hve löng eru landamæri Pinnlands og = É Svíþjóðar ? = É 5. Hvenær fluttist Stephan G. Stephans- É son til Ameríku og hvað var hann þá É gamall ? É I 6. Hvað þýðir orðið bangsast? É 7- Hvað heitir lengsta á Danmerkur og É É hve löng er hún? í i 8. Hvenær er ameríska leikkonan Anne i É Baxter fædd? | É 9. Hefur moldvarpan eyru ? i 10. Hvenær fékk Reykjavík kaupstaðar- = = réttindi ? i Sjá svör á bls. 14. é ''immmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmimimmim*'* Maimlýsing úr íslenzku fornriti: (nafni mannsins er sleppt í byrjun setn- ingarinnar): „...... var vænn maður, mikill og sterkur, vígur vel og hógvær í skapi, manna vitrastur, harðráður við óvini sína, en tillagagóður hinna stærri mála. . . .“ Við hvern á þessi lýsing og hvar er hún ? (Sjá svar á bls. 14). takmarkalaust. Ég álít að fáir menn hafi elskað konur sínar eins mikið og ég elsk- aði þig.“ Irma þagði. Hún minntist fyrstu hjú- skaparáranna. Þá vora þau svo sæl, að óhugsandi er, að nokkur hjón geti verið sælli. Fjögur ár hafði hún beðið eftir Erik. Þessi tilhugalífsár höfðu liðið í dásamleg- um draumi. En hve heitt hún hafði þráð hann. Svo kom Erik og sótti hana. Fyrsta íbúð þeirra þótti henni ævintýra- höll. Erik var afargóður við hana. Ástúð- legri eiginmaður gat hún ekki ímyndað sér að til væri. I hvert sinn, er hann kom heim, föðmuðust þau innilega. Þau þurftu þá ekki að spyrja um ást hvors annars; þau fundu hana á hverju augnabliki. Aðeins eitt skyggði á hamingju þeirra. Þau áttu ekki barn. Bæði óskuðu þess af öllu hjarta, að úr því rættist. Þau voru vongóð. Þau voru ung. Þrjú ár liðu í ósegjanlegri sælu. Og hvers vegna tók þetta enda? Dag nokkum kom breytingin. Hún var ekki áberandi, og létt eins og köngulóar- vefur. Irma mundi það greinilega, er Erik brá vana sínum og kyssti hana ekki, er hann kom heim. Hún hló og áleit þetta ekki af illum toga spunnið, og lagði arma um háls honum. Þá kyssti hann hana, en sagði ekkert. En það varð oftar og oftar, sem Erik gleymdi að kyssa Irmu. — Og hann hætti að brosa við henni. Irma áleit það eiga rót sína að rekja til erfiðleika er Erik ætti við að stríða á skrifstofunni. Hún spurði um þetta undir rós — óbeint. En hann fór undan í flæm- ingi. Irma var þolinmóð, og beið þess að ham- ingjan héldi aftur innreið sína. En hún kom ekki. Svo varð Irma barnshafandi. Þá bjóst hún við að allt kæmist í sama horfið. En svo varð ekki. Erik hafði gert undantekningu og faðm- að hana að sér í eitt skipti, í tilefni þess að þau væntu erfingja. Hann hafði einnig brosað. En alsælan kom ekki. Erik var breyttur; hann var aldrei glaðlegur og opinskár. Það var auðséð, að hann leyndi einhverju fyrir konu sinni. Hann aðgætti hana í laumi. En aldrei gat hann þess, hver væri orsök ógleði hans. Þau höfðu flutt úr „ævintýrahöllinni“. í tveggja herbergja íbúð í öðrum borgar- hluta. Hamingjan fylgdi þeim ekki í íbúð þessa. Hún var kyrr á fyrmefndum stað. Mads fæddist. Og Erik fékk mikla ást á drengnum. Ást þá, er hann áður hafði borið í brjósti til Irmu, virtist hann láta drengnum í té. Þegar Erik kom heim, fór hann til Mads, horfði á hann, hlúði að honum, og sýndi honum ástúð. — Erik kyssti oft kollinn á syni sínum, en konuna ekki. Pramhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.