Vikan


Vikan - 07.06.1956, Blaðsíða 3

Vikan - 07.06.1956, Blaðsíða 3
EARTHA KITT ER ORÐIN HEIMSFRÆG FYRIR SÖNG SINN. EN SATT AÐ SEGJA, SEGIR HÚN, ★ ★ ★ ★ ★ ★ LlÐIJR MÉR BEZT UPPI I SVEIT ★ ★ ★ ★ ★ ★ SKÖMMU eftir klukkan hálf tvö dag einn fyrir nokkrum vikum, var ég staddur í Café dé Paris að bíða eftir sam- tali við Earthu Kitt. Hún var á ævingu annarstaðar í húsinu. Þótt næturklúbbar séu heldur drungalegir að degi til, var ég hinn hressasti, því að fyrir mér lá að hitta þá konu, sem oft er kölluð „mesta ótemja veraldar.“ Það heyrðist ákaft mannamál, og Eartha Kitt kom upp stigann með tveimur karlmönnum og einum kvenmanni. Hún horfði á mig eins og ég væri ótíndur betlari og strunsaði fram hjá mér til búningsherbergis síns. Enn heyrðist mannamál og annar karlmannanna kom fram og sagði: „Hún ætlar að tala við þig í svosem tuttugu mínútur.“ Ungfrú Kitt var í þröngum, rauðgulum ullarkjól, jsem fór einkar vel við hinn súkkulaðibrúna hörundslit hennar. Á vinstri handlegg bar hún urmul af armböndum, en andlit hennar, sem minnir talsvert á kött, var ómálað. Hún lá uppi á legubekk, var með sígarettu í hendinni og andlit hennar lýsti ósvikinni gremju. Hún sagði ekki orð og horfði ekki á mig fremur en ég væri ekki til. Mér var orðið innanbrjósts eins og feimnum skóla- dreng, þegar hún allt í einu opnaði munninn og tók til máls. En hún var ekki að tala við mig. Hún ávarpaði annan karlmanninn með nafni og tilkynnti stuttaralega: „Mig vantar eldspýtu.“ Hann hafði enga á sér og ég tók upp eldspýtnastokkinn minn, kveikti á eldspýtu og bar hana upp að andliti hennar. Hún hreyfði sig ekki fyrr en loginn var að því kominn að brenna mig á fingrunum, en þá tók hún eldspýtuna og kveikti sjálf í sígarettunni. Mennirnir fóru, og við vorum ein eftir. Er hún hafði tekið nokkra reyki, horfði hún loksins á mig. „Ungfrú Kitt,“ sagði ég, „ef þér hafið ekki tíma núna . . .“ „Ég hef aldrei tíma til neins.“ Ég velti því fyrir mér, hvernig bezt væri að byrja yfir- heyrsluna, og spurði að lokum: „Af hverju hafið þér mesta ánægju, þegar þér eruð ekki að vinna?“ Eitt andartak óttaðist ég, að hún mundi standa á fætur og ganga út. ,,Bókum“ hreytti hún út úr sér og horfði hugsi á tærnar á sér. „James Joyce, Chekhov og Dostoevsky.“ Ég spurði hvort frægðin hefði ekki haft mikil áhrif á líf hennar. „Ég lifi nákvæmlega samskonar lífi eins og þegar enginn þekkti mig,“ hvæsti hún. „Ég geri litlar kröfur til lífsins. Þó að ég lifi í dýru hóteli, er ég enginn eyðslubelgur. Og ég hef hvort sem er aldrei verið gefin fyrir dýran mat.“ Hún þagnaði aftur og hélt áfram að horfa fýlulega á tærn- ar á sér, og þegar ég bað hana að útskýra þetta svolítið nánar, horfði hún mæðulega á mig og sagði: „Með frægðinni hef ég öðlast sjálfstraust. Með sjálfstraustinu hef ég öðlast öryggi og stolt. Það er allur munurinn. Þegar ég var fátæk, borðaði ég sjaldnast tvær ósviknar máltíðir á dag, og ég geri það ekki heldur núna. Nú veit fólk, að ég er til.“ Aftur þögn. Hún minnti mig á lítið, óþekkt barn sem hún lá þarna á legubekknum. Ég spurði, hvað henni fyndist um blaðaskrifin um hana og allt þetta tal um kynþokka, töfra og seiðmagn. „Ég er engin dúkka,“ sagði hún reiðilega. „Ég er ekki falleg. Ég læst ekki vera falleg. Ég leitast ekki við að æsa upp kynhvatir manna með söng mínum. Auðvitað verða kyn- hvatirnar naumast bældar niður úr þessu — en það er ým- islegt annað til í henni veröld.“ Mér fannst mér vera óhætt að brosa að þessu, og þótt ungfrú Kitt brosti að vísu ekki á móti, þá glampaði andartak á hinar mjallahvítu tennur hennar. „Furðulegast finnst mér það þó,“ sagði hún, „að fólk skuli dæma mig eftir söngtextimum, sem ég syng. Sú endaleysa!“ Ég sneri málinu að sjónvarpshlutverkinu, sem hún átti fyr- ir höndum, og spurði hvort hún hefði kannski í hyggju að gerast leikkona. „Nei. Þó hef ég áhuga á leiklist. Allir söngvarar, sem ekki eru stundarfyrirbæri, hafa áhuga á leiklistinni. Ég er lista- kona. Þegar ég syng í næturklúbbum, er ég ekki að keppa við vínið, sem flæðir um öll borð — það er að keppa við mig. Ég verð líka að fylgjast með tímanum, fylgjast með því sem ger- ist í veröldinni. Ég verð að vita upp á hár, hvað fólk vill helst. En því kemur ekkert við, hvað ég geri í frístundum mínum.“ Hún laut nær mér og nú var þreytusvipurinn eins og þurrkað- ur af henni. „Það er sagt, að ég eigi frægð mína að þakka ein- tómum áróðri. Ef það væri satt, væri ég ekki hérna. Ég mundi ekki treysta mér til að horfa framan í nokkurn mann.“ Hún yppti öxlum og reiðiglampinn hvarf úr augum henn- ar og nú fyrst fannst mér ég standa andspænis hinni sönnu Earthu Kitt. Spennan hvarf úr líkama hennar og svipurinn varð mildari. Hún kveikti í annarri sígarettu og byrjaði að lýsa því fyrir mér, hvernig henni fyndist bezt að lifa. „Ég kann vel við mig uppi í sveit. Þessvegna líðiir mér betur í Las Vegas en í New York eða London. Síðan ég varð fræg, hef ég haft lítinn tíma til að skjótast burtu, en ég geri það þegar ég mögulega get. Mér líður vel í sveitakyrrðinni. Ég skal segja yður sögu. Ég er búin að eiga hús í New York í meir en ár, og ég hef enn ekki haft tíma til að flytja al- mennilega í það. Það er jafnvel ekki enn búið að hengja upp gluggatjöldin. Við húsið er yndislegur garður. Það á við mig. Ég hef gaman af að róta í moldinni. „Ég hef gaman af fólki líka,“ hélt hún áfram, „sérstaklega hugmyndaríku fólki, sem ég get fræðst af. En ég hata að tala um sjálfa mig — nema við blaðamenn — og ég hata það eins og pestina, þegar ég er beðin um að syngja í boðum. Það er alltaf að koma fyrir mig. Það er svipað og að biðja lækni, sem maður hittir í veizlu, að sýna manni snögvast skemmtilegan uppskurð." Við snerum talinu aftur að frægð ungfrú Kitt. Leiðindin voru rokin úr henni. „Ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Áður átti ég ekki fyrir málungi matar. Ég vildi það væri ekki svona mikið umstang í kringum þetta, en það verður ekki á allt kosið. Þó mætti fólk minnast þess oftar en það gerir, að mað- ur er menskur þrátt fyrir allt. Það kom beizkjusvipur á andlit hennar aftur og hún sagði þreytulega: „Ég hitti aldrei neinn sem fæst til að umgangast mig eins og venjulega konu.“ Einhver birtist í dyragættinni og tilkynnti, að næsti gestur biði, og bætti því við, dálítið önuglega, að ég væri búinn að vera mikið lengur en þessar tuttugu mínútur mínar. „Æ, mér er sama,“ sagði ungfrú Kitt. „Mér geðjast að hon- um.“ 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.