Vikan


Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 12
Julie haföi ekki grunað áhrifavald þess um- hverfis, sem hún hafði einu sinni valið sér og unnað. Blóðið svall í æðum hennar og hún fékk nið fyrir eyrun. Ekillinn spurði hana, hvort hún vildi láta aka sér heim seinna. Áður en hún hafnaði því boði, varð henni litið upp í glugga á neðstu hæðinni. Seinni maður hennar hafði gengið út að glugganum, þegar hann heyrði hávaðann 1 bilnum. Hann hallaði sér út um glugg- ann og hrópaði til ekilsins: — Klukkan tvö! — Klukkan tvö, endurtók hún með sjálfri sér og ekillinn var vanur að híma einhversstaðar ná- lægt húsinu til klukkan f jögur nema ef Herbert þurfti að skjótast út til aö finna einhverja af vinstúlkum sinum. Þá tók hann venjulega leigu- bíl. Hún hljóp upp þrepin og þaut inn í forsalinn, án þess hún vissi af. Um leið og hún steig yfir þröskuldinn, lagði að vitum hennar lykt af ilm- vötnum. Hún hrökk við. Það var lyktin af ilm- vötnum Mariannes. — Of mikið af ilmvötnum, of mikið af peningum, of mikið af demöntum. Of mikið hár. . . Hún varð óþolinmóð. Dyrnar lokuðust. Það voru dyrnar á hennar eigin her- bergi. Þjónn gekk á undan henni. Hún ætlaðist til þess, að hann ópnaði dyrnar að vinnustofunni við hlið herbergis Espivants, en hann bað hana að bíða í Iitlu herbergi, sem hún mundi ekki eftir. Hún heyrði málróm Espivants einhversstaðar handan við þunna veggi og stundarkorn gleymdi hún sér. Það var eins og hana væri að dreyma. Þjónninn kom aftur og hún fór með honum. — Hvar í dauðanum sefur Herbert? hugsaði *hún og taldi dyrnar, sem þau fóru fram hjá: — Mitt herbergi.. . hans herbergi.. . Allt í einu stanzaði hún og varð örvæntingarfull á svipinn. — Ég gleymdi að hafa skóskipti! Hana langaði mest til að flýja af hólmi. Svo jafnaði hún sig. — Þegar alls er gætt, skiptir það engu máli. Hann er kominn inn í sjúkrastofuna. En hvað það var skrýtið! Þjónninn hvarf og hún gekk inn, bar höfuðið hátt og brosti ofurlítið. Hún heyrði rödd Herberts frá símanum. — Svo að ég varð að leggjast svo lágt að senda eftir þér? Það hvarflaði ekki að þér að koma og vita, hvernig mér liði? Málrómur hans var unglegur og glaðlegur. Hún leit niður og sá Herbert í rúminu. Ó, sagði hún við sjálfa sig. Hann er dauðans matur. Julie fann lykt af eter og varð illa við. —- Herbert, sagði hún. — Hvað á þessi úlfa- þytur í blöðunum að þýða? Og er það mín vegna, sem þú ert í þessum ljósgráu silkináttfötum ? Herbert rétti honum höndina. Hún virtist vera þrútin. Hann benti henni að setjast í armstól, sem stóð rétt hjá rúminu. — Langar þig að reykja? spurði hann. — Þú mátt það mín vegna. — En hvað um þig? — Ekki núna, vina mín. Mig langar ekki. Herbert bjó ennþá yfir sínum fornu persónu- leg^u töfrum, sem höfðu ennþá áhrif á Julie og hún beit sig í tungubroddinn til að refsa sjálfri sér fyrir það. — Ertu búin að borða hádegisverð? Borðaðu eitthvað með mér. Bara mér til samlætis. — Mér til samlætis. Alltaf er hann sjálfum sér líkur, hugsaði Julie. — En . . . sagði hún og sneri sér að dyrunum. — Ég mun borða einsamall. Marianne sefur í ilag. Hún vakti í alla nótt, þó að engin þörf væri 4 því. — Aðeins ávexti þá .. . Á þessum degi er é'g rön að borða ávexti. — Ágætt, vina mín! Þá ætla ég að hringja. Enginn mun ónáða okkur, þegar búið er að bera inn matinn. Ég ætla að segja þér frá þessu leið- inlega veikindakasti mínu, ef þú vilt hlusta á það. En ef til vill mun þér leiðast það. Julie fann á mildi raddar hans, að hann hafði enn þá ánægju af að særa hana. — Nei, sagði hún kuldalega. Hjúkrunarmaður kom inn. Hann var í hvítum slopp. Á eftir honum kom einkaritarinn með hlaða af símskeytum. Espivant tók til máls, áður en hinn síðarnefndi gat komið upp orði. — Nei, nei, Coustrex. Ekki núna. Þegar alls er gætt þá er ég veikur, sagði hann og hló við. Ég mun ef til vill lesa bréfin min í kvöld ... Hann studdi niður höndunum og reis upp í rúminu. Hjúkrunarmaðurinn flýtti sér að koma honum til hjálpar, því að sýnilegt var, að þetta kostaði hann mikla áreynslu. — En hvað þetta er hlægilega mjótt rúm, sagði Julie. — Þetta er eins og vinnukonurúm. Hjúkrunarmaðurinn starði ávítunaraugnaráði á hana um leið og hann fór út. — Þei, þei, hvíslaði Espivant. — Þetta er allt m*ð ráði gert. Þetta er allt með ráði gert. Þett.a *r sjálfsvarnarrúmtð mltt. F O R N A R Þau voru enn að hlæja, þegar tveimur borðum, hlöðnum ávöxtum, var ýtt inn til þeirra. Á þeim voru allskyns ávextir, vatn með ísi í og kampa- vín. Nasirnar á Julie þöndust út, þegar hún fann ilminn af kaffinu. Þama skorti ekkert á. — Hver bað um þetta svínslæri, Herbert? Hvorugt okkar langar í það. ofurlitla stund. Hafðu engar áhyggjur af mér. Þarftu ekki að taka inn neitt meðal? Espivant, sem yar með ferskju í hendinni, lagði hana aftur á diskinn og tók handfylli af kirsi- berjum og hélt þeim uppi við ljósið. — Sjáðu! Þau eru hérumbil gagnsæ. Það er nærri því hægt að sjá steinana innan í þeim. Espivant bandaði kæruleysislega frá sér með hendinni. — Marianne, býst ég við. Er það nokkuð fleira, sem þig langar i? — Nei, þakka þér fyrir. Svo að Marianne veit þá, að ég . . . ? — Hvað ertu að þvaðra um? Góða vertu mér ekki til leiðinda! Sólargeisli skein á silfurborðbúnaðinn. Her- bert valdi sér beztu ferskjuna og lét hana hvíla í lófa sínum. —■ En hvað hún er falleg, sagði hann og and- varpaði. — Fáðu þér hina. Drekkurðu enn þá kaffi með ávöxtunum? Júlia minntist nú gamalla daga í sambúð þeirra. Hún roðnaði og til þess að öðlast styrk sinn aftur, drakk hún eitt glas af kampavíni. — En hvað það er fallegt að horfa á þetta borð, sagði hún. — Má ég virða það fyrir mér Hvað hef ég í raun og veru átt um dagana? Það, sem ég skil við, er ekki meira virði en þetta. Hann lagði berin frá sér og bandaði hendi við borðinu. Hin hávaxna, ljóshærða kona, sem sat á stólnum missti samt ekki gleði sína við þessi orð. Hún var hamingjusöm eins og vespa í sólskini. Hún þurrkaði sér um varirnar og gretti sig ofurlítið um leið, eins og hún var vön. — Skilja við? Hvað áttu við? Espivant hallaði sér að henni. Þegar hann kom fram úr skugganum, sá hún greinilega framan í hann. Liturinn á enni hans var föl- grænn og einnig á gagnaugunum. Dökkir baug- ar voru kringum brún augun. Hann hafði átt of margar ástkonur um dagana. Af því komu baugarnir. — Égá skammt eftir, Youlka, sagði hann með uppgerðarkæti. — Nei, lofaðu mér að tala. Helltu kaffinu í bollana. Já, ég má drekka kaffi. Ertu 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.