Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2009, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 26.11.2009, Qupperneq 26
26 26. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Jóhanna Traustadóttir skrifar um geðhjúkrun Evrópudagur sjúkra-liða 26. nóvember er haldinn innan EPN (Eur- opean Counsil of Practi- cal Nurses.) Að þessu sinni er dag- urinn á Íslandi helgaður geðhjúkrun m.a. vegna þess að hefja á eins árs sérnám í geðhjúkrun fyrir sjúkraliða á vor- önn 2010. Námið samanstendur af 65ECTS einingum á háskólastigi og yrði vistað við Fagháskólann við Ármúla. Geðhjúkrun hefur verið hluti af námi sjúkraliða frá því farið var að kenna til sjúkraliðastarfa árið 1966 eða í rúm 40 ár. Sjúkraliðar hafa starfað á geðdeildum Land- spítalans allar götur síðan. Árið 1989 fór fram einnar annar nám í hjúkrun geðsjúkra við Sjúkraliðaskóla Íslands. Námið var metnaðarfullt og voru margir sjúkraliðar sem sóttu sér viðbótarmenntunar á því sviði. Ekki voru nein viðbótarréttindi þessu námi samfara m.a. vegna mikillar tregðu hjúkrunarfræð- inga við að menntun sjúkraliða væri nýtt sem skyldi. Þrátt fyrir það var fjöldinn allur af sjúkra- liðum sem fóru í námið líkt og annað nám og námskeið sem sjúkraliðum hefur staðið til boða í fjóra áratugi. Segja má að furðu sæti hve duglegir sjúkraliðar hafa verið að afla sér viðbótarmenntunar þrátt fyrir að hafa þurft að þola óvið- unandi tregðu yfirmanna til þess að nýta námið heilbrigðisþjónust- unni til framfara. Í bók Óttars Guðmundsson- ar, geðlæknis „Kleppur í 100 ár“ kemur fram að upphaf formlegr- ar geðhjúkrunar á Íslandi hafi byggst á þekkingu sem nefnd er hjúkrunarfræði, eða geðhjúkrun- arfræði. Elsta heimildin er frá árinu 1881. Það er ljóst af lestri bókarinnar að hjúkrun- arkonurnar þurftu að berjast fyrir því að fá viðurkenningu á sjálf- stæði starfsgreinarinnar við lækningasvið sjúkra- hússins. Sjúkraliðar eru við- urkenndir til starfs við geðhjúkrun á Norður- löndunum og hafa þar mun meiri starfsréttindi en hér á landi. Í samningi frá 14. júní 1993 um sameiginlegan norrænan vinnu- markað fyrir tilteknar heilbrigð- is- og hjúkrunarstéttir segir í 9. gr. „Sá á rétt á að fá viðurkenningu sem mentalvärdare eða närvärd- are í Finnlandi, sjúkraliði á sviði geðhjúkrunar á Íslandi, og hjelpe- pleier á geðhjúkrunarsviði í Nor- egi a) sem hefur aflað sér skil- ríkja í Danmörku sem social- og sundhedsassistent (SOSU-assis- tent) eða sem plejer í samræmi við reglur settar af heilbrigð- isyfirvöldum á árinu 1977 eða síðar b) sem hefur í Svíþjóð upp- fyllt gildandi kröfur um mennt- un og starfsreynslu skötare í geð- hjúkrun eða hlotið eldri menntun, viðurkennda af til þess bærum yfirvöldum, fyrir skötare í geð- hjúkrun.“ Þörfin fyrir sjúkraliða á stofn- unum fyrir geðsjúka er mikil. Sorglegt er til þess að vita að þar sem geðsjúkir þurfa hjúkr- un er ekki gerður greinarmunur á hvort sjúkraliði eða starfsmað- ur með litla eða enga menntun á sviði hjúkrunar sinni störfunum. Það hlýtur að vera krafa samfé- lagsins að þetta verði endurskoð- að með þarfir einstaklinganna er þjónustunnar eiga að njóta í huga. Höfundur er sjúkraliði á geðsviði Landspítala. Þörfin fyrir sjúkraliða Með almannahags- muni að leiðarljósi UMRÆÐAN Lilja Mósesdóttir skrifar um endurreisn bankanna Fullyrðingar um að búið sé að slá skjald- borg um hrunbankana og hrunfyrirtæki heyr- ast nú æ oftar. Bankarn- ir eru gagnrýndir fyrir að starfa á sömu forsendum og fyrir hrun og fyrir að afskrifa skuldir fjár- glæframanna og fákeppnisfyr- irtækja. Við höfum nú þegar mörg dæmi um að viðskiptalegar, skyn- samlegar ákvarðanir bankanna – eins og það heitir hjá Samkeppn- iseftirlitinu – séu ekki alltaf í samræmi við hagsmuni markað- arins/samfélagsins. Hagfræðing- ar kalla þetta vandamál markaðs- brest. Banki sem leitast aðeins við að hámarka endurheimtur skulda nær því markmiði með því að viðhalda fákeppnisfyrir- tækjum en það þýðir hins vegar minni samkeppni (samkeppn- isaðilum sem ekki hafa fengið afskrifaðar skuldir er ýtt út af markaði) og hærra verð til neyt- enda. Löggjafinn þarf að setja almenn viðmið sem hafa á til hliðsjónar þegar ákvarðanir eru teknar um fjárhagslega endur- skipulagningu fyrirtækja og sjá til þess að þeim verði framfylgt. Viðmið eins og sanngirni, gegn- sæi, virk samkeppni, dreift eign- arhald og byggðafesta. Innri starfsemi bankanna hefur enn ekki verið endurskoð- uð, þar sem eigendahópurinn er ekki kominn á hreint. Hætta er á að ákvarðanir um afskriftir á skuldum fyrirtækja mótist af hagsmunum einstakra starfsmanna bankanna sem vilja fela mistök í útlánum fyrir hrun. Þetta vandamál kallast umboðsvandinn en hann getur birst sem mikil tregða bankanna til að skipta út eigend- um og stjórnendum fyr- irtækja. Nauðsynlegt er að setja almennar reglur eins og að víkja eigi eigendum og stjórn- endum sem bera ábyrgð á meira en þrefaldri skuldsetningu fyr- irtækisins miðað við virði eign- anna. Auk þess þarf að tryggja aðkomu erlendra sérfræðinga að ákvarðanatökunni sem veita eignaumsýslufélögum bankanna ráðgjöf. Þessi vandamál (markaðs- brestur og umboðsvandi) rétt- læta afskipti löggjafar- og framkvæmdavaldsins. Í dag er takmarkað eftirlit með fjár- hagslegri skipulagningu fyrir- tækja, þar sem enn vantar laga- heimildir fyrir eftirlitsaðila eins og FME, Samkeppniseft- irlitið og Eftirlitsnefndina (sér- tæk skuldaaðlögun) til að hafa afskipti af ákvörðunum bank- anna. Auk þess þarf að skýra verkaskiptingu milli þessara aðila. Fljótlega verður gripið til aðgerða til að tryggja virkt eftirlit með starfsemi bank- anna. Auk þess er brýnt að setja bönkunum almenn viðmið sem móta eiga ákvarðanatökuna og þrýsta á um skýrari verkferla og aðkomu erlendra sérfræð- inga. Höfundur er þingkona Vinstri grænna. LILJA MÓSESDÓTTIR JÓHANNA TRAUSTADÓTTIR Hvað er gjaldþrot? UMRÆÐAN Jón Trausti Sigurðarson skrifar um skuldir Haga og 1998 Hvenær setur maður fyrirtæki á haus-inn, og hvenær setur maður fyrir- tæki ekki á hausinn. Hingað til hefur þetta atriði verið nokkuð skýrt. Fyrirtæki sem ekki getur greitt skuldir sínar, það er gjaldþrota fyrirtæki. Jóhannes Jónsson er spurður út í þetta atriði í Kastljósi mánudaginn 16. nóvem- ber. Hann útskýrir: „Það hefur gengið mjög vel þetta fyrirtæki, það er vel upp byggt á 20 árum og … og hérna við erum með starfsfólk sem er afburðafólk á sínu sviði.“ Fyrirtækið er vel rekið. En fyrirtækið skuldar einhverstaðar á bilinu 50-70 milljarða. Eða hvað? Höldum áfram í téðu Kastljósviðtali: Sigmar: „Jóhannes, vertu velkominn í Kastljós. Það er búið að tala náttúrulega mikið um skulda- stöðu, ja bæði Haga og svo þessa fyrirtækis sem er í eigu þinnar fjölskyldu, 1998. Jafnvel talað um það að þetta sé allt í allt 70 milljarða króna skuld. 22 milljarðar hjá Högum og hvað, 48 milljarðar hjá 1998. Er ekki … maður má að minnsta kosti draga þá ályktun að það þurfi að afskrifa svolítið af þessum skuldum, ef að þið eigið að geta haldið þessu.“ Jóhannes: „Þessar tölur eru náttúrulega engan veginn í takt við það sem er raunveruleikinn. Þannig að … að við skulum draga ansi mikið frá þessu.“ Sigmar: „Já, en þú hafnar því, af því að þetta eru tölur sem menn hafa verið að leika sér með í opinberri umræðu.“ Jóhannes: „Já já. Menn hafa leikið sér með ýmsar tölur, og skuldastöðu Baugs og allt í sama pakkanum og hérna, það er ekkert af þessu í raunveruleikanum.“ Sigmar: „Umm …“ Jóhannes: „Og þessar tölur sem þú ert að tala um þarna, það er fjarri raunveruleikanum.“ Sigmar: „Hmm. En geturðu þá sagt okkur hvað þetta eru miklar skuldir sem á ykkur hvíla?“ Jóhannes: „Nei ég get því miður ekki sagt þér það núna, og ætla mér ekki að segja þér það, þó að ég viti það nokkurnveginn.“ Viðtalið heldur áfram og fer út í aðra sálma. Á þessu augnabliki, vissi öll þjóðin, nema að virtist þessir tveir menn í Kast- ljósinu, hver skuldastaða 1998 ehf./ Haga ehf. var. Eða hvað? Jóhannes segir Sigmari Guðmundssyni að tölurnar séu „fjarri raunveruleikan- um“. Sigmar ætti að muna og vita að ein stærsta frétt sumarsins var sú að lánabók Kaupþings frá því í september 2008 lak á netið. Þar er lánabókin enn, í heild sinni, hafi Sigmar áhuga á því að staðfesta töl- urnar. Í því skjali, sem blaðamannastéttin öll (og þjóð- in hálf) velti sér uppúr vikum saman fyrir ekki svo löngu, er að finna nákvæmar upplýsingar um hvað 1998 ehf. og Hagar ehf. skulda Kaupþingi. Á gengi dagsins í dag skuldar 1998 ehf . Kaupþingi um 48,5 milljarða. Þetta eru ekki bara aðgengilegar upplýsingar sem hægt er að nota til að hrekja ranga fullyrð- ingu Jóhannesar, þetta eru upplýsingar sem allir fréttelskir Íslendingar kannast við. Þetta eru upplýsingar sem er hægt að finna á öðru hvoru íslensku bloggi. Þetta eru tölur úr lánabók Kaup- þings, sem fyrrverandi stjórnarmenn bankans staðfesta að sé raunveruleg og hvers innihald Sigmar spurði einmitt Hreiðar Má, fyrrverandi stjórnarmann þess banka, um í Kastljósi, fyrir alls ekki löngu síðan. Það er ekki ekki endilega hægt að ætlast til þess, að þáttur eins og Kastljós, sem titlar sig dægurmálaþátt, og er undirorpið þröngum fjár- veitingastakki hins íslenska ríkis, geti unnið mikla heimildarvinnu fyrir þann fjölda við- tala sem þátturinn tekur vikulega. En engu að síður, þá hlýtur að vera hægt að ætlast til þess af þessum sama þætti að starfsmenn hans búi að almennri vitneskju. Nema þá að skuldir 1998 ehf. hafi verið afskrif- aðar nú þegar. En „ekkert hefur verið afskrifað“ fullyrðir Jóhannes. Og þarna stendur hnífurinn í kúnni. Hvort sem væri, þá getur hvort tveggja ekki staðist. Þar fór kaupmaðurinn í sannleiks- þrot. En fékk það strax afskrifað hjá Kastljósi. Höfundur er laganemi við HÍ og hefur gefið út tímaritið Reykjavík Grapevine síðan 2003. JÓN TRAUSTI SIGURÐARSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.