Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2009, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 01.12.2009, Qupperneq 10
10 1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR HEILSA Þeir sem meira eru menntaðir eru líklegri til að finna sér heilsusamlegri lífs- stíl en þeir sem minni menntun hafa og konur lifa almennt heilsusamlegra lífi en karlar. Þetta kemur fram í greiningu Rún- ars Vilhjálmssonar, prófessors í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, sem hann byggir á umfangsmiklum könnun- um sem gerðar voru á heilsufari Íslendinga á árunum 2006 til 2007. „Ég ákvað að skoða svokallaða lífsstíls- þætti sem hefð hefur verið fyrir að tengja heilsufari síðan gerðar voru viðamiklar rannsóknir í Bandaríkjunum á áttunda ára- tugnum þar sem sýnt var fram á að tengsl eru á milli heilsusamlegs lífsstíls og heil- brigðis.“ Lífsstílsþættirnir sem kannað- ir voru hjá fólki voru eftirfarandi, lík- amsþyngd, hvort fólk borðaði aukabita á milli mála, hvort það borðaði morgunmat, hversu lengi fólk svaf á næturnar, hvort það hreyfði sig, hvort það reykti og hversu mikið það drakk af áfengi í viku að jafn- aði. Í stuttu máli sagt eru gefin stig fyrir það þegar fólk svarar á þá lund sem heilsu- samlegt þykir, stig fæst til dæmis fyrir að reykja ekki, vera í kjörþyngd, drekka í hófi og svo framvegis. Meðal þess sem kom í ljós þegar Rúnar fór að kanna lífsstíl Íslendinga er að flest- ir lifa frekar heilbrigðu lífi, fá stig fyrir að minnsta kosti einhverja af þáttunum. Annað sem kom í ljós var að það voru ekki sérlega sterk tengsl á milli þáttanna, það er að segja að þó að fólk stundaði óhollustu af einhverju tagi þá fékk það kannski stig fyrir aðra lífsstíls- þætti. „Það voru margir í blönduðum lífsstíl, hvorki mjög óhollum né mjög holl- um,“ segir Rúnar. Töluverður munur kom þó á daginn þegar rýnt var í niðurstöðurnar. „Eftir því sem fólk verður eldra borðar það til dæmis frek- ar morgunmat. Eldra fólki er hins vegar hættara við að vera yfir kjörþyngd.“ Þegar einstakir hópar voru skoðaðir betur kemur í ljós að þeir sem eru meira mennt- aðir lifa almennt hollara lífi en þeir sem minna menntaðir eru. Einnig lifa konur heilbrigðara lífi en karlar að meðaltali. Tekjur og búseta skiptu líka máli, þótt tengslin væru ekki jafn afgerandi. Þeir tekjuhærri lifðu heilsusamlegra lífi en þeir tekjulægri og íbúar höfuðborgarsvæðisins að einhverju leyti líka. Rúnar segir ávinninginn af heilsusamleg- um lífsstíl augljósan og þessar niðurstöður gefi vísbendingu um gott almennt heilsufar Íslendinga. Hins vegar hafi erlendar rann- sóknir sýnt að efnahagslegar þrengingar hafi neikvæð áhrif á lífsstíl og því sé full ástæða fyrir stjórnvöld að sinna vel for- varnarstarfi og heilsueflingarstarfi, það sé aldrei mikilvægara en á krepputímum. sigridur@frettabladid.is Konur heilbrigðari en karlar Rannsókn á heilsu og lífsstíl Íslendinga benda til þess að almennt lifi fólk heilsusamlegu lífi hér á landi. Meiri menntun skilar sér í heilbrigðara líferni. Konur lifa heilsusamlegra lífi en karlar. *Ef þú sefur hæfilega, borðar reglulegan morgunverð, borðar ekki aukabita á milli mála, ert í kjörþyngd, hreyfir þig að minnsta kosti einu sinni í viku, reykir ekki og drekkur minna en 3 skammta af áfengi á viku færðu sjö stig á lífsstílskvarðanum. **BMI stendur fyrir Body mass index, talan fæst með því að deila í þyngd í kílóum með hæð í metrum í öðru veldi. Dæmi um 60 kílóa manneskju sem er 1,70 á hæð: 60/(1,70x1,70) = 20,8. Manneskjan er með BMI 20,8 og er í kjörþyngd. RÚNAR VILHJÁLMSSON Þátttakendur í könnuninni voru látnir svara spurningu um hvernig þeir mætu heilsu sína. Í ljós kom að 94 prósent þeirra sem voru með fullt hús stiga á samanlögðum lífsstílskvarða töldu sig við góða heilsu. Ekki einn einasti sem var með engin stig taldi heilsu sína góða. 97 prósent þeirra sem voru með fullt hús stiga á kvarðanum töldu andlega heilsu sína góða en einungis 25 prósent þeirra sem voru með engin stig. Þess má geta að í bandarísku rannsóknunum áðurnefndu kom í ljós að dánartíðni yfir níu ára tímabil var mun lægri hjá þeim sem voru með sex til sjö stig en þeim sem voru með færri stig. TENGSL GEÐHEILSU OG LÍFSTÍLS Hollustu- og áhættuhegðun full- orðinna Íslendinga (18-75 ára) Hæfilegur svefn (7-8 klst.) 69% Reglulegur morgunverður 76% Át milli mála (nær daglega) 29% Kjörþyngd (BMI ≥18,5 og <25) 43% Líkamleg hreyfing (vikulega) 65% Reykingar (reykir nú) 27% Ofneysla áfengis (≥3 sk., ≥5gl.) 32% KERTAVAKA Hjúkrunarnemar héldu í gær kertavökur víða á Indlandi á heimsdegi eyðni. Um 2,5 milljónir Indverja eru taldar HIV-smitaðar og mörgum hefur verið hafnað af fjöl- skyldum og vinum vegna sjúkdómsins. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR Humar- og síldar- vertíð hjá Skinney-Þinganesi hf. á Höfn í Hornafirði lauk í gær. Þetta er afar óvenjulegt en undanfarin ár hefur humarver- tíð verið lokið þegar síldarver- tíð hefst. Humarvertíðin hefur staðið frá lok mars, eða í átta mánuði. Heildaraflinn á þessu tímabili er 225 tonn af slitnum humri. Þrír bátar félagsins hafa séð um hráefnisöflunina. Síldarvertíðin var stutt í báða endana, en afli haustsins er rétt um átta þúsund tonn. Síðastlið- ið haust var aflinn rúm þrjátíu þúsund tonn. Uppsjávarskip félagsins, Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórs- son, skiptu aflanum bróðurlega á milli sín. - shá Humar og síld: Vertíðarlok sama daginn E N N E M M / S ÍA / N M 39 89 8

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.