Fréttablaðið - 01.12.2009, Síða 34

Fréttablaðið - 01.12.2009, Síða 34
30 1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1878 Fyrsti viti á Íslandi tekinn í notkun, Reykjanesviti á Valahnúk. 1918 Sambandslagasamning- ur Íslands og Danmerkur gengur í gildi og verður Ís- land þá frjálst og fullvalda ríki. Íslenski fáninn dreg- inn að húni í fyrsta sinn sem fullgildur þjóðfáni. 1931 Minnisvarði um Hannes Hafstein afhjúpaður við Stjórnarráðshúsið. 1932 Sjálfvirkar símstöðvar teknar í notkun í Reykja- vík og Hafnarfirði. 1974 Hús Jóns Sigurðssonar vígt í Kaupmannahöfn. 1975 Silfurbergsnáman hjá Helgustöðum í Reyðar- firði friðlýst sem náttúru- vætti. 1994 Þjóðarbókhlaðan opnuð. Rosa Louise McCauley Parks (1913–2005) var bandarísk blökkukona sem barðist fyrir afnámi milli svartra og hvítra. Barátta Parks varð til þess að hún var handtekin á þessum degi árið 1955 fyrir að standa ekki upp fyrir hvítum manni í strætisvagni í bænum Montgomery í Alabama. Á þeim tíma voru fremstu bekkirnir í strætis- vögnum ætlaðir hvítum farþegum, en þeir svörtu urðu að færa sig aftar ef vagnarnir fylltust. Parks neitaði hins vegar að verða við þeim tilmælum á þessum örlagaríka degi sem varð til þess að hún var fangelsuð, ákærð og dæmd til að greiða sekt. Málið hratt brátt af stað hrinu mótmæla í Montgomery, þar sem blökkumenn sniðgengu meðal annars strætisvagna. Einn þeirra sem skipulögðu mótmælin var Martin Luther King, sem síðar varð einn helsti talsmaður fyrir mann- réttindum blökkumanna í Bandaríkjunum. Þess má geta að heilum 44 árum síðar var Parks sæmd heiðursorðu Bandaríkjaþings fyrir framlag sitt til mannréttindamála. ÞETTA GERÐIST: 1. DESEMBER 1955 Rosa Parks handtekin fyrir óhlýðni WOODY ALLEN FÆDDIST Á ÞESS- UM DEGI ÁRIÐ 1935. „Ég vil ekki verða ódauð- legur í gegnum kvikmyndir mínar. Ég vil öðlast ódauð- leika með því að deyja ekki.“ Woody Allen (fæddur Allen Stewart Königsberg) er bandarískur leikari og leik- stjóri, sem leitar gjarnan inn- blásturs í sálfræði, bókmennt- um, gyðingdómi, heimspeki, evrópskri kvikmyndagerð og New York-borg, þar sem hann er fæddur og uppalinn. AFMÆLI BETTE MIDLER leik- og söngkona er 64 ára. GILBERT O‘SULLIVAN söngvari er 63 ára. Baggalútur verður með sérstakt jóla- dagatal á Rás 2 á aðventunni. Það verður á dagskrá í Popplandinu alla virka daga milli klukkan 9.30 og 13.30 og svo hjá Bergssyni & Blöndal á laug- ardagsmorgnum. Það verður auk þess aðgengilegt á Hlaðvarpi Ríkis- útvarpsins en hugheilar kynningar- stiklur um jólaskrautið, jólamatinn, jólakortin, jólagræðgina og fleira er hægt að finna á myndbandavefnum youtube með því að skrá inn Jóladaga- tal Baggalúts. Jólin eru þeim Baggalútsmönnum hugleikin og að þessu sinni verða jóla- og aðventulög þeirra svo mikið sem fjögur. Vinnuheiti þeirra eru Spádóm- slagið, Betlehemslagið, Hirðingjalagið og Englalagið en þau verða frumflutt í þætti Guðna Más á Rás 2 á hverjum sunnudegi aðventunnar. Jólin eru Baggalúti ofarlega í huga „Ég hef samið lagabálk við ýmis kvæði Jónasar, þau eru orðin 24 eða 25. Ætli þetta verði ekki lokahnykkurinn í því verkefni? segir Atli Heimir Sveinsson tónskáld um nýtt lag við Gunnars- hólma Jónasar Hallgríms- sonar. Fífilbrekkuhópurinn frumflytur það í dag í Saln- um í Kópavogi á fullveldis- hátíð Heimssýnar, hreyfing- ar sjálfstæðissinna í Evr- ópumálum, sem stendur frá klukkan 17 til 19. Atli Heimir veit ekki til að aðrir hafi glímt við að semja tónlist við þetta mikla kvæði en vill ekki segja neitt um hvort það hafi verið stremb- ið. „Ég tek nú ekki allt kvæð- ið,“ segir hann. „Gunnars- hólmi skiptist í þrennt. Í fyrsta lagi söguna sem er tekin úr Njálu, þegar þeir bræður Gunnar og Kolsk- eggur ríða til skips og Gunn- ar snýr aftur sem frægt er orðið. Í öðru lagi magnaðar náttúrumyndir – lýsingu á Suðurlandi, gullfallega og í lokin er smá hugleiðing um stöðuna, þar sem minnst er á hnípna þjóð í vanda. Ég held mig bara við sög- una þannig að ákveðin er- indi eru sungin og hinum sleppt, annars hefði þetta orðið svo langt. En laglín- an sem liggur til grundvall- ar er þannig úr garði gerð að það mætti kveða allt kvæð- ið. Ég fór svipaða leið þegar ég gerði tónlist við Ferða- lok. Þá gerði ég einfalda melódíu og valdi út þrjú er- indi. En svo var einn snilld- arsöngvari sem kvað allt kvæðið. Eflaust mætti hafa sama hátt á með Gunnars- hólma en Fífilbrekkuhópur- inn mun flytja þessi völdu erindi í dag. Það er Eyjólf- ur Eyjólfsson tenórsöngv- ari sem syngur einsöng. Ég var á æfingu í fyrradag og flutningurinn hljómaði vel í mínum eyrum.“ Spurður hvort nýja lagið sé tilkomumikið svarar Atli hæverskur: „Það veit ég ekki. Ég ætla að láta vera að hæla mér fyrir fram.“ Í Gunnarshólma standa rímorðin gjarnan ekki á sama stað og punktarnir en Atli Heimir segir þann brag- arhátt ekki hafa verið til traf ala við gerð lagsins. „Það kom laglína sem einhverra hluta vegna leysti það á eðli- legan hátt held ég. En það er rétt að Jónas er kunnáttu- mikið skáld og hann gerir þetta kvæði á mjög sér- stakan hátt. Hann gerir það reyndar alltaf. Hvert kvæði hans er sérstakt. Hins vegar finnst mér fallegt að minn- ast þess nú þegar ég er að segja skilið við Jónas, því ég er aðallega að semja nú- tímalegar sinfóníur, að gam- all ljóðaunnandi, Páll Berg- þórsson veðurfræðingur, sagði eitt sinn: „Það er ein- kennilegt með Jónas Hall- grímsson. Hann er alltaf að batna.“ Þannig er það með góðan skáldskap, hann batn- ar bara með tímanum. Tildrög þess að lagið við Gunnarshólma er frum- flutt í dag rekur Atli Heim- ir til kaffispjalls heima hjá honum við Styrmi Gunn- arsson, fyrrverandi rit- stjóra. „Styrmir er gamall vinur minn og skólabróðir og ég lofaði honum að heyra lagið. Hann vildi drífa í að láta flytja það nú á fullveld- isdaginn. Ég er fylgjandi því að við ræðum inngöngu í Evrópubandalagið en þótt Styrmir sé á móti því þá vil ég ekki að það komi í veg fyrir að fólk njóti Jónas- ar. Hann er yfir dægurþras okkar hafinn og verður ekki dreginn í neinn dilk. Jónas er eitt af því fallega sem við eigum öll sameiginlegt.“ gun@frettabladid.is ATLI HEIMIR SVEINSSON TÓNSKÁLD: HEFUR SAMIÐ LAG VIÐ GUNNARSHÓLMA Jónas eitt af því fallega sem við eigum öll sameiginlegt SENDA FRÁ SÉR JÓLALÖG Jólin eru þeim Bagga- lútsmönnum hugleikin í ár eins og svo oft áður. TÓNSKÁLDIÐ „Ég held mig bara við söguna þannig að ákveðin erindi eru sungin og hinum sleppt,“ segir Atli Heimir Sveinsson um lagið við Gunnarshólma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hið nýja fyrirtæki Bónstöð- in Mosó í Flugumýri 24-26 efndi til happdrættis fyrsta starfsmánuðinn. Vinning- urinn var 20 þúsund króna gjafabréf í Smáralind. „Við drógum úr bílnúm- erum, bíll frá sælgætis- gerðinni Kólus kom upp og við afhentum heiðurs- manni þaðan vinninginn,“ segir Júlíus Fjeldsted, einn af þremur eigendum stöðv- arinnar. Bónstöðin Mosó sækir og sendir bíla gegn vægu gjaldi og tilboð í desember á al- þrifum og bóni hljóðar upp á 6.500 á fólksbíl og 7.950 á jeppa. Júlíus segir fyrir- tækinu hafa verið vel tekið í Mosó. „Þetta hefur gengið vonum framar,“ segir hann ánægður. - gun Byrjað með stæl VINNINGUR AFHENTUR Kristján Markús Sívarsson, Jón Kjartansson frá Kólusi og Júlíus. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Attli Örn Jensen Strikinu 10, Garðabæ, lést á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði mánudaginn 30. nóv. sl. Útförin verður auglýst síðar. Árni Valur Atlason Eydís Lúðvíksdóttir Markús Þór Atlason Katrín Yngvadóttir Jens Pétur Atlason Kristín Sigurbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Herdísar Steinsdóttur Akurgerði 44, Reykjavík Sérstakar þakkir færum við starfsfólki öldrunardeild- ar Landspítalans í Fossvogi fyrir nærgætni og góða umönnun. Lóa Gerður Baldursdóttir Örn Ingólfsson Jón Birgir Baldursson Þórunn Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.