Vikan


Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 16

Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 16
ÞEKKTU SJALFAN ÞIG í nútíma þjóðfélagi eru atvinnumöguleikar konunnar svo víð- tækir, að hún er oftast einfær um að sjá fyrir barni, ef með þarf. Meðan karlmaðurinn var einvaldur yfir fjöl- skyldu sinni, gat hann gert strangar kröfur um skírlífi kvenna, þó að hann sjálfur takmarkaði fjöllyndi sitt aðeins hóflega. Nú hefur breyting á orðið, og konan þolir karlmanninum ekki meira frjálsræði en henni er sjálfri leyfilegt. Dr. Matfhías Jónasson: Er siðgæðisbylting í vændum? ÚRELT KYNSIÐGÆÐI. Hið hefðbundna siðalögmál um samgang kynjanna er í upplausn. Það var upphaflega sett af karlmönnum konum til eftirhreytni. Og það spratt upp af brýnni nauðsyn. Spakmæli úr fornrómversku réttarfari orðar það svo, að ávallt sé víst, af hvaða konu barnið fæðist, ó- víst, með hvaða karlmanni hún hafi getið það. Hið síðara liggur karl- manninum aldrei i léttu rúmi. Eiginmaðurinn vill ekki ala upp börn konu sinnar og leiða þau til arfs, nema vissa sé fyrir blóðskyldleika þeirra við hann sjálfan. Og meðan karlmaðurinn var einvaldur yfir fjölskyldu sinni, pater familias, gat hann gert strangar kröfur um skirlífi kvenna, þó að hann sjálfur takmarkaði fjöllyndi sitt aðeins hóflega. Hið hefðgróna kynsiðgæði ber glöggt svipmót þessarar yfir- ráðaaðstöðu karlmannsins allt frá þvi ákvæði sköpunarsögunnar, að konan skuli vera manni sinum undirgefin, til löghelgaðs misréttis kynjanna i nútímaréttarfari. En nú er rótæk breyting i aðsigi. Pater familias er ekki lengur í ó- skoruðu valdi sinu. Konan er að brjótast undan yfirráðum hans. Hún vill ekki Iengur þola honum meira frjálsræði í kynlífi en henni sjálfri er leyfilegt. Báðar þær meginástæður, sem fyrr á tíð lágu einhæfu kyn- siðgæði kvenna til grundvallar, eru nú fallnar. Þungun er ekki lengur óhjákvæmileg afleiðing samfara, og ef með þarf, er nútimakona einfær um að sjá fyrir barni sínu. Karlmaðurinn getur þvi ekki til lengdar haldið uppi strangari kröfum gagnvart henni en sjálfum sér. í allri sðgu mannkynsins hefur kynhæfni konunnar valdið henni þjáningu og þrengt að réttindum hennar, þó að móðurgleðin kunni að nokkru að hafa vegið þar á móti. En nú er ný öld risin. Konan hefur uppgötvað rétt sinn til frelsis og lífsnautnar, einnig í kynlifinu. Hún getur tekizt móðurhlutverkið á hendur af frjálsum vilja og þegar henni þóknast. Hún mun þvi ekki lengur hlíta strangari skirlifiskröfu en karlmaðurinn, heldur heimta af honum sama trúnað og hann krefst af henni. Hann á þvi aðeins tveggja kosta völ: Að halda áfram fjöl- lyndi sínu og veita konunni sama frjálsræði eða beygja sig raunverulega undir það kynlifsboðorð, sem hann setti henni i árdaga. GRUNNFÆRNI RÉTTARFARSINS. Ætli við getum ekki bjargað forréttindum karla með fullkominni lagasetningu? Er siðgæði nokkuð annað en ófullkomin lagasetning frá im Dómnefnd fegurðarsamkeppninnar. Box 368, Reykjavík. j Ég leyfi mér að mæla með ungfrú til þátttöku f Fegurðarsamkeppninni 1961. Heimilisfang hennar er: ........................................ Fæðingardagur og ár:................................ Hæð ca. ... Nafn sendanda: ................................................. Heimilisfang: .................................................. Sími:.......... Munið : — að seðlinum þarf helzt að fylgja mynd af ungfrúnni — að þátttakendur verða að vera á aldrinum 17—28 ára og ógiftar — að frestur til að skila tillögum er til 31. marz — að umslðtia b«r að merkja með „Fegurðarsamkeppni 1961“. Senn er útrunninn frestur til að skila tillögum um stúlkur f fegurðarsamkeppnina, eða nánar tiltekið, rennur hann út á morgun. Ef einhver skyldi hafa orð- ið sfðbúinn, þá birtum við hér enn einu sinni tillögu- miðann, sem hægt er að útfylla og senda til D6m- nefndar fegurðarsamkeppninnar, pósthólf 368, Reykja- vfk. Það gæti verið, að enn hefði ekki verið bent á þá stúlku, sem verðlaunin hreppir, og það er enn einn dagur til stefnu að koma tillögunni á framfæri, að minnsta kosti fyrir Reykvíkinga, en hins vegar er það vfst orðið nokkuð seint fyrir þá, sem búa f fjar- lægum landshlutum, þótt póstþjónustan sé góð, eins og alkunnugt er. 16 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.