Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 18
18 9. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Börn og tölvur FRÉTTAVIÐTAL SIGRÍÐUR BJÖRG TÓMASDÓTTIR sigridur@frettabladid.is Börn lifa hluta af lífi sínum í net- heimum og foreldrar þurfa að vera duglegir að fylgjast með, segir Janice Richardson, sérfræðingur í öryggi hjá Evrópusambandinu. „Foreldrar geta aldrei verið alveg með á nót- unum í nýjustu tækni. Börn og unglingar nota tækni öðruvísi en búist er við, þannig að uppeldi foreldra og eftirlit með tölvu- notkun barna snýst ekki um tækni, heldur gott uppeldi,“ segir Janice Richardson, sem stýrir verki þeirra þjóða er starfa að öryggis- áætlun Evrópusambandsins. Hún var stödd hér á landi á ráðstefnu INSAFE sem haldin var hér á landi á dögunum. INSAFE er verk þeirra þjóða er starfa að öryggisáætlun Evrópusambandsins og reka öryggismiðstöðvar undir þeirri áætl- un. INSAFE hefur það hlutverk að stuðla að ábyrgri og ánægjulegri notkun netsins og annarra nýmiðla meðal ungs fólks en Evr- ópusambandið kom verkefninu á laggirnar árið 2004. „Við verðum að kenna börnum að haga sér kurteislega á netinu, þau virðast oft halda að það sé í lagi að segja hvað sem er á netinu, vegna þess að þau sjá ekki viðbrögð þess sem er á hinum endanum. Þau halda að ummælin særi ekki sem er ekki rétt. Fullorðnir gera oft ráð fyrir að börn skilji afleiðingar gjörða sinna eins og þeir gera, en við eigum ekki að gera ráð fyrir því,“ segir Janice sem segir einelti á netinu vissulega eitt þeirra vanda- mála sem takast þurfi á við. Foreldrar leiki þar lykilhlutverk, rétt eins og í öðru er lýtur að uppeldi barna. Hún segir að foreldrar eigi ekki að hika við að setja reglur um notkun barna, rétt eins og þeir setji reglur um útivistartíma barna og fylgist með því hverjum börnin verja tíma sínum með á daginn. „Þessi þörf er til staðar og verður bara meiri með hverj- um deginum sem líður. Það eru allir á netinu og tími yngstu krakkana, á aldrinum fjög- urra til níu ára, á netinu verður til dæmis alltaf meiri og meiri.“ Foreldrar sitji með krökkunum Janice segir að mikilvægt sé að sitja við hlið yngstu barnanna þegar þau eru í tölv- unni. Allt upp að sjö ára aldri ættu foreldr- ar að vera með þeim þegar þau eru tengd. „Við kennum börnum ekki bara einu sinni hvernig á að fara yfir götu og hleypum þeim svo einum eftir það, við fylgjum þeim aftur og aftur, sama verðum við að gera þegar netið á í hlut.“ Hún bendir á að foreldrum þyki almennt frekar auðvelt að setja reglur um hversu lengi börn mega horfa á sjónvarp. Óöryggi foreldra gagnvart tækninýjungum virðist hins vegar verða til þess að foreldrar eiga erfiðara með að setja reglur um tölvunotk- un en sjónvarpsáhorf. Fyrir utan reglur sem snúast um tíma- lengd við tölvuna segir Janice mikilvægt að foreldrar viti hvað krakkarnir eru að gera á netinu. „Rétt eins og foreldrar spyrja krakkana sína hvern þeir eru að fara að hitta þegar þeir fara út eiga þeir að spyrja börn- in hvern þau eru að hitta og ræða við í netheimum. Þau þurfa að gera sér grein fyrir að net- heimar eru hluti af veruleika krakk- anna. Foreldrar eiga ekki að vera feimnir við að setja regl- ur um þennan veruleika, því þetta snýst ekki um tækni heldur um lífið,“ segir Jan- ice, sem bendir á að það sé ómögulegt að vita það fyrir hvernig börn nota tækni, far- símar séu gott dæmi. Þeir hafi verið hann- aðir til símtala, en börn og unglingar noti þá aðallega til að senda SMS, taka myndir og fleira sem upphaflega hafi ekki verið megin tilgangurinn. Verða að virða einkalíf Janice segir mikilvægt fyrir foreldra að ræða við börnin sín um notkun. Hún telur að þurfi að innræta krökkum mjög ein- dregið hvað felst í einkalífi og tjáningar- frelsi. Tjáningarfrelsi ljúki þegar farið er að móðga og segja slæma hluti um annað fólk. Þau verði líka að skilja hvað tilheyrir einkalífi. Þar undir geti fallið partímyndir af fólki svo dæmi sé tekið. Mikilvægt sé að hugsa um afleiðingarnar áður en ýtt sé á takka og myndir settar á netið, þar sem milljónir geti notað þær, myndirnar verði nefnilega ekki aftur teknar. Margir hafa áhyggjur af því að börn og unglingar lendi í samskiptum við vafa- sama einstaklinga á netinu og segir Janice það skiljanlegt. Ef börn skilji að sumt til- heyri þeirra einkalífi, þá minnki líkurnar á samskiptum við vafasama einstaklinga, þau skilji þá að ekki á að láta ekki ókunn- uga fá símanúmer og svo framvegis. Jan- ice segir mikilvægt að skólar gefi heldur ekki upp neitt um nemendur sína á netinu, svo að óprúttnir einstaklingar geti ekki náð til þeirra. Eins og fram kemur í þessu viðtali telur Janice foreldra gegna lykilhlutverki í að stuðla að góðri hegðum barna á netinu, til þess að komið verði í veg fyrir einelti á net- inu og aðra slæma hegðun. Hún segir skól- ana auðvitað mjög mikilvæga líka. Kennar- ar séu hins vegar oft í erfiðri aðstöðu til að kenna krökkum að haga sér rétt í netheim- um vegna þess að aðgengi nemenda að net- inu í skólum sé takmarkað. Það sé miður því að þegnar í nútímasamfélagi þurfi að vera læsir á svo margt og skólinn væri kjörinn vettvangur til að kenna þetta alhliða læsi. „Við þurfum svo marga hæfileika í nútímaheiminum. Við þurfum hefðbundna lestrarkunnáttu meira en nokkru sinni fyrr, við þurfum að vera læs á hið stafræna umhverfi, við þurfum að vera læs á fjöl- miðla, vera gagnrýnin á þá, vita hvað eru auglýsingar og hvað ekki. Við þurfum að vera læs á umhverfi okkar, við þurfum að vera læs á menningu okkar og annarra,“ segir Janice, sem leggur áherslu á að fullt læsi í nútímasamfélagi innifeli alla þessa hæfileika í sér. Börn þurfa leiðsögn í netsamskiptum JANICE RICHARDSON SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni – er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusam- bandsins um öruggari netnotkun, og er styrkt af ESB. Samningsaðili við ESB er Heimili og skóli – landssamtök foreldra, sem sjá um að annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins að öllu leyti fyrir Íslands hönd. Á heimasíðu SAFT, www.saft.is, er að finna heilræði fyrir foreldra og leiðbeiningar um örugga netnotkun. Þar má finna netorðin fimm sem hljóða svo: 1. Allt sem þú gerir á Netinu endurspeglar hver þú ert. 2. Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig. 3. Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er. 4. Mundu að efni sem þú setur á Netið er öllum opið, alltaf. 5. Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á Netinu. ÖRUGG NETNOTKUN NAUÐSYNLEGT AÐ FYLGJAST MEÐ Foreldrar verða að vera duglegir að fylgjast með netnotkun barna sinna. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.